Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 48

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 48
þorp í svona 20 kílómetra fjarlægð héðan. Ég er hrædd um að ég hafi ekki veitt þessu ncina athygli þar sem þetta átti sér stað á sama tíma og hneykslið varð í sambandi við hjúkrunarfræðinginn okkar. Og þar sem það átti sér stað í þorpinu okkar þá er ég hrædd um að utanaðkomandi fréttir, eins og jarðskjálftarnir í Indlandi og morð í Barnchester, hafi fallið í skuggann af okk- ar eigin stórmáli! Ég er hrædd um að þann- ig sé þetta í flestum smáþorpum. En samt er eins og mig minni að ég hafl lesið um þetta í blöðunum, að kona hefði verið stungin til bana á hóteli. Og nú leit út fyrir að þessi kona hafi ekki aðeins verið eigin- kona herra Rhodes heldur var hann líka grunaður um að hafa myrt hana! Allt þetta útskýrði Petherick vandlega fyrir mér. Hann sagði meðal annars að þótt rétturinn hefði kveðið upp þann dóm að um morð væri að ræða, þá hefði sá dómur einnig kveðið svo á að morðinginn væri óþekktur aðili. En þrátt fyrir það bjóst Rhodes við því að hann yrði handtekinn á hverri stundu og hefði því leitað á náðir herra Pethericks og falið honum að annast málið fyrir sig. Petherick sagði mér þá að hann hefði, þennan sama eftirmiðdag, ráðgast við hinn fræga sakamálalögfræðing Sir Malcome Olde hæstaréttarlögmann og hefði hann fallist á að verja Rhodes, ef til þess kæmi. Einnig væri Sir Malcome þegar farinn að gera ráðstafanir um það hvernig best væri að haga þeirri vörn. „Sir Malcome er ungur maður,“ sagði Petherick, „vel lesinn í lögum og notar eigin aðferðir til varnar sakborningum. Hann hefur nú þegar viðrað við mig hug- myndir sínar í vörn þessa máls en þær eiga ekki upp á pallborðið hjá mér. Þú hlýtur að sjá,“ sagði hann, „að þessar hugmyndir innihalda meðferð hins sérhæfða manns, sem mér finnst ákaflega vafasöm í þessu tilfelli, reyndar aðeins til þess fallin að fá sakborninginn látinn lausan, en hefúr ekk- ert með það atriði málsins að gera, sem mér finnst vera höfuðatriði, en það er auð- vitað hver sé sannleikurinn í málinu. Hvað gerðist í rauninni?" Síðan fór hann að hrósa mér, segja fallega hluti um hina skíru dómgreind mína og hversu víðtæk þekking mín á mannlegu eðli væri. Þvínæst rifjaði hann upp nokkur mál, sem honum voru kunnug í þessu sambandi, máli sínu til stuðnings. Hann bað síðan leyfis að fá að segja mér sögu þessa máls, í þeirri von að það mætti hjálpa mér til að komast að ein- hverri niðurstöðu, eða bara til þess að vita hvort ég hefði eitthvað til málanna að leggja sem gæti orðið að gagni. Af augnaráði herra Rhodes gat ég dregið þá ályktun að hann hefði litla trú á hæfi- leikum minum, en Petherick lét sem hann tæki ekkert eftir því og hélt ótrauður áfram að segja mér staðreyndir málsins um atburði næturinnar þann áttunda mars. Rhodes hjónin voru stödd á Crown hótelinu í Barnchester. Frú Rhodes var, að mér skildist af varkárum orðum Pether- icks, dálítið taugaveikluð kona og hafði farið snemma að sofa þetta kvöld, strax eftir kvöldmatinn. Hjónin höfðu til 48 VIKAN 2. TBL.1989 umráða samliggjandi herbergi. Herra Rhodes var að skrifa bók, ákaflega þýðing- armikla skildist mér, um tinnusteina í forn- öld og var við vinnu sína í herbergi sínu. Klukkan 11 hætti hann að skrifa, tók sam- an pappíra sína og fór að búa sig undir svefninn. En áður en hann fór að sofa leit hann inn í herbergi konu sinnar til þess að fúllvissa sig um að hún væri sofandi og þarfnaðist einskis. En þá sá hann, sér til mikillar skelfingar, að ljós var í herberginu og kona hans lá í rúminu stungin hnífi í hjartastað! Hún hafði verið látin í klukkustund — jafnvel lengur. Eftirfarandi eru staðreyndirnar, eins og þær lágu fýrir: Það lágu dyr úr herbergi frú Rhodes fram á ganginn, jafnframt því að dyr voru Enginn