Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 49

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 49
Eiginmaður hennar hafði lært af reynsl- unni að trúa frásögnum hennar svona rétt mátulega. Þannig að þegar hún fór að segja honum einhverja langloku um bílslys sem hún hefði lent í áður en þau giftust, þar sem hún hefði keyrt yflr barn, og móðir barnsins hótað henni öllu illu... Jæja, Rhodes hafði bara ekki tekið neitt mark á þessu. Og jafhvel þótt hann hefði sjálfúr lesið þessi samhengislausu hótunarbréf þá hafði hann grunað hana um að skrifa þau sjálfl Hún hafði víst samið eitthvað þessu líkt áður og oftar en einu sinni. Hún var ákaflega taugaveikluð og æst kona, sjúk- Iega í þörf fyrir tilbreytingu í líflnu. (Eftir viðfangsefhi bókar herra Rhodes að dæma var ég helst þeirrar skoðunar að ... Nei, ég segi ekki skoðanir mínar hér og nú.) Aftur á móti kom þessi manngerð mér ekkert á óvart. Þvert á móti — það er kona með þessu sama marki brennd hér í þorp- inu! Hættan hvað þetta varðar hjá þessu fólki er sú, að þegar að því kemur að alvarlegir atburðir eiga sér stað, þá trúir þeim enginn! Mér fannst að um eitthvað þess háttar gæti verið að ræða í þessu tilfelli. Lögregl- an hélt að Rhodes væri að búa þetta allt til í þeim tilgangi að láta gruninn falla á ein- hverja óþekkta persónu og forða sér þann- ig frá hengingu! Ég spurði þá hvort einhverjar einhleyp- ar konur hefðu verið gestir á hótelinu á þessum tíma. Það kom á daginn að þær voru tvær! Önnur var ungfrú Carruthers, hesta- kona af aðalsættum, sem sleppti að bera ffarn „g“ þegar hún talaði. Hún var pipar- mey. Hin var ekkja, ffú Granby að nafhi, en hún hafði búið um langt skeið á Indlandi. Petherick sagði að hvorug þeirra hefði verið nálægt morðstaðnum, enginn hefði séð þær svo ekkert benti til þess að þær væru á neinn hátt við málið riðnar. Ég bað hann um að gefa mér lýsingu á þeim. Hann sagði mér að ffú Granby væri með upplitað rautt hár, illa tilhaff, væri föl ásýndum og á fimmtugsaldri. Fatnaður hennar væri mjög litskrúðugur þar sem hún klæddist nær eingöngu indversku silki. Hann Iýsti Ungfrú Carruthers sem karl- mannlegri í útliti, stuttklipptri, með ein- glyrni og væri hún á fertugsaldri. Hún klæddist ekki öðru en karlmannlegum ullarjökkum og þykkum pilsum. „Það er nú verra,“ sagði ég. „Þetta er erfitt." Petherick horfði á mig spurnaraugum, en ég vildi ekki tjá mig um málið að svo stöddu. Ég bað þá um að segja mér hvað Sir Malcome hefði til málanna að leggja. Sir Malcome ætlaði að Ieggja málið út sem sjálfsmorð! Petherick sagði að það væri fráleitt, því læknisfræðilega séð kæmi það ekki til greina sem dánarorsök! Eins hefðu engin fingraför fundist á morðvopninu. En Sir Malcome hélt því ffam að það skipti engu máli, það væri hægt að fá ffam læknisfræði- legt áiit til þess að sýna ffam á að það væri ekki útilokað. Sama gilti um fingraför, full- gildar skýringar væri hægt að finna á því hvers vegna þau fýndust ekki á morðvopn- inu! Ég spurði herra Rhodes um hans álit. Hann sagðist telja flesta lækna meira eða minna ruglaða. „Ég get alls ekki fallist á þá skoðun að kona mín hafi ffamið sjálfsmorð. Það hefði verið svo ólíkt henni,“ sagði hann. Ég trúði honum. Fólk af þessari mann- gerð fremur sjaldan sjálfsmorð, til þess er það of eigingjarnt og sjálfselskt! Ég hugsaði mig um smástund og spurði síðan hvort hurðin á herbergi frú Rhodes opnaðist beint út á ganginn. Rhodes svar- aði því neitandi, það væri smá gangur þarna á milli með tveim hurðum. Önnur væri að baðherbergi og hin að salerni. Og svo hurðin út á ganginn, en hún hefði ver- ið læst. Þetta er auðveldasta mál í heimi," sagði fröken Marple. Hún var myrt af einhverjum sem enginn sá koma eða fara! „Ef þetta er rétt,“ sagði ég, „þá virðist mér þetta vera ákaflega einfalt mál.