Vikan


Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 49

Vikan - 10.11.1988, Blaðsíða 49
LJósmyndamappan verður að inni- halda 25 myndir af jafnmörgum förðunargerðum Elín Ellingsen, llstförðun, París, Frakklandi. Fædd 20. febrúar 1968. Útskrifuð sem snyrtisérfræðingur. Elín lauk námi í listförðun írá skólanum „Ecole Superieur de Technique de Maq- uillage, Christian de Chauvau" s.l. sumar. Nám í skólanum tekur 9 mánuði og er nær eingöngu verklegt og því er frönskukunn- áttu ekki krafist. Skólinn er rekinn af einka- aðilum en námsgjöld eru ekki mjög há þar sem nemendur sjá um að greiða allan efn- iskostnað sjálflr sem er gífurlega mikill. Kennd er öll möguleg listförðun, það er að segja förðun fyrir klassískt leikhús, austur- lenskt leikhús, kvikmyndir, ljósmyndun, myndbandagerð og ballett. Nemendum eru kennd margs konar mismunandi tæknileg förðunaratriði fyrir kvikmyndir, svo sem hvernig fólk er gert gamalt, hvernig eyru eru stækkuð og hvernig má skapa skrímsli eða beinagrind. f kvik- mynda- og leikhúsförðun er farið í gegn- um öll tímabii ffá um það bil Í920 til dags- ins í dag og læra nemendur þá t.d. að skapa ýmis þekkt andlit kvikmyndasögunnar svo sem Charlie Chaplin, Brigitte Bardot og Twiggy. Þegar kennd er austurlensk leik- húsförðun er nemendum kennd leikhús- saga og farið er nákvæmlega í táknun lita og merkinga er tíðkast í þessu framandi leikhúsi. Nemendur læra að nota vatnsliti á til dæmis líkama fólks og er ýtt undir sköpunargáfu þeirra þar sem þeim er sett það verkefni að skapa listaverk (body painting) með líkamann sem grunnefhi. Námið er þannig uppbyggt að sýnikennsla fer ffam um það bil þrisvar í viku en þess á milii æfa nemendur sig í viðkomandi förðunaratriðum. Kennarar skólans eru 5 talsins og ailir mjög ferir. Þeir eru alltaf til staðar alla daga vikunnar til að fýlgjast með æflngum nemenda, til að leiðbeina þeim og gagnrýna. í marsmánuði byrja nemendur yflrleitt að byggja upp mynd- möppu sem er helmingur af lokaprófi. Ljósmyndari er starfandi við skólann og hann tekur myndir fyrir nemendur ef þeir óska þess en þeir útvega sjálflr filmur og sjá um ffamköllun og prentun og lokafrá- gang allra mynda. Ljósmyndamappan verður að innihalda minnst 25 ljósmyndir af jafnmörgum förðunargerðum. Kennslu lýkur í maílok en próf fara fram í júní. Þá vinnur hver nemandi að þremur gerðum förðunar en þær eru tæknibrelluförðun (special effects), „beauty förðun" og „body painting" eða líkamsmálun. Nem- endur fá ákveðinn tíma til að leysa þessi förðunarverkefni en síðan ganga módelin um svið og þannig er haldin förðunarsýn- ing fyrir dómnefhd sem skipuð er utanað- komandi aðilum frá leikhúsum og tímarit- um Parísarborgar. Ljósmyndamappan sem gildir helming af lokaprófseinkunn er hins vegar dæmd af kennurum skólans. Elín telur skólann vera góðan en þó séu allt of margir teknir inn í upphafi vetrar eða á milli 250 og 300 nemendur. í gegn- um veturinn fellur mikið af nemendum úr námi vegna álags og mikils kostnaðar og einnig eru margir felldir á lokapróflnu þannig að endanlega útskrifast ekki nema rúmlega 100 nemendur. Elín telur sig hafa lært það sem hún ætlaði sér í skólanum en hins vegar hafl henni fúndist mjög baga- legt að tala ekki og skilja ekki nema mjög litla frönsku þar sem öll tilsögn og sýni- kennsla fer fram á því tungumáli. Skólinn aðstoðar ekki nemendur við að fá vinnu að námi loknu, en hins vegar útvegar hann oft vinnu á meðan á námi stendur, til að gefa þeim kost á starfskynningu, en sú vinna er ætíð ólaunuð. Elín segist ekki vera hrifin af því að búa sem námsmaður í París. Námslánin eru lág en það er mjög dýrt að búa í höfuðborg Frakklands. Efniskostnaður er gífurlegur í listförðunarnámi en Lánasjóður íslenskra námsmanna lánar aðeins upp í brot af þeim kostnaði. Elín minntist einnig á hið ótrúlega svifaseina og lélega bankakerfi. Engir vextir eru t.d. greiddir á bankainni- stæður og öll þjónusta í bönkum er léleg, t.d. er ekki hægt að fá afgreiðslu í útbúi banka ef maður opnar reikning í aðal- banka. Starfshættir lögreglu eru oft á tíð- um hinir undarlegust, bæði hvað varðar útlendingaeftirlit og almenna löggæslu. Elín lenti til dæmis einu sinni í því að vera tekin föst og sett í fangelsi heilan dag vegna þess eins að hafa gleymt að skrá númer á farmiðanum sínum í áskriftarkort það er hún notaði í strætisvagna og neð- anjarðarlestir. Elín segist kjósa að starfa utan Frakk- lands og þá helst á íslandi en fara frekar í heimsóknir til Parísar sem ferðamaður því það sé alls ekki þess virði að borða popp og kartöflur allan ársins hring og berjast eins og óður í svifaseinu skrifstofúbákni til þess eins að ná þar frægð og frama. 25. tbl. 1988 VIKAN 49 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.