Vikan


Vikan - 10.11.1988, Qupperneq 50

Vikan - 10.11.1988, Qupperneq 50
ÞANNIG SPARAR ÞÚ Ódýrar kjöt- og fiskbollur Enn sparar hún Vigdís fyrir lesendur Vikunnar. PALLKJARTWISSON Nú eru það Ijúffengar bollur úr kjöti og fiski, Frábœrar kjötbollur Réttir úr kjöthakki eru yfir- leitt firemur ódýrir og hér kemur uppskrift af góðum gamaldagskjötbollum, sem alltaf eru vinsælar. í bollurnar er notað bæði nýtt hakk og saltað. Salkjöts- hakk fæst ekki mjög víða nú orðið en þó fæst það oftast nær í SS búðinni í Austurveri, þar sem það er mjög gott. Pessa uppskrift (eða því sem næst) fékk ég frá tengdamóður minni sem býr til alveg sér- deilis góðar kjötbollur. Við erum sex í minni fjölskyldu þannig að uppskriftin miðast við sex manns, en auðvitað má minnka hana eða stækka eftir þörfum. í bollumar þarf: kr. 300 g saltkjötshakk 400 g lambabakk, J 1 tsk. pipar.................0,50 2 dl mjólk................. 11,00 H2-1 laukur...................6,00 2 dl hveiti ..................8,00 1 msk. kartöflumjöl..........1,00 2 tsk. salt (eftir smekk) .. 0,50 (egg ef vill) í sósuna þarf: kr. vatn........................0 1 tsk. salt.............0,50 2 súputeningar..........1,00 2 msk. hveiti............2,50 Kartöflur sem meðlæti 1 kg. ca. 60 krónur. Rafmagn: 15,00 krónur. Heildarupphæð: 409,35 eða 68,30 á mann Sultu og grænmeti má bera með þessu eftir smekk. Aðferð: Setjið hakk í skál, bæt- ið mjólkinni í og hrærið dug- lega. Lauk, kryddi, hveiti og kartöflumjöli bætt í og hrært nokkuð. Deigið á að vera frem- ur þykkt. Mótið bollur úr deig- inu og steikið þær vel brúnar á pönnu. Setjið í pott og látið vatn með þar til flýtur yfir. Sjóðið í 30—40 mínútur. Sjóðið kartöflurnar á meðan. Bollurn- ar teknar upp úr og sósan löguð. Ef vill má setja sósulit í þá verður hún fallegri á litinn. Ráð frá Selmu: Nýverið fengum við gott ráð frá Selmu Björgvins- dóttur í Vesturbænum hvemig gera ætti sérlega Ijúffenga sósu með kjöt- bollum og við bætum því hér við uppskriftina frá Vig- dísi. Selma sagðist alltaf eiga nokkra tegundir af súpu í pökkum og þar á meðal alltaf uxahalasúpu. Hún setur 2—3 tsk. af uxahalasúpu út í sósuna og síðan 1 tsk. af hverri hinna og 1 súputening. Allir eru mjög hrifnir af sósunni og allt- af að spyrja hvernig hún fái hana svona bragðgóða — og hér með er leyndarmálinu uppljóstrað! Frábœrar fiskbollur Uppskriftin er ætluð fýrir sex. kr.: 5-600 g beinlaust og roðlaust flak.......... 220,00 100 g hveiti..............6,50 5 dl mjólk.............. 27,70 1 lítill laukur eða laukduft..................5,00 2—3 tsk. salt, eftir smekk . 0,50 pipar eftir smekk 2 tnsk. kartöflumjöl..1,50 261,20 rafmagn............... 10,00 271,20 U?n 45 krónur á mann. Aðferð: Hakkið fiskinn, setjið hakkið í hrærivél og hellið mjólkinni saman við. (Einnig er hægt að nota blandara og þá þarf ekki að hakka fiskinn, aðeins skera í bita). Hrærið góða stund eða þar til hakkið er orðið stinnt. Nú má láta kryddið og mjölið saman við. Hrærið þar til allt hefur blandast vel. Hitið pönnu og steikið frem- ur litlar bollur. Ef vill má bera íram sósu með steiktu bollun- um. kVIKAN/FRAMANDI UPPSKRIFTIR 19 OG 20 Grœnmeti og bláber A ð þessu sinni birtum við uppskriftir af grænmetisrétti sem Þorkell Garðarsson, JL JL matreiðslumaður á Lækjarbrekku útbjó. Úrvalið af grænmeti er enn töluvert og því auð- velt að búa til gómsætan grænmetisrétt sem þennan, auk þess hann er afar hollur. Við kynnum einnig nýjan Framandimann, Bjarka I Hilmarsson, sem dró bláber, sem hann tíndi í sumar, upp úr frystikistunni og bjó til afar ljúffengan aðalbláberjaís með skyrsósu... spenn- andi. Bjarki hóf námið árið 1983 á Hótel Sögu, þaðan fór hann á veitingastaðinn Kvosina og lauk þaðan námi árið 1987. Frakkland seiðir margan matreiðslu- manninn til sín og einnig Bjarka, en hann hélt beint til Nimes á Restaurant Alexandre til frek- ari þjálfúnar og var þar til áramóta 1988. Þá lá leiðin til Bordeux á veitingastaðinn Le Rouzic þar sem hann vann í 1 Vi mánuð og síðan aftur á Alexandre. Hilmar kom svo heim í vor og vann í afleysingum á Lækjarbrekku. Síðan hefur hann starfað á Holiday Inn, en útþráinni heftir hann ekki enn svalað því eftir áramót segist hann ætla í frekari þjálfun erlendis og þá annaðhvort Frakklandi eða Tahiti! Skemmtilegast þykir Hilmari að búa til eftirrétti, enda fékk hann mikla þjálíún í þeim í Frakklandi og einnig paté. 50 VIKAN 25. TBL. 1988
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.