“ Og það var rétt! Ykkur að segja var þetta mjög auðvelt mál, það auðveldasta í heimi! Og samt virtist enginn hafa komið auga á það! Þeir störðu báðir á mig á þann hátt að ég fór hjá mér. „Það gæti hugsast," sagði Rhodes, „að ungfrú Marple hafi ekki skilið til hlítar erfiðleikana samfara þessu máli.“ ,Jú,“ sagði ég, „ég skil. Ég held að ég skilji þá mjög vel. Hér er um fernt að ræða. Annaðhvort var ffú Rhodes myrt af eigin- manni sínum eða þernunni eða að hún framdi sjálfsmorð, svo gæti það líka verið að hún hafi verið myrt af einhverjum sem enginn sá koma eða fara.“ „Það er útilokað," hrópaði Rhodes. „Það hefði enginn komist inn og gengið í gegn- um herbergið mitt án þess að ég yrði þess var. Og þó að einhver hefði komist inn í herbergi konu minnar án þess að rafvirk- inn sæi til hans, hvernig í fjandanum hefði hann átt að komast út þegar hurðin var læst og öryggiskeðjan á líka?“ Petherick leit á mig og sagði spyrjandi: ,Jæja, ungffú Marple?" „Mig langar til að spyrja ykkur báða einnar spurningar," sagði ég. „Herra Rhodes, hvernig leit þernan út?“ Hann var ekki viss. „Hún var frekar há,“ hélt hann. Ekki mundi hann hvort hún var ljós eða dökk yfirlitum! Ég snéri mér að Petherick og spurði hann sömu spurningar. Hann sagði aftur á móti að hún væri meðalmanneskja á hæð, með skolleitt hár, blá augu og frekar rjóð í andliti. Rhodes horfði fullur aðdáunar á Pether- ick og sagði: ,Ja, hérna, þú ert miklu eftir- tektarsamari en ég!“ Ég var ekki á sama máli. Ég spurði síðan Rhodes hvernig þernan mín liti út. Hann hafði ekkert tekið eftir henni og nú brá svo við að Petherick gat ekki líst henni heldur! „Skiljið þið ekki hvað þetta þýðir?“ sagði ég þá. „Þið komið hingað annars hugar, uppteknir af ykkar eigin málum, og konan sem opnar fyrir ykkur, vísar ykkur til stofú, ber ffam veitingar og fer út... er bara þerna! Þetta gerðist hjá herra Rhodes á hótelinu. Hann sá „þernu". Hann sá búning hennar og svuntu, hann var niðursokkinn í vinnu sína. En Petherick yfirheyrði þern- una á hótelinu og sá hana þannig sem ein- stakling! Það var þessi staðreynd sem morðinginn notferði sér.“ Þar sem ekki leit út fyrir að þeir skildu enn hvað ég var að fara útskýrði ég þetta nánar fyrir þeim. „Álit mitt,“ sagði ég, „er þetta. Svona held ég að liggi í málinu: Þernan kom inn með hitabrúsann í gegnum dyr A, gekk ffamhjá Rhodes, þar sem hann sat við skriftir, og fór inn í herbergi konu hans. Hún vildi ekki ónáða herra Rhodes frekar og fór því út í gegnum Iitlu forstofuna og út á ganginn í gegnum hurð B. X, sem ég ætla nú að kalla morðingjann, kom inn um dyr B á meðan þernan var inn í herbergi frú Rhodes, faldi sig á salerninu þangað til þernan var farin út og fór þá inn í herbergi ffú Rhodes, tók hnífinn (sem frú Rhodes lét alltaf liggja á snyrtiborðinu sínu, ef marka má frásögn herra Rhodes, og gæti hafa vakið athygli morðingjans sem hefur án efa rannsakað allar aðstæður gaumgæfi- lega fýrirfram!), stakk konuna í hjartastað, þurrkaði síðan fingraförin af hnífnum, læsti hurð B og setti öryggiskeðjuna á og fór svo út í gegnum herbergið þar sem herra Rhodes var að vinna og í gegnum hurð A út á ganginn!" „En ég hefði tekið eftir henni!" hrópaði Rhodes. „Rafvirkinn hefði séð hana fara inn!“ „Nei, sagði ég, „þar hefur þú rangt fýrir þér! Þú mundir ekki hafa tekið eftir henni - sást hana ekki — því að hún var klædd sem þerna.“ Ég leyfði þeim að melta þetta smástund áður en ég hélt áffam. „Þú varst svo niður- sokkinn í vinnu þína að þú sást aðeins út- undan þér þernu koma inn, fara inn í her- bergið til konu þinnar með hitabrúsa, 2.1bl. 1989 VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.