Vikan


Vikan - 10.11.1988, Qupperneq 65

Vikan - 10.11.1988, Qupperneq 65
<s Unglingarnir spyrja... VIKAN, Pósturinn, Háaleitisbraut I.Postholf 5344,105 Reykjavík Pabbi hennar lemur hana þá, eins og svo oft áður! Kæri póstur! Við erum hérna tvær vin- konur í miklum vanda staddar. Þannig er mál með vexti að önnur okkar, X, er 16 ára og hún er ófrísk eftir strák sem hún þekkir ekkert, veit bara hvað hann heitir. Hún lenti í partýi með honum og hún var fúll. Þau fóru svo inn í her- bergi og höfðu samfarir. Síðan hafa þau ekki sést. Hún þorir ekki að segja pabba sínum þetta (mamma hennar er dáin) vegna þess að hann myndi fá kast og berja hana eins og svo oft áður. Hvað á hún að gera? Þú verður að hjálpa henni. Svo er það ég sem við skul- um kalla Z. Ég er búin að vera með mörgum strákum, en hef þó aðeins einu sinni gert það. Mér fannst það svo sárt og það blæddi svo mikið að ég hef ekki þorað að hafa samfarir aftur. Heldurðu að það verði jafn sárt? Einu sinni var ég með strák sem vildi að ég kæmi með sér inn í herbergi, en ég sagði nei. Og hann hætti þá með mér bara út af því. Gefðu okkur báðum góð ráð. XogZ Nú er illt í efni þykir póstin- um. Vinkona þín verður strax að tala við einhvem um vandamál sitt. Best vœri fyrir hana að tala við einhvem œtt- ingja, á hún enga góða móð- ursystur? Anrtars getur hún hringt í Rauða kross húsið í síma 622260, þar er alltaf ein- hver sem er tilbúinn að veita unglingum ráð og getur sagt X hvert best erfyrir hana að snúa sér nœst — fái hún enga aðstoð hjá sínum nán- ustu. Varðandi þig, kœra Z, þá er hætt við að sársaukinn verði til staðar ncest. Póstinum finnst gott hjá þér að neita strákunum, enda hafa þeir sem aðeins vilja fá það hjá þér engan áhuga á þér sem þer- sónu — bara sem einhverri sem hœgt vceri að nota. Pú ert lík- lega það ung að þú hefur tím- ann fyrir þér og þegar þú ert orðin eldri og þroskaðri geturðu betur dœmt um það hvort strákur hafi virkilega áhuga á þér. Hugsaðu út íþað hvað vœri leiðinlegt fyrir þig, þegar að því kœmi að þú hittir þann sem þú vildir vera með alltaf og hann frétti að þú hefðir sofið hjá öðrum hvetjum strák í bcenum - haltu heldur áfram að segja nei. Söngvarinn í hljómsveitinni Herramenn Kaeri póstur! Ég vona svo innilega að þú getir hjálpað mér. Ég er alveg rosalega hrifin af strák í hljóm- sveitinni Herramönnum (söngvaranum), en ég á heima svo langt í burtu frá honum að ég get ekki séð hann. Ég fór á ball með hljómsveitinni ný- lega og þá fannst mér hann alltaf vera að horfa á mig og syngja til mín. Þegar hléið kom fór hann út í sal að tala við eitthvert fólk og mér fannst hann alltaf vera að benda á mig. Verst er að hann á kærustu í sínum heimabæ. Ég vona að einhverjir vinir hans sjái þetta bréf og segi honum frá því, en hann veit ekki hvar ég á heima svo við getum ekki hist. Ekki segja mér að gleyma honum, hann er svo æðislegur. Hvernig á ég að ná í hann? Ein að deyja úr ástarsorg Eina ráðið sem þósturinn getur gefið þér er að þú reynir að stunda böllin þar sem hljómsveitin spilar — þar sem þú og „Herramaðurinn" getið þá sést. Hafi hann áihuga á þér, kemurþað strax í Ijós - ef ekki þá VERÐURÐU að gleyma honum. P.s. Passaðu svo að láta ekki nota þig! Vil ekki heyra að ég sé á einhverju skeiði Kæri póstur! Ég skrifa þér í von um að fá einhverja hjálp. Ég bý úti á landi og er í vanda. Heimilis- fólkið tekur aldrei neitt mark á mér. Alltaf þegar ég kem með athugasemd eða segi eitthvað þá er gert óspart grín að mér, í viðurvist allra. Nú er ég því hætt að taka þátt í samræðun- um og segi ekkert. Þá tala þau um hvað ég tali lítið. Þegar ég er með öðrum krökkum þá stama ég bara og fer hjá mér. Mér flnnst ég utan- veltu þegar taka á einhverjar ákvarðanir, því þá er ekki spurt um mitt álit. Ég vil helst ekki fá þannig svar að ég sé á ákveðnu skeiði (12-15 ára, en ég er 14 ) því ég hef fengið nóg af svoleiðis kjaftæði ffá hinum og þessum og að það gangi yfir. Sjálfsagt er ég á einhverju ákveðnu skeiði, en er ég eitthvað ómerkilegri persóna fyrir því? Börn og unglingar eru og verða alltaf minni per- sónur en þeir eldri, að minnsta kost að þeirra mati. Jæja, kæri póstur, ég vonast eftir svari ffá þér. Með kærri kveðju og þökk, Frá mér. Pósturinn þakkar ÞÉR kœr- lega fyrir bréfið. Það er bæði vel skrifað og tiltölulega villu- laust, sem er afar sjaldgæft með bréf tilpóstsins. Þig skortir eflaust sjálfstraust og ert við- kvæm og þess vegna tekur þú það nœrri þér þegar fólk tekur ekki tillit til þín og skoðana þinna. Pósturinn getur ekki betur séð en að þú sért mjög skynsöm manneskja, þó ungsé — og þú getur verið alveg viss um að mörgu fullorðnu fólki finnst mikið til ungs fólks koma, sýniþað með jramkomu sinni eða öðru aðþað eigiþað skilið. Hvemig vœri að þú tœkir þig til í smá tíma og fylgdist sérlega vel með því sem er að gerast umhveifis þig — fréttum, því sem hinir eru að gera, vin- sældalistum útvarpsstöðv- anna og öðm sem flestir hafa áhuga á. Þannig að þegar þú tekur þátt í umræðunniþá vit- irðu nákvœmlega um hvað verið er að ræða - jafnvel bet- ur en hinir - og þá getur eng- inn gert grín að þér, þess í stað gœtirðu öðlast virðingu hinna (en passaðu þig að fara ekki að sýnast og ofmetnast yfir því að vita betur af því þú hefur fylgst vel með - þá verðurðu leiðinleg). Ef þú stamar mjög mikið þá þarftu að fara í tal- tíma, en ef stamið er vegna þess að þú ert óstyrk þá gœti það lagast við aukið sjálfs- traust. Flestir krakkar tala allt- of hratt þannig að erfitt er að skilja þau, athugaðu hvort þetta á við þig. Þú talarþá eða lest eins ogþér er eðli/egt inn á segulband og hlustar á það á eftir. Þá heyrirðu hvori þú þarft að laga eitthvað. Æfðu þig þá þar til það lagast. Póst- urinn vonarað þú getirnotað þessi ráð og gangi þér vel. 25. tbl. 1988 VIKAN 63
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.