nema þernan og Rhodes höfðu komið nólœgt þeirri myrtu ...og nú ótti að hengja Rhodes innan skamms. á milli herbergja þeirra hjóna. Dyrnar sem lágu að ganginum, voru læstar og var öryggiskeðjan á. Eini glugginn á herberg- inu var læstur að innanverðu! Herra Rhodes staðhæfði að enginn hefði farið í gegnum herbergið hjá honum nema þerna með hitabrúsa. Morðvopnið var lítill rýtingur sem frú Rhodes hafði átt lengi og hafði það að vana að nota sem pappírshníf. Engin fingraför fúndust á hnífnum! Já, þannig lá í málinu — enginn nema þernan og Rhodes höfðu komið nálægt herberginu sem hin myrta fannst í. Ég lagði fram spurningar um þernuna. „Það var okkar fýrsta verkefni," sagði Petherick. „Mary Hill heitir hún og hefúr unnið á Crown hótelinu í yfir 10 ár. Við höfúm enga ástæðu til þess að ætla að hún hafi upp úr þurru tekið upp á því að myrða gest! Einnig er hún ákaflega fáfróð og heimóttarleg. Hún heldur fast við fram- burð sinn, sama hver spyr. Hún segist hafa farið upp með hitabrúsa fúllan af te, en frú Rhodes fær sér stundum heitt te ef hún vaknar á nóttunni. Henni fannst firúin syfjuleg — rétt að því komin að festa svefninn. Og ef þú vilt heyra mitt álit þá sé ég ekki neina ástæðu til þess að rengja ffamburð hennar. Ég er þess fúllviss að komist yrði að sömu niðurstöðu hjá hvaða rétti sem væri í þessu landi. Það nær engri átt að þessi kona gæti hafa ffarnið þennan glæp!“ Herra Petherick hélt áfram að ræða hin- ar ýmsu hliðar þessa óhugnanlega máls. „Lendingin á þessum stigagangi er notuð sem smá setustofa og sitja gestir þar oft yfir kafifi eða te. Frá henni liggur langur gangur til hægri handar og er síðasta hurð- in á honum að herbergi herra Rhodes. Síð- an beygir þessi gangur affur til hægri og er fyrsta hurðin þar að herbergi ffú Rhodes. Vitni hafa fúndist sem sáu greinilega þess- ar hurðir á þessu tímabili. Hurðin að herbergi herra Rhodes, sem ég mun nú kalla A, sást vel frá litlu borði í setustofúnni. Þar voru fjórar manneskjur að drekka te, tveir farandsalar og gömul hjón. Þau fúllyrða öll að enginn hafi farið inn um hurð A nema herra Rhodes og þernan. Hin hurðin, sem ég ætla nú að kalla hurð B, var við hliðina á öryggiskassa á ganginum og var rafvirki þar við vinnu sína á þessum tíma. Hann segist vera til- búinn að sverja að enginn hafi farið um þá hurð nema þernan." Ég ætla ekki að neita því að mér fannst þetta ákaflega furðulegt og áhugavert mál. Á yfirborðinu leit út sem enginn hefði get- að framið morðið annar en eiginmaður hennar — að hann hlyti að vera morðing- inn! En það var líka mjög greinilegt að Petherick var ekki á þeirri skoðun. Hann virtist sannfærður um sakleysi skjólstæð- ings síns og Petherick var gamall refúr, sem ekki var þekktur fyrir glappaskot og gerði ekki mörg mistök á lífsleiðinni! 1 réttinum, sem hafði fjallað um dánar- orsökina og þar sem hún var staðfest, hafði herra Rhodes sagt einhverja samhengis- lausa og ruglingslega sögu um einhverja konu sem hefði skrifað konu hans hótun- arbréf. Saga þessi hafði þótt hin ótrúleg- asta og lítt sannfærandi, þótt ekki væri meira sagt! Petherick bað nú Rhodes að útskýra þetta nánar fyrir mér. „Ef ég á að segja alveg eins og er,“ sagði hann, „þá trúði ég sjálfúr ekki þessari sögu hennar. Ég var sannfærður um að Amy hefði skáldað þetta." Mér skildist að frú Rhodes hefði verið einn af þessum róman- tísku lygurum sem umvefja allt sem fyrir þá kemur einhverjum ævintýraljóma. At- vik sem hentu hana voru alveg stórfúrðu- leg, ef marka ætti frásagnir hennar! Ef hún til dæmis rann til á bananahýði þá hafði hún með naumindum sloppið úr bráðum lífsháska! Þegar hún varð fyrir því óhappi að kviknað hafði í lampaskermi í herbergi hennar þá hafði henni verið „bjargað á hetjulegan hátt frá brennandi húsi!“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.