Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 22

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 22
Allir hlæja á öskudaginn /írslabelgir fá útrás á skrautlegum öskudegi Akureyringa. En dagur gleði var fyrr á öldum dagur iðrunar og yfirbóta. TEXTI OG MYNDIR: GUNNLAUGUR RÖGNVALDSSON Rauður, gulur, grænn og blár, allir regn- bogans litir. Kanínur og kúrekar, kínverjar, kaktusar og kolkrabbar. Jaflivel tveir snáð- ar í Súperman búningum. Litríkir ærsla- belgir tröllríða á hverju ári miðbæ og út- hverfúm Akureyrar í leit að sælgæti og verðlaunum fyrir vel sungnar vísur. Þetta gerist á öskudaginn þann áttunda febrúar og hápunktinum er náð þegar köttur er sleginn úr skreyttri tunnu á torginu í mið- bænum. Þá eru krakkarnir komnir með fúlla sekki af sælgæti og öðrum gjöfum eftir að hafa gengið í stórum hópum á vit fyrirtækja bæjarins og tekið lagið. Öskudagur sem áður var dagur iðrunar er nú dagur gleði og ærsla eða eins og vísan segir: Þessar hnátur voru í litríkara lagi og létu sig ekki muna um nýtísku hár- greiðslu í litum regnbogans. „Allir hlæja á öskudaginn, ó mér finnst svo gaman þá, hlaupa litil böm um bæinn, bera poka til og frá.“ „Yngstu börnin standa stjörf yfir lita- dýrðinni og látunum í miðbænum á öskudaginn. Við verðum að teyma krakk- ana í bandi svo þau týnist ekki, því þau góna bara á allt tilstandið og horfa ekkert SeðaP' KSSS-**

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.