Vikan


Vikan - 10.11.1988, Qupperneq 48

Vikan - 10.11.1988, Qupperneq 48
Hanna Brekkan, innanhússarkitektúr, Mílanó, ítalia. Fædd 25. nóvember 1964. Stúdent firá Menntaskólanum við Sund. Hanna er nemi á fyrsta ári í innanhúss- arkitektúr við „ISAD“ skólann (Instituto Superiore di Arcitectura e disegno) í Mílanó. Nám þetta tekur þrjú ár og er skólaárið 9 mánuðir án annaskiptingar. ISAD var stofnaður íyrir 7 árum af kennur- um sem störfúðu áður við skólann „Insti- tuto di Europa". Þessi skóli er mjög fjöl- mennur og stór stofnun þar sem kennd eru fjölmörg fög, svo sem fjölmiðlafræði, iðnhönnun, ljósmyndun, auglýsingagerð og innanhússarkitektúr. Kennarahóp þess- um var farin að ofbjóða stærð þessa skóla og ákvað að stofna sérstakan innanhúss- arkitektúrskóla. Inntökuskilyrði er stúd- entspróf eða sambærileg menntun t.d. húsasmíði sem og góð ítölskukunnátta. Ekkert inntökupróf er í skólann en ætlast er til að fólk hafl einhverja reynslu í fag- inu. Hanna hafði lært tækniteiknun á ís- landi og tekið íjögurra mánaða námskeið í innanhússarkitektúr í London. Það eru teknir 25-30 nemendur á ári inn í skólann en sá fjöldi fellur yflrleitt nið- ur í 20 nemendur á þriðja ári vegna mikill- ar síunar á milli ára. Fög sem kennd eru við skólann eru byggingarsaga, og þá sér- staklega 19. og 20. aldarinnar, arkitektar samtímans eru teknir fyrir með aðstoð lit- skyggna og farið er í skoðunarferðir. Að öðru leyti læra nemendur í ISAD skipu- lags- og markaðsffæði, inngang að ítalskri lögfræði, litafræði, efnisfræði, fjarvíddar- og tækniteiknun og inngang að Ijósmynd- un. Þungamiðja námsins er hönnun. Á fyrsta ári eru sett fyrir mörg smærri hönnunarverkefhi þar sem allt snýst um listrænu hliðina og reynt er að ýta undir sköpunargáfu nemenda. Þannig eru nem- endur nokkuð frjálsir í sambandi við tæknilega vinnu á fyrsta ári og velja sjálfir hversu langt þeir fara í útfærslu verkeín- anna. Á öðru ári er hins vegar farið til hlít- ar út í tæknileg atriði, svo sem tækniteikn- un, efnis- og litaval. Farið er út í útlits- hönnun flísa og gólfdúka og annarra slíkra efhisatriða. Nemendur verða að kynna sér markmiðin mjög vel í því sem viðkemur húsgögnum og efhum sem notuð eru innanhúss og skila inn skýrslu með ljós- myndum og greinargóðu efhisyfirliti yfir allt það sem þeir myndu velja í hönnunar- verkefnum í hvert skipti. Ætlast er til að nemendur fari í búðir og velji sér ákveðin efhi og hluti sem þeir skrái síðan á ná- kvæman hátt. Lokaverkefni 3ja árs nema er samkeppni í innanhússhönnun fýrir eitthvert ákveðið fýrirtæki í Mílanó. Sá eða þau sem vinna samkeppnina selja hugmyndina sjálfkrafa til fyrirtækisins. í tilefhi útskriftar eru hald- in lokapróf og sýning á verkum þriðja árs nema. f lokahófið koma yfirleitt blaðamenn og Ijósmyndarar allra helstu tímarita sem fjalla um innanhússkreytingu og hönnun í Mílanó. Hanna segir aðstöðu í skólanum sérlega góða, það er nóg pláss því að húsnæði skólans er stór verksmiðjubygging með færanlegum skilrúmum á milli vinnustofa. Hins vegar er erfitt fyrir námsmenn að búa í stórborg eins og Mílanó vegna gííurlegr- ar dýrtíðar. Húsaleiga er sérstaklega há og ítalir reyna mjög oft að leigja útlendingum fýrir hærra verð en innfæddum. Efhis- kostnaður í skólanum er mikill en hins vegar eru engin skólagjöld. Það er erfitt að fá dvalarleyfi á Ítalíu því allt opinbert kerfi er mjög þungt í vöfum. Erfitt er fyrir út- lendinga að komast inn í bankakerfið og ekki má gleyma pósti og síma á Ítalíu því ekki er hægt að hringja beint til íslands. í hvert skipti sem Hanna þurfti að hringja til íslands í fyrra ffá Flórens, þar sem hún dvaldi við ítölskunám, varð hún að fara á pósthúsið og bíða til að byrja með í langri biðröð. Þegar svo röðin kom að henni var oft ekki hægt að ná sambandi heim og þannig fóru nokkrir klukkutímar oft í ekki neitt. Útlendir nemar komast ekki inn í sjúkrasamlag á ítalíu og þarf fólk því að tryggja sig heima á íslandi. Hanna segir að þrátt fyrir ýmsa erfið- leika kunni hún mjög vel við sig á Ítalíu og við ítali sem henni finnst hlýlegir, líflegir og opnir. Andrúmsloft er mun afslappaðra á Ítalíu en heima. Mílanó er lifandi borg þar sem menningarlíf er í miklum blóma og það eina sem íslendingur þarf að hafa í huga þegar ætlunin er að setjast að á Ítalíu, er það að hann verður að skipta niður í hraða, fara úr fjórða gír og niður í annan eða jafnvel þann fyrsta. 48 VIKAN 25. TBL. 1988
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.