Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 32

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 32
EKKIER ÖLL VITLEYSAN EINS Hrakiallabálkar Hafið þið heyrt hvað kom fyrir manninn sem var að hífa 100 kílóa hlass ofan af 4. hœð, eða um eðlisfrœðinginn sem var að kveikja upp í arninum heima hjá sér og endaði í Ijósum logum úti í garði, eða óheppna biðil- inn sem hellti bleki í fína gólfteppið og kramdi heimiliskött- inn til bana? Ef ekki lesið þá um þessa hrakfalla- bálka og aðra í eftirfarandi grein. ÞORSTEINN EGGERTSSON ið hafið kannski heyrt um byggingaverka- manninn sem ætlaði að hífa hundrað kílóa hlass ofan af í)órðu hæð húss sem verið var að byggja. Hann var sjálfúr niðri á jörðinni en uppi á fjórðu hæð var maður sem ýtti körfunni, sem hífa átti niður, fram af gólfbrúninni. Mann- greyið sem hélt í spottann niðri var ekki nema tæp áttatíu kíló — tuttugu kílóum léttari en karfan — svo að hann þaut upp um leið og karfan þaut niður. Á miðri leið fór hann úr axlarliðnum þegar hann mætti körfúnni þvi hún rakst í öxlina á honum. Hann þaut þó áffam upp og rak hausinn harkalega í taliuna þegar hann var kominn alla leið en á sama tíma skall karfan á jörðina með þeim af- leiðingum að botninn fór úr henni. Við það var hún orðin léttari en maðurinn og þaut upp — en um leið dúndraði maðurinn niður og mætti henni aftur á miðri leið. í þetta sinn rakst karfan í afturendann á honum með ófyrirsjáanleg- um afleiðingum. Manngreyið skall nú á jörðina. Við það varð 32 VIKAN 2.TBL.1989 hann svo vankaður að hann sleppti bandinu, en harkaði af sér, stóð upp og hristi hausinn. En um leið og hann hafði sleppt bandinu hrapaði karfan enn einu sinni niður og lenti á hausnum á honum þannig að hann steinrotaðist. Sagan hér á undan er orðin nokkuð gömul og hefur birst í svo mörgum og mismunandi útgáfúm að ómögulegt er að segja hvaðan hún er upprunn- in eða hvort hún er sönn eða ekki. En hér á eftir koma nokkrar staðfestar frásagnir af ósviknum hrakfallabálkum. Eðlis- kveikir upp í arninum Árið 1972 kveikti eðlis- fræðingur nokkur, Derek Lang- borne að nafhi, firá smábænum Upton á Englandi, eld í kamín- unni sinni — einu sinni sem oftar. Svo brá hann sér út til að fylla kolafötuna. Þegar hann kom inn aftur tók hann eftir því að logandi spýtukubbur hafði oltið úr kamínunni og kveikt í eldiviðarkassanum. Hann tók því upp logandi kass- ann og fór með hann út í garð. Á leiðinni út straukst kassinn við gluggatjöldin á útihurðinni og þegar hann sneri til baka sá hann að hurðin og gardínurnar stóðu í Ijósum logum. Hann ætlaði þá að hringja í slökkviliðið en varð þá litið út um gluggann og sá að eldurinn í eldiviðarkassanum hafði breiðst út og kveikt í bílnum hans. Hann skellti sér í frakk- ann sinn, þaut út með fulla vatnsfötu og ætlaði að slökkva í bílnum en hrasaði þá um hálf- fúllan bensínbrúsa. Nágrann- arnir höfðu nú tekið eftir því að ekki var allt með felldu í garði Langbornes og hringdu í slökkviliðið. Þegar það kom loksins sáu þeir veslings mann- inn hlaupa um garðinn sinn í frakka sem stóð í Ijósum logum. Seinheppni biðillinn sem settist á heimilis- köttinn Annar Breti, sem var kenn- ari að atvinnu, ætlaði að biðja sér konu árið 1900. Sú útvalda hét Gwendolin og var dóttir efiiaðra foreldra í Sussex. Þá varð það eina helgi að kennar- inn ungi setti í sig kjark og heimsótti fjölskylduna á sveitasetur hennar. Hann fékk að gista um nóttina og daginn eftir ætlaði hann að bera upp bónorðið. Um þrjúleytið um nóttina vaknaði hann sárþyrst- ur og skreið framúr til að ná sér í glas af vatni. Þegar hann þreifaði sig áfram í myrkrinu tók hann eftir því að hann rakst á eitthvað sem datt í gólfið. Þegar hann vaknaði um morguninn sá hann, sér til mikillar skelfingar, að hann hafði fellt niður blekbyttu og innihald hennar hafði eyðilagt ómetanlegt gólfteppi firá fjórt- ándu öld, en teppið var ein- mitt eftirlætis dýrgripur til- vonandi tengdamóður hans. Hann lét sig því hverfa all snar- lega, án þess að sjá ffiaman í elskuna sína. Þegar allt uppistandið út af teppinu var um garð gengið herti kennarinn aftur upp hug- ann og hugðist gera aðra til- raun. Hann ætlaði sér að fara mjög varlega í þetta sinn, svo hann ákvað að hitta stúlkuna um hábjartan dag og ræða að- eins við hana í nokkrar mínút- ur. Hann hitti móður Gwend- olínar og spurði hvort hann mætti tala við dóttur hennar. Meðan sú gamla brá sér úr stofunni, settist hann á eitt- hvað sem hann hélt að væri púði. En það var þá heimilis- kötturinn - sjaldgæft og fok- dýrt kattarafbrigði frá Peking — og lifði ekki af þessa undarlegu meðferð. Kennarinn sneri aft- ur heim án þess að sjá stúlk- una. Þau giftust bæði - en ekki hvort öðru. Victor Borge og 7-up formúlan Dansk-ameríski grínistinn Victor Borge sagði einhvern- tíma eftirfarandi sögu um sein- heppinn föður sinn — en auð- vitað er sagan uppspuni: „Faðir minn var alltaf að finna upp eitthvað gagnlegt. Einu sinni fann hann upp mjög kröftugt yngingarmeðal. Það varð vinsælt um tíma vegna þess að þeir sem tóku það inn yngdust um ein fimmtán, tuttugu ár. En þessu gátu fylgt ófyrirsjáanlegar aukaverkanir. Frændi minn tók til dæmis inn einn skammt af þessu og það lá við að hann steindræpi sig á því. Hann var aðeins átta ára gamall. Svo fluttum við öll til Banda- ríkjanna í seinni heimsstyrj- öldinni og pabbi hélt áffiam að finna upp ýmislegt. Sú upp- finning sem hann lagði mesta rækt við var svaladrykkur sem hann nefndi 5-Up. Þetta var tímaffiek uppfinn- ing og af þvt að við vorum ekki mjög efnuð lagði hann hana á hilluna um tíma og fór að vinna fyrir sér sem daglauna- maður. Smám saman hafði hann þó önglað saman það miklum peningum að hann tók aftur til við svaladrykkinn og kallaði hann nú 6-Up. Hann var alveg viss um að þetta væri frábær svaladrykkur svo hann eyddi öllum peningunum sín- um í að koma honum á markað. Á endanum varð hann i : i

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.