Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 6

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 6
Ég er sjúklega bjarlsýn Rœtt við Silju Aðalsteinsdóttur, fyrstu konuna sem ritstýrir íslensku dagblaði TEXTI: SVALA JÓNSDÓTTIR LJÓSM.: PÁLL KJARTANSSON „Er þetta nokkuð merki- legt?“ spyr hún þegar ég hringi og falast eftir viðtali í tilefhi ráðningarinnar. „Þjóðviljinn er nú ekki svo merkilegt blað. Mér fannst miklu merkilegra þegar mér var boðið að rit- stýra tímariti Máls og menningar á sínum tíma, en enginn sýndi nokkurn áhuga á því.“ Á endanum tekst þó að sannfæra hana um að ráðning fyrstu konunnar í ritstjórastól dagblaðs hljóti að vera svolítið merkileg og við mælum okkur mót heima hjá henni. Bleik í gegn Silja kemur til dyra í yfir- lætislausu raðhúsi í Laugarnes- hverfinu. Hún er lágvaxin og fíngerð, einhvern veginn hafði ég búist við mun hærri konu. Hún er með slétt, fremur stutt hár, kringlótt gleraugu og að sjálfsögðu í rauðum sokkum. Röddin er þýð og örlítið hás, með þessum fallega norð- lenska ffamburði sem útvarps- hlustendur kannast eflaust vel við. Við fáum okkur sæti í stof- unni og þegar ég litast um í íbúðinni vekur það athygli mína hvað bleikt er ráðandi lit- ur í húsbúnaðinum. Veggirnir í forstofunni eru fölbleikir, gluggatjöldin í stofúnni og báðir sófarnir eru í dökkbleik- um og vínrauðum tónum. Sjálf er Silja klædd í bleikan og svartan bol og er með bleikan og gráan klút um hálsinn. Sess- an á ruggustólnum sem hún situr í er meira að segja bleik! Bleikur litur hefúr oft verið notaður til að tákna sósíalisma, eins og rauður kommúnisma og biár íhaldssemi. Það liggur því beint við að spyrja hvort bleikur sé hennar uppáhalds- iitur. ,Já, ég hugsa að hann sé það,“ segir hún eftir svolitla umhugsun. „Ég rakst nýlega á hefti af bandaríska tímaritinu Cosmopolitan og þar var spurningalisti sem bar yflr- skriftina „Ertu bleik í gegn?“. Mig minnir að ég hafi fengið 100 stig! Annars er gamli vínrauði sóflnn okkar uppáhaldshús- gagn og eina almennilega hús- gagnið sem við eigum. Við keyptum hann á fornsölu 1972, en hann kom hingað til lands með Guilfossi, í hans fýrstu ferð árið 1915. Sóflnn hefur síðan ráðið öllu litavali og niðurröðun húsgagna. Ég er búin að standa í að betr- umbæta heimilið í allt haust. Við keyptum þetta hús fyrir sex árum en vorum svo blönk að við gátum lítið gert fyrir það fýrr en nú.“ Óstýrilátur unglingur Silja er fedd í Eyjafirði haustið 1943 og þaðan hefur Fyrsta konan sem ráðin er ritstjóri dagblaðs á íslandi, Silja Aðalsteinsdóttir, tók til starfa á Þjóðviljanum nú um áramótin. Hún er cand. mag. í íslenskum bókmenntum og hefur verið ritstjóri tímarits Máls og menningar undanfarin ár. Silja er einnig landsþekkt fyrir þýðingar á erlendum skáldsögum, einkum unglingabókum, sem hún hefur margar lesið í útvarp.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.