Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 13

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 13
með hundana út fyrir borgina eða niður á strönd. Hún sagðist einmitt hafa verið á göngu niðri á strönd með vinum sínum rétt áður en hún kom til íslands fyrir jólin og þá hefði verið svo hlýtt í veðri að þau voru nánast í engu. Á íslandi hefúr hún líka verið í nánum tengslum við fjöruna og sjóinn — heldur kaldari þó — því hún ólst upp á Lynghaganum í næsta nágrenni við fjöruna á Ægisíðunni. „Þegar ég er á íslandi þá hlusta ég mikið á útvarpið til að fá tilfinningu fyrir því sem er að gerast hér og til að vinna upp það sem ég hef týnt niður af íslenskunni. Þegar maður kemur heim með svona löngu millibili þá skilur maður ekkert hvað er að gerast hér. Mér fannst áramótaskaupið til dæmis ekkert fýndið af því ég skildi ekkert að hverju væri verið að gera grín - þó gat ég hlegið að einu atriði, en það var þegar nefið var bitið af manninum í lyftunni." Og Katla María skellihlær að minningunni. „Mér finnst líka svo gaman að fara niður í bæ og finna að ég sé komin til Reykjavíkur, hitta vinina og fara með þeim út. Reyndar finnst mér ungt fólk á íslandi lifa alltof mikið fyrir áfengi. Það er engin helgi al- mennileg nema að detta í það. Svona er þetta ekki hjá jafhöldrunum á Spáni, þar er ekki drukkið svona mikið. Á kvöldin eru staðirnir opnir fýrir unga fólkið frá klukk- an 6—11 og þar hittast allir, tala saman og hlusta á góða tónlist. Ég drekk aldrei áfengi. Ég reyki að vísu og hef prófað ýmis- legt til að vita hvað um er að ræða. Kann- ski er þetta öðruvísi hjá tónlistarfólki, tón- listin gefúr okkur svo mikið að við þurfum ekki á neinu öðru að halda — enda má segja að tónlistarmenn lifi í sínum eigin heimi." Katla María þarf ekki að skammast sín fyrir íslenskuna sína, hjá henni heyrist enginn annarlegur hreimur og hún talar mjög skýrt, kannski einna helst að hún muni ekki rétt í svipinn orðið sem hún ætlaði að nota. „Ég hef passað mig að missa hana aldrei niður. Ég skrifa mikið af bréfúm, les íslenskar bækur og svo tala ég mikið í símann — enda eru símareikning- arnir hræðilega háir.“ Heimili föður Kötlu er mjög spánskt