Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 19

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 19
Haggisinn er gómsætur og töluvert ólxkur lifrarpylsunni okkar þótt útlitið sé svipað. Borðbúnaðinn fengum við að láni hjá Tékk- kristal. Diskurinn er úr matar- og kafflstelli sem kallast Steffi og er frá þýska fyrirtækinu Tirschenreuth. Ölglasið er þýskt og heit- ir Zwiesel. Desertskálin er einnig þýsk. Hnífapörin eru hollensk, Venus, frá Amefa. ■ . ■ Skoskur haggis og íslenskur þorramatur - með eftirrétti úr rjóma, berjum og haframjöli TEXTI: FRlÐA BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON O.FL. Um svipað leyti og íslendingar fara að ryðja í sig þorramatnum, í upphafi þorra, halda margir Skotar upp á afrnæli skáldsins Roberts Burns og hafa svokallaðan Burns’Supper — eða Burns kvöldverð þar sem aðalrétturinn minnir töluvert á slátrið, sem ekki má missa sig í íslenska þorramatnum. Skoska slátrið heitir HAGG- IS og er pylsa búin til úr lifur, hjörtum, tungu og mör sauðkindarinnar og reyndar ýmsu öðru. ^ { haust var blaðamanni Húsa og híbýla og Vikunnar boðið til Skotlands til að skoða þar gólfdúkaverksmiðju eina mikla. Með í ferðinni voru líka einir fimmtán ís- lenskir dúklagningameistarar. Eitt kvöldið bauð verksmiðjustjórnin íslendingunum til veglegs kvöldverðar. í forrétt fengum við samkvæmt matseðlinum: Haggis, Bas- hed Neeps & Champit Tatties. Þegar rétt- urinn var borinn fram sýndist íslendingun- um sem þarna væri einfaldlega komin lifr- arpylsa með rófustöppu og stöppuðum kartöflum. En svo reyndist nú eldd alveg vera. Með haggis heim til íslands Anderson matreiðslumeistari á Isle of Skye hótelinu í Perth þar sem við dvöld- umst og borðuðum, var fús að segja mér hvemig búa ætti til haggis og það sem meira var, hann átti eftir einn haggiskepp að veislunni lokinni sem ég fékk með mér í nesti heim til íslands til þess að mynda svo lesendur Vikunnar fengju að sjá raun- verulegan haggis þó ekki væri nú nema á mynd. En hverfum aftur til daga Burns áður en ég lýsi fyrir ykkur haggis-tilbúningnum. Skáldið Robert Burns var fæddur 25. janú- ar árið 1759. Hann var bóndi og lést ungur, árið 1796. Eitt af yrkisefnum Burns var haggis-pyisan — sem hann fjallar um í óðnum til haggisins, en pylsu þessa kallaði hann á ensku „great chieftain o’the pudd- ing race“ eða höfðingja pylsuættarinnar. Á Þetta er Isle of Skye hótelið í Perth í Skotlandi þar sem við fengum haggisinn í forrétt í fínni veislu. Anderson mat- reiðslumaður gaf okkur svo kepp í nesti til að mynda fýrir lesendur Vikunnar. afmæli Burns, þegar Skotar og áhugafólk um skoska menningu kemur saman er ævinlega fluttur þessi óður. Synd að ekki skuli vera til neitt álíka um liffarpylsuna okkar eða blóðmörinn, sem áreiðanlega eiga skilinn álíka heiður fyrir að halda lífi í íslendingum í þrengingum fyrri alda. 2. tbl. 1989 VIKAN 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.