Vikan


Vikan - 10.11.1988, Side 66

Vikan - 10.11.1988, Side 66
Ríkidœmi Eiísabetar II Bretadrottningar Auðugasta amma veraldar Tfu ára gömul var hún þriðja í ríkiserfðum og framundan virfist iðjulítil œvi við hirð föðurbróður hennar Játvarðar VIII - en þá tók hann skyndilega þá örlagaríku ákvörðun að fórna konungdómnum á altari ástarinnar og kvœnast konunni sem hann elskaði. Við konungdómnum tók Georg VI faðir Elísabetar og nú, rúmlega hálfri öld síðar, er Elísabet II ekki aðeins vinsœlasta drottningin í sögu Bretlands, heldur líka amma og sú auðugasta í gjörvallri veröldinni. TEXTI: ÁRNI SIGURÐSSON Rikasta kona heims er drottning — hennar hátign Elísabet II . Bretadrottning, sex- tugasti og þriðji þjóðhöfðingi Bretaveldis. Hví skyldi nokk- urn undra þó svo sé? Er það nú ekki einu sinni svo, að í ævin- týrunum hrökkva demantar af prinsessuhvörmum? Auðvitað gerist það þó bara í ævintýr- um. Svarið er að finna í nagl- föstum raunveruleikanum. Auðæfi Elísarbetar II Breta- drottningar er afleiðing for- sjállar fjárfestingar á hluta- bréfamörkuðum og í íasteign- um. Þar hefiir svo sannarlega tekist vel til, því auðæfi drottn- ingarinnar nema að því talið er um 8,7 milljörðum bandaríkja- dala, sem er, eftir að hafa verið umreiknað í okkar gengissigna gjaldmiðil rétt rúmir 420 milljarðar króna. Drottningin hefur lifað ham- ingju- og viðburðaríka ævi. Hún er sífellt á faraldsfæti og hefur farið í yfir 100 ferðalög og opinberar heimsóknir til landa um víða veröld. Hún nýtur drottningarhlutverksins út í ystu æsar og hún uppsker ávexti áhuga síns margfalt, því hún er vinsælasta drottning Bretlands fyrr og síðar, að Viktoríu sjálfri meðtalinni. Það er ekki létt verk að henda reiður á auðæfum drottningarinnar. Draga verð- ur skörp skil á milli þess sem tilheyrir krúnunni og hennar persónulegu einkaeignar. Krúnugripirnir og bústaðir drottningar, Buckingham höll, Holyrood kastali og Windsor kastali tilheyra drottningunni á svipaðan hátt og Bessastaðir tilheyra Vigdísi Finnbogadótt- ur forseta, þ.e.a.s. drottningin hefur á þeim ábúðar- og af- notarétt, en á þá ekki í eigin- legum skilningi. Hún nýtur Iíka stórkostlegustu forrétt- inda sem nokkurri dauðlegri veru geta hlotnast utan ódauðleikans — hún er undan- þegin skatti. Hún þarf því hvorki að telja ffam eignir sín- ar né tekjur. Skattfrjáls auðœfi Skartgripasafn Elísabetar, þ.e. þeir gripir sem eru í einka- eigu hennar, vekur undrun og aðdáun. Það samanstendur af 14 kórónum, 11 smákórónum, ótölulegum fjölda demanta, rúbínum og smarögðum. Hún á eitt stærsta safn Fabergé eggja i heiminum, þar af tvö ffægustu eggin, auk þess sem listaverkasafn krúnunnar er viðamikið, þ.á m. 900 teikning- ar eftir Leonardo da Vinci auk málverka eftir þekkta meistara á borð við Michelangelo, Raf- ael, Rúbens og Rembrandt. Þessi auðæfi sem hún hefur að mestu hlotið að erfðum (skattfrjálst) ffá forfeðrum sín- um varpa ffekar ljósi á dýran smekk þeirra, sérstaklega Vikt- oríu og Alberts, heldur en drottningarinnar sjálffar. Elísa- betu kæmi aldrei til hugar að selja þau, eða einhvern hluta þeirra, þar sem hún álítur að þau tilheyri þjóðinni ekki síð- ur en sér persónulega. Það má því segja að hún sé í hlutverki nokkurs konar minjavarðar. Formlega séð á hún auðæfin og gæti ráðstafað þeim eftir því sem henni þóknaðist en í raun réttri er aðalhlutverk hennar að varðveita þau þar til þau komast í hendur komandi kynslóða, sem hluti drottning- ararfleifðarinnar. Að baki virðu- legri framhlið drottningar- dómsikns, sem birtist í minja- varðarhlutverki Eh'sabetar, slær kappsamt hjarta kaupsýslukon- unnar sem stundar umfangs- mikil verðbréfa- og fasteigna- viðskipti í gegnum fésýslufýr- irtæki sem sjá um viðskiptin að fyrirmælum drottningarinnar. Kappsöm kaupsýslukona Drottningin er áköf hesta- kona og á tugi úrvalsgæðinga sem metnir eru á tugi ef ekki hundruð milljóna króna. Fyr- ir rúmum 5 árum keypti þjóð- höfðingi Sáttarstrandarríkj- anna (Dubai) verðlaunagæð- ing af drottningu fyrir hálft hundrað milljóna króna. Lan- caster hertogadæmið er í einkaeigu drottningar. Það gaf henni ríflega hundrað milljón- ir króna í skattlausar leigutekj- ur á síðasta ári. Elísabet er einn stærsti lóðareigandinn á Man- hattan eyju, þar sem er mið- borg New York, en þar er lóð- arverð hvað hæst í gjörvallri veröldinni. Að auki á hún mikl- ar jarðeignir í Frakklandi og Vestur-Þýskalandi. Á heima- slóðum hennar í Bretlandi á hún Sandringhamsetrið, sem er 274 herbergja kastali í Nor- folk og 20 þúsund ekrur um- hverfis hann, og Balmoralkast- ala sem stendur á 50 ekrum lands í Hálöndum Skotlands. Samtals eru auðæfi drottningar, sem bundin eru í skartgripum, listaverkum, verðmætu frí- merkjasafhi og bókasafni, gæðingum og fasteignum, met- in á ríflega 4 milljarða banda- ríkjadala, tæpa 200 milljarða króna, sem er um helmingur auðæfa drottningar. Hinn helmingurinn er bundinn í hlutabréfum og sveipaður mikilli dulúð. Skattlausar tekj- ur hennar af þeim nema tug- um milljóna bandaríkjadala ár- lega, sem hleypur á milljörð- um í íslenskum krónum talið. Elísabet II Bretadrottning veit því greinilega vel hvernig hún ávaxtar best sitt pund — í orðs- ins fýllstu merkingu. □ 64 VIKAN 25. TBL.1988

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.