Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 17

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 17
Þeir voru stoltir af tímaritinu sínu félag- amir og skáluðu á Hinkestenen. Húmoristinn (t.v.) skýrir frá niðurstöðu fúndarins á „kontór" Hvíta lambsins. hafði tekist til. Við barinn sat og stóð hópur fólks í heitum samræðum um eitthvert stórmál. í innri salnum var mikil einbeiting og spenna við billjarðborðin en við hornborð eitt sátu nokkrir karlar og hlógu mikið. Þeim varð um og ó að sjá Ijósmyndarann og ekki leng- ur hlátur í hug af einhverri ástæðu. Þessir starfsmenn Berlingsku prentsmiðjunnar settu upp englasvip og sögðust sko ekki koma á svona staði nema einu sinni í mán- uði eða svo. Jú, bjór drykkju þeir nú svolítið oftar, ættu yfirleitt nokkra í ísskápnum heima. Einn þeirra yngri í hópnum ætlaði síðan hróðugur að breyta vörn í sókn og fór að skammast út í grindhvaladráp (slend- inga. Það var snarlega stungið upp í stráksa og honum vísað til Færeyinga með þær skammir. Eftir að Ijósmyndarinn fór að munda vélina við billjarðborðin gátu vinirnir tekið gleði sína á ný og pöntuðu meiri bjór á línuna. Eins og sjá má af þessu litla sýnishorni eru dönsku krárnar með ýmsu sniði og mannlífið fjölbreytt. Fjölmennt var á flestum stöðum þá daga sem við vorum á kráarrölt- inu og sumsstaðar alltaf sneisafullt enda „julefrokost" og glöggdrykkja út um allan bæ. Það er í desember sem Danir skvetta ærlega úr klaufunum og mætti ætla að þá innbyrði þeir um helming ársbjórneyslunnar, en hún mun vera um 130 lítrar á mann á ári (eldri en átján ára). Jensen gefur skít í að Hansen sjái hann fuilan í þessum mánuði - og öfugt. Samt mátti raunar heita undan- tekning að sjá verulega drukkið fólk á veit- ingastöðunum. Það sem helst einkennir dönsku vertshús- in og krárnar er að þar ríkir glaðlegt og af- slappað andrúmsloft - engin firring - og að gestirnir eru á öllum aldri og úr ýmsum stéttum. Sumir dvelja lengi, aðrir skemur og gamla tuggan um að Danir kunni að „hygge sig“ fékkst staðfest. Þeir kunna nefnilega þá list að sitja í rólegheitum yfir ölglasi eða mat- arbita og vínglasi án þess að úr því þurfi að verða langtímadrykkja og læti. En þeir eiga líka aldagamla hefð að baki. Það er kannski engin ástæða til svartsýni hér um að margir áratugir þurfi að líða áður en notaleg krármenning næst. Ekki ef tekið er tillit til hversu fljót við erum að tileinka okk- ur nýjungar og ekki ef miðað er við öll höfða- tölumetin okkar. Við verðum áreiðanlega búin að koma okkur upp gamalli krárhefð á örfáum árum. mundi allt loga í slagsmálum heima.“ Niður- staða fundarins á kontór Hvfta Lambsins var: „Þú verður glaður af öli en fullur af brennivíni." Jette og Rikke í árlegri pílagrímsferð að smakka jólaglöggið á Hviids Vinstue. Undantekning að sjá verulega drukkið fólk HINKESTENEN í Kristjáns IX götu er hvorki í nýjum eða gömlum stíl, heldur ósköp venjuleg dönsk ölstofa. Þar eru tvö frekar en eitt billjarðborð í innri sal. Blaða- menn halda mikið til á Hinkestenen, sem og aðrir starfsmenn Berlinske Hus, en það er einmitt hinu megin götunnar. Margir slíkir voru á staðnum síðdegis á þriðjudegi og þar var bjórinn virkilega í hávegum hafður. Við eitt borðið sátu fjórir karlmenn og ein kona niðursokkin í að yfirfara nýútkomið tímarit sem tveir mannanna reyndust standa að. Það var skálað hressilega þar sem vel Fransk-amerísk kaffihús spretta upp í Kaupmannahöfn CAFÉ DAN TURÉLL 1977 í Store Regne- gade er af allt öðru sauðahúsi en tvö fyrr- nefndu vertshúsin. Það er nefnt eftir þekkt- um dönskum rithöfundi og er eitt af „kaffi- húsunum" í fransk-amerískri stílblöndu sem sprottið hafa upp í Kaupmannahöfn á undanförnum árum. Þessir staðir eru mjög vinsælir meðal yngri listamanna og uppa. Þar er bjart, mikið um spegla og króm og stórt barborðið er í aðalhlutverki. Það var ekki eins þétt setinn bekkurinn á Dan Turéll og víða annars staðar þetta sunnudagskvöld og andrúmsloftið allt öðru- vísi. Nokkrir gestanna dreyptu á bjór, aðrir léttvíni og enn aðrir létu sér nægja kaffisopa yfir rólegu spjalli. Fjörið var helst við spila- kassa í anddyri og billjarðborð í hliðarsal, en billjarð virðist í tísku á veitingastöðum Dana um þessar mundir. Smart ung stúlka, Pia Olsen, var eins og sniðin inn í umhverfið þar sem hún sat við barborðið, drakk kaffi og las dagblað. Um- hverfið kom henni ekki við fyrr en kærastinn kom og kyssti hana létt á kinnina. Pia sagð- ist oft koma við á kaffihúsi eftir vinnu til að fá sér kaffibolla og líka stundum á kvöldin til að hitta kunningjana. Þá fær hún sér gjarnan léttvín, aldrei bjór. Á gamaldags vertshús fer hún aldrei. Hann bað um bjór á Iínuna þessi er hann hélt hann væri laus við ljósmyndarann. En ljósmyndarinn lék á hann. Auðvitað leyndust íslendingar í Hviids Vinstue. Þau Sigurður Karlsson og Guðrún H. Þórarinsdóttir þekktust af Mogganum. 2.1bl. 1989 VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.