Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 44

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 44
I MIÐRI VIKU vÉg vissi alltaf að ég ætti tvíbura" Andrea: „Ég unni tvíburasystur minni mjög mikið og þó vissi ég að ef til vill fyndi ég hana ekki. Hún vissi ekki einu sinni að ég var til. Það varð mitt helsta takmark í lífinu að hafa upp á henni." Barbara: „Ég óskaði þess alltaf að ég œtti systkini þegar ég var að alast upp. Ég held að ég hafi ósjálfrátt verið að leita að einhverjum - einhvers staðar. Mér fannst ég aldrei vera fullkomin manneskja, en ég vissi ekki hvers vegna." KRISTINN JÓNSSON ÞÝDDI Saga Andreu: Jafnvel sem barn í Stuttgart, Vestur- Þýskalandi, þar sem ég fxddist, vissi ég að einhvers staðar í heiminum átti ég tvíbura- systur sem var eins og ég. En sennilega vissi hún ekki að ég var til. Rösklega ári eftir að við fæddumst 3. desember 1954, skildu foreldrar mínir og við tvær kom- umst í umsjá ömmu minnar. Pví miður var hún ekki heilsuhraust og þetta virðist hafa verið of erfitt fyrir hana. Okkur var því stí- að í sundur nokkrum mánuðum síðar. Ég var áfram hjá ömmu. Tvíburasystir mín, Sybil Birgitt, var ættleidd af þýskættuðum amerískum hermanni, sem gengdi her- þjónustu í Þýskalandi á þessum tíma, og konu hans. Þau breyttu nafhi systur minn- ar og kölluðu hana Barböru. Seinna fluttu þau aftur til Bandaríkjanna og sambandið við okkur rofnaði. Amma mín, sem saknaði Sybil Birgitt, rifjaði oft upp minningar um hana og setti upp mynd, í gamaldags ramma, af okkur systrunum sem börnum svo allir gætu séð. Það var þessi ljósmynd sem varð til þess að ég gleymdi ekki systur minni. Skömmu eftir að fyrsta barnið mitt Dan- íel, fæddist árið 1977, dóu bæði föður- og móðurforeldrar mínir. Mér fannst sem ég hefði verið svipt fjölskyldu minni og þráði nú enn meir en áður að sjá tvíburasystur mína. Ég unni Sybil svo mjög, samt vissi ég að ef til vill fyndi ég hana aldrei. Eigin- maður minn skildi hvernig mér leið. Hvött af honum, varð það mitt æðsta takmark í lífinu að hafa upp á Sybil. Vikur, mánuðir, ár liðu og ég var orðin þekkt persóna hjá bandaríska ræðis- manninum og Rauða krossinum, jafnvel þótt ekkert virtist miða í Ieitinni að dval- arstað Sybil. En ég neitaði að gefast upp. Fimm árum síðar bar þrautseigja mín árangur. Mér tókst loksins að komast yfir affit af ættleiðingarskjölunum og öðrum pappírum, sem sýndu að John Hampel og kona hans, Elfriede, voru kjörforeldrar tvíburasystur minnar. Heimilisfang þeirra var sagt vera Uniondale, New York. 12. júní árið 1982 skrifaði ég fyrsta bréf- ið af mörgum til skrifstofú borgarstjórans í Uniondale. Seinna komst ég að því að þar var enginn borgarstjóri. Bréfin mín voru send áfram til Thomas S. Gulotta, bæjar- stjórans í Hempstead í Uniondale. Hr. Gu- lotta og starfsmönnum hans, í samvinnu við lögregluna, tókst að hafa upp á John Hampel í Stanhope, New Jersey og sendu honum afrit af bréfi mínu. Ég fékk orðsendingu frá John Hampel þess efinis að hann hefði fengið bréf mitt en að hann neitaði að gefa upp hvar systir i 44 VIKAN 2. TBL. 1989

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.