Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 41
Hvemig eru
fullordin böm
ulkóhólista?
ÞÝÐING: ÞÓRDIS BACHMANN
Börn alkóhólista bera innra með sér
foreldra sem voru fullir heiftar og
sjálfshaturs og yflrfærðu þær til-
finningar á börn sín. Þau eru í tvöföldum
hlekkjum; flnna til öryggisleysis og ótta
yflr að hafa hafnað sjálfum sér og að vera
hafnað af öðrum.
í upphafi lagði íjölskyldan reglurnar
fyrir hegðun og hlutverkaskipan meðlima
sinna svo hún gæti aðlagast því að vera
með alkóhólista innanborðs. Reglurnar og
hlutverkin voru aðferðir til að lifa af, og þó
fjölskyldan lifði af, voru þau hegðunar-
mynstur sem hún kom á, óheilbrigð.
Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir
því að reglurnar og hlutverkaskipanin inn-
an hinnar alkóhólísku íjölskyldu urðu ekki
til fyrir tilviljun; þetta voru viðbrögð við
og aðferð til að ráða við það að vera með
drykkjusjúkling í fjölskyldunni. Reglurnar
og hlutverkin eru tilraun til að fá reglu og
stöðugleika inn í skipulagslaust og óstöð-
ugt líferni. Fjórar höfuðreglur eru að verki
í hinni alkóhólísku fjölskyldu. Þessar regl-
ur eru:
1. Stífhireglan
2. Þagnarreglan
3. Afneitunarreglan
4. Einangrunarreglan
Þessar reglur eiga að meira eða minna
Ieyti við allar alkóhólískar fjölskyldur (og
aðrar samskiptalamaðar fjölskyldur). Þess-
ar reglur verða því hluti af viðbrögðum
þeirra barna sem alast upp á heimilum
drykkjusjúkra. Þegar þessi börn vaxa úr
grasi hafa þau tilhneigingu til að leita uppi
fólk sem fylgir þessum sömu reglum. Þeim
líður vel með fólki sem lifir samkvæmt
þessum reglum. Þess vegna fara svo mörg
fullorðin börn alkóhólista í sambönd við
drykkjufólk eða aðra eiturlyfjaneytendur
eða við fólk sem einnig er úr alkóhólískum
fjölskyldum. Það er algengt að heyra FBA
segja, „Ég skil ekki af hverju ég virðist
alltaf fara út í sambönd við sams konar
fólk.“ Þetta gerist vegna þess að þau leita
uppi fólk sem fylgir sömu hegðunarregl-
um, þó skynsemin segi þeim að þetta sam-
band muni enda með ósköpum, svipað og
hin.
2. tbl. 1989 VIKAN 41