Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 20

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 20
Halldór Gröndal er í raun upphafsmaður þorramatarins. Hugmyndina fékk hann er hann rak veitingastaðinn Naust. íslenski þorramaturinn Samkvæmt upplýsingunum, sem við fengum um tilbúning haggis hefur þessi pylsa verið búin til úr hjörtum, tungu og lifur sauðkindarinnar og í hana er notaður góður skammtur af haffamjöli en nákvæm uppskrift er svona: HAGGIS Kindarvömb, lifur, hjarta og tunga. 250 g af mör, 2 stórir laukar, 25 g haframjöl, 1/2 teskeið af kryddjurtablöndu, 1/2 tsk. salt og 1/2 tsk. pipar. í haggis Andersons á Isle of Skye voru haffarnir að hluta til skornir svo helst leit út fyrir að í pylsunni væru hrísgrjón. Vömbin er þvegin á hefðbundinn hátt og látin liggja næturlangt í köldu saltvatni. Lifrin, hjartað og tungan eru þvegin og soðin í saltvatni í tvær klukkustundir. Geymið vatnið. Innmaturinn er nú skor- inn niður, himnur og tægjur fjarlægðar og síðan er hann hakkaður í kvörn. Mör og laukur er hakkað saman og haframjölið ristað á pönnu þar til það er orðið fallega brúnt. Blandið öllu saman og setjið salt, pipar og kryddjurtablönduna út í, bleytið í með vatninu, sem geymt hefur verið. Troðið vömbina út að tveim þriðju og saumið fýrir. Stingið göt á hana með nál svo hún springi ekki. Haggisinn er settur í sjóðandi vatn og soðinn í þrjár klukku- stundir. Borinn fram með stöppuðum kar- töflum og rófum. Annar óvenjulegur réttur Áfram hélt þessi glæsilegi skoski kvöld- verður og undir lokin var borið fram eitthvað sem hét á matseðlinum CRANCHAN. í fljótu bragði leit þetta einna helst út fyrir að vera bleikur rjóma- búðingur, en aftur kom Anderson mat- reiðslumeistari mér til hjálpar og sagði mér hvernig þessi óvenjulegi eftirmatur væri framreiddur. í hann fer stífþreyttur rjómi, fínt haframjöl — ósoðið, marin hind- ber og Drambui til bragðbætis. Anderson er líklega vanur að búa eftirréttinn til eftir hendinni og án þess að vigta mjög ná- kvæmlega í hann eða mæla því nákvæmari var ekki uppskrift hans. Eftir heimkomuna gerði ég svo tilraun til að búa til bleika búðinginn, sem sumum félaga minna fannst minna helst til mikið á íslenskan hræring, en öðrum þótti hið mesta góð- gæti. Þar sem ég hafði ekki hindber notaði ég hindberjasultu (raspberry jam) ca. 3/4 úr bolla, sama magn af haframjöli og einn pela af rjóma. Ég blandaði saman sultunni og haframjölinu og bragðbætti með Drambui og blandaði síðan rjómanum var- lega saman við. Útkoman var afbragðs góð og hefði líklega fáum dottið í hug hræring- ur, því þessi útgáfa varð mun sætari en sú skoska vegna sultunnar. Þeir sem vilja, geta notað alls konar ber í búðinginn, rifsber, bláber, jarðarber og hvaðeina og hvers konar líkjör eða sherry í stað drambuis. Ef vökvinn verður mikill vegna safans úr berjunum gæti verið rétt að bræða eina eða tvær plötur af matarlimi og blanda saman við haffamjöls- og berja- grautinn áður en hann fer saman við rjómann. Þessi skammtur nægir vel fyrir tvo. 20 VIKAN 2.TBL. 1989 Þorrinn byrjaði á laugardaginn, 21. janúar. Hann er nú orðinn mikil matarhá- tíð hérlendis og líklega eigum við það helst að þakka séra Halldóri Gröndal sem eitt sinn var veitingamaður í Naustinu og er í raun upphafsmaður þorramatarins í því formi sem við þekkjum hann nú. Fyrir nokkrum árum ræddi ég við séra Halldór fyrir Hús og híbýli og sagði hann mér frá því hvernig þorramaturinn kom til þar á bæ. Halldór hafði opnað veitinga- staðinn Naustið árið 1954. Hann tók strax eftir því að lítið var um að vera fyrstu vik- ur ársins að afloknum jólum og á meðan árshátíðirnar stóðu sem hæst og þá gilti að fínna eitthvað sem gat fengið fólk til að fara út að borða á veitingastað. Hann sat kvöld eitt og las íslenska þjóðhætti eftir Jónas frá Hrafhagili og þá sérstaklega kafl- ann um íslenskan mat til forna með öllum súrmatnum, sem þá tíðkaðist. Og hug- myndin vaknaði — að endurvekja gamla ís- lenska súrmatinn og áhuga fólks á honum. Halldór Gröndal fór til Kristjáns Eldjárns þáverandi þjóðminjavarðar og fékk hjá honum að láni geirneglt trog sem hann lét smíða eftir þorramatartrog fyrir Naustið. Súrmat var þessu næst safnað saman og hann meðal annars fenginn hjá Þorbirni í Borg og í Sláturfélagi Suðurlands og svo hófst þorramaturinn í Naustinu. Kappát og brennivín Að sögn Halldórs vakti þorramaturinn ekki verulega athygli fyrsta árið en næsta haust var undirbúningur hafinn í tíma og blaðamönnum boðið til að reyna matinn og eftir þá kynningu sem hann nú fékk sló hann í gegn og nú lætur enginn sér detta í hug að borða ekki þorramat að minnsta kosti einu sinni á hverjum þorra annað hvort heima hjá sér eða á veitingastað, og margar fjölskyldur hafa þann sið að koma saman og borða þorramatinn. Halldór Gröndal sagðist ekki vita hvern- ig orðið þorramatur varð í rauninni til, né hvort það varð til hjá þeim þarna í Naust- inu. Hins vegar sagði hann að það hefði 1 Ljósm.: Pétur Thomsen

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.