Vikan


Vikan - 10.11.1988, Qupperneq 60

Vikan - 10.11.1988, Qupperneq 60
Hanna ruddist inn í skrifstofu prestsins, föt hennar voru í tœtlum og sjdlf var hún eins og lifandi fuglahrœða. - Faðir öskraði hún, - ég hef búið hér alla œvi og hér vil ég fö að deyja. Ldttu þd grafa gröf og jarða mig strax. Það getur ekki kviknað í kirkjugarðinum. um hávetur. Öll gatan getur logað upp af einum neista og brunnið til ösku. Hanna reyndi að hylja líkama sinn með sjali, en eldurinn komst í það og kögrið brann, rétt eins og það væri smákerti. Karlmennirnir börðust við eldinn alla nóttina. Sumir voru alveg yfirkomnir af reyknum. Þetta voru ekki venjulegir Iogar, þetta voru púkar hins illa. Næsta morgun fór aíitur að brenna. Rúmföt Hönnu brunnu, eins og kviknað hefði í þeim af sjálfsdáðum. Þann dag heimsótti ég Hönnu. Það var ljót sjón. AJIt var meira og minna götótt og brunnið. Brauðhleiíúr í trogi var eins og kolamoli. Logandi kústskaft hafði hrokkið í rusla- fötuna. Það var eins og eldtungur hefðu sleikt allt. Guð hjálpi okkur, þetta voru töfrabrögð hins illa. Hanna hafði alltaf sagt öllum að fara til fjandans, nú hafði íjandinn snúið sér að henni. En einhvern veginn tókst að kæfa eldinn. íbúar Slátraragötu sögðu prestin- um að ef Hanna yrði ekki fjarlægð úr göt- unni þá tækju þeir til sinna ráða. Allir voru hræddir um sjálfa sig, eigur og börnin. Enginn þeirra vildi greiða fyrir annarra syndir. Hanna fór að húsi prestsins og hrópaði: — Hvert á ég að fara? Morðingjar, ræningjar, skepnur! Hún varð hás eins og kráka. Meðan hún stóð þar kviknaði í höfuðklúti hennar. Þeir sem ekki sáu það geta aldrei gert sér í hugarlund hvernig þetta var, hvað djöfl- arnir geta gert. Meðan Hanna var að þrasa við prestinn logaði allt í einu aftur í húsi hennar. Brunaliðar komu strax á vettvang, en engu var hægt að bjarga, þar stóð ekkert eftir nema reykháfurinn og öskuhrúga. Síðan hélt Hanna því fram að nágrann- arnir hefðu kveikt í kofa hennar. En það var ekki satt, enda hefði enginn þorað að gera það vegna hinna húsanna, sérstaklega þegar hvasst var. Það var fjöldi fólks sem hafði séð brunann. Logarnir voru eins og maður með sítt hár og það var eins og hann veifaði handleggjunum og öskraði tryllingslega og svifi svo upp í skýin. Þá var það að Hanna var kennd við eld- inn og kölluð Eld-Hanna, þangað til hafði hún verið kölluð Svarta-Hanna. Þegar svo var komið fyrir Hönnu að hún átti ekki þak yfir höfúð sér, þá reyndi hún að komast inn á elli- og fátækraheimilið. En þeir gömlu og fátæku neituðu að taka á móti henni. Það langar engan til að brenna lifandi. í fyrsta sinn varð Hanna þögul. Góðhjartaður viðarhöggsmaður tók Hönnu inn á heimili sitt. Þegar hún gekk yfir þröskuldinn kviknaði í axarskafti hans 58 VIKAN 25. TBL. 1988 og þar með fékk hún ekki inngöngu. Hún hefði frosið í hel um nóttina ef presturinn hefði ekki miskunnað sig yfir hana. Prest- urinn átti skála, ekki langt frá prestssetr- inu, sem hann notaði við hátíðleg tækifæri, eins og uppskeruhátíðina. Þakið var úr hlerum sem hægt var að opna á víxl eða alla í einu. Sonur prestsins kom þarna fyrir litlu eldunartæki svo Hanna gæti eldað og yljað upp hjá sér. Kona prestsins setti upp rúm sem hún fyllti með hálmi og lét dýnu ofan á og svo gaf hún henni einhver rúmföt. Það var ekkert annað að gera. Gyðingar láta ekki náunga sína deyja af vosbúð og hungri. Þeir vonuðu líka að djöflarnir bæru virðingu fyrir húsi sem notað var til hátíðahalda. Presturinn átti ekki spjald með hinum heilögu orðum til að festa á dyrakarminn, en hann hengdi helgimynd á vegginn í staðinn. Þorpsbúar vildu færa henni mat en kona prestsins sagðist geta gefið henni það litla sem hún þyrfti. Vetrarkuldinn lagðist yfir rétt eftir upp- skeruhátíðina og hélst fram á þakkarhátíð, sem haldin var til minningar um það að gyðingar voru leystir úr ánauðinni í Baby- lon. Húsin snjóaði í kaf og maður varð að moka sig út úr þeim með skóflu. Hanna lá allan daginn í rúminu. Hún var ekki sú sama; hún var ljúf eins og lamb. Þó skein illskan úr augum hennar. Sonur prestsins kveikti upp eldinn hjá henni á hverjum morgni. Hann sagði frá því í lærdómshús- inu að Hanna væri í rúminu allan daginn, vafin innan í fiðursængina, og segði aldrei orð. Kona prestsins stakk upp á því að hún kæmi inn í eldhúsið til sín, jafhvel að hún hjálpaði til við heimilisstörfin, en Hanna neitaði því. — Ég vil ekki láta neitt koma fýrir bækur prestsins. Það var hvíslað um það í þorpinu að hinir illu andar hefðu yfirgefið hana. Um það leyti sem þakkarhátíðin var haldin varð skyndilega hlýtt. ísinn bráðn- aði og áin flaut yfir Brúarstræti. Þeir fá- tæku eiga bágt, en aldrei eins og þegar flóðin koma og allt lauslegt fer á flot. Það varð að setja fleka yfir Brúarstræti svo hægt væri að komast yfir það. Bakarinn var nýbyrjaður að baka brauðin og undirbúa hátíðahöldin, sem haldin voru í minningu um að gyðingar Iosnuðu úr nauðinni í Egyptalandi, en hveitisekkirnir blotnuðu og hveitið varð ónýtt. Svo heyrðist skyndilega óp frá húsi prestsins. Hátíðaskálinn var alelda eins og ljósker úr pappír. Það skeði um miðja nótt. Síðar sagði Hanna frá því að eldleg hönd hefði komið frá þakinu og tendrað eld um allt húsið á örskammri stund. Hún greip ábreiðu til að verja sig með og hljóp út í garðinn, sem var ekkert nema leðja, skrið- nakin. Gat presturinn gert nokkuð annað en að taka hana inn til sín? Konan hans hætti að sofa á nóttunni. — Ég ætti ekki að gera þér þetta, sagði Hanna við prestinn. Jafnvel áður en hátíðaskálinn brann hafði Taube, dóttir prestsins, tekið saman föggur sínar til þess að vera við öllu búin ef eld bæri að garði. Næsta dag kölluðu öldungarnir saman til fúndar. Þar var mikið þrefað og þeir gátu ekki komist að niðurstöðu. Einhver stakk upp á því að Hanna yrði flutt til ann- ars bæjar. Hanna ruddist inn í skrifstofú prestsins, föt hennar voru í tætlum og sjálf var hún eins og Iifandi fuglahræða. — Faðir, öskraði hún, — ég hef búið hér alla ævi og hér vil ég fá að deyja. Láttu þá grafa gröf og jarða mig strax. Það getur ekki kviknað í kirkjugarðinum. Hún var búin að fá málið aftur og allir voru undrandi. Reb Zelig, pípulagningamaðurinn, var staddur á fúndinum. Hann var góður mað- ur og hann bauðst til þess að lokum að byggja hús yfir Hönnu, byggja það úr múr- steinum því þeir eru ekki eldfimir. Hann sagðist vilja gefa vinnu sína ef aðr- ir legðu efnið til. Þaksmiðurinn vildi gera þakið endurgjaldslaust. Hanna átti lóðina, þar sem brunarústirnar voru og reykháfúr- inn stóð ennþá. Það tekur venjulega fleiri mánuði að koma upp húsi, en hús Hönnu var reist á skömmum tíma því margir lögðu hönd að verki. Piltar frá lærdóms- húsinu hreinsuðu lóðina, skólabörnin báru steina. Piltarnir úr prentskólanum hrærðu steypu. Feival, gluggasmiðurinn, smíðaði gluggapóstana. Og eins og máls- hátturinn segir: Fjöldinn er aldrei fátækur. Ríkur maður, Reb Felik, gaf tin í þakið. Á stuttum tíma var þetta orðið að húsi. Reyndar var þetta skúr með moldargólfi, en hún þurfti heldur ekki mikið. Hönnu var gefið járnrúm með hálmdýnu og fiður- sæng og úr fátækrasjóðnum fékk hún mat- væli, já, hún fékk líka mataráhöld og diska. Það var eitt sem allir voru sammála um og það var að hún fengi ekki aðgang að þakk- arhátíðinni. Á leiðinni þangað leit einhver inn um gluggann til hennar, þar var engin hátíð, engin kerti. Hanna sat á bekk og nagaði gulrót. En enginn getur sagt fyrir um atburðina. í fýrstu heyrði Hanna ekkert ffá Mindel, dóttur sinni, sem hafði farið til Ameríku. Þeir gömlu sögðu: Handan við hafið er annar heimur. Fólkið fer til Ameríku, það gleymir foreldrum sínum, já, það gleymir jafnvel gyðingatrúnni, Guði. Árin liðu og ekkert heyrðist frá henni. En það sýndi sig
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.