Vikan - 10.11.1988, Side 47
Helga Egilsdóttir lauk mastersgráðu við liáskólaim „San Francisco Art Institute" síðastliðið vor. Hér
segir hún lesendum frá námstilhöguninni. I næstu opnu er svo lýst námi í innanhússarkitektúr og
listförðun. í síðasta tölublaði var sagt frá stúlkum, sem liafa stundað nám í tónlist, leiklist, kvik-
myndagerð og bókasafnsfræðum og í næsta tölublaði segjum við frá tveim námsmeyjum til viðbót-
ar, sem stundað hafa nám erlendis. Ef þú hefur hug á að fara utan til náms er því fúll ástæða fyrir
þig að fylgjast með Vikunni.
Mörg gallerí eru jafnvel hætt
að sýna verk listamanna
sem ekki hafa mastergráðu
TEXTI OG MYNDIR: ÞÓRDÍS ELFA ÁGÚSTSDÓTTIR
Helga Egilsdóttir,
inyndlistarnáin,
San Francisco, Bandarikjunum.
Fædd 23. ágúst 1952.
Nám I myndlist við Kunstakademíuna
í Árhus, Danmörku 1969-1970.
Akademi for Fri og merkantil kunst,
Kaupmannahöfn 1971-1972.
Myndlista- og handíðaskóli íslands,
Reykjavík 1978.
Helga lauk mastersgráðu við listaháskól-
ann „San Francisco Art Institute" s.l. vor en
hún hafði þá stundað nám í 5 ár við
skólann. Skólinn í San Fransisco er hundr-
að prósent listaskóli sem kennir engin
nytjalistarfög, en hins vegar eru fögin sem
kennd eru við skólann allmörg. Þau eru:
málun, skúlptúr, grafík, kvikmyndagerð,
ljósmyndun, myndbandagerð, tölvugrafík
og uppákomulist eða „performance art“
og eru öll þessi fög kennd út frá listrænu
sjónarmiði. Inntökuskilyrði í skólann er
stúdentspróf, nám úr listaskóla eða að
hafa náð 25 ára aldri og hafa einhverja
reynslu í viðkomandi grein. Einnig þurfa
umsækjendur að mæta til viðtals og hafa
þá minnst tíu verk með sér. Skólinn er
einkastofhun og skólagjöld mjög há eða
7.600 dollarar á ári. Námið er þannig byggt
upp að í BA gráðu námi eru nemendur
skyldugir til að læra bókleg fög en þau eru:
listasaga, enska, sjónræn hugmyndaffæði,
heimspeki, saga, listagagnrýni og síðan
kennir Angela Davis þriðjaheimssögu.
Verklegt nám er aðalatriði námsins sem er
að mestu leyti sjálfsnám, það er að segja
nemendur starfa í skólanum undir umsjón
kennara sem eru alltaf til staðar til að
leiðbeina og gagnrýna. Þannig fá nemendur
alla þá kennslu er þeir óska eftir, ef þeir
bera sig eftir björginni. Kennarar skólans
eru að sögn Helgu mjög góðir og koma
víða að, t.d. ffá Japan, Evrópu og Banda-
ríkjunum. Tæknileg námskeið eru ekki
haldin sérstaklega, heldur lærir fólk slík
atriði í gegnum vinnu og leiðsögn. Aðhald
Frh. á bls. 51
25. tbl. 1988 VIKAN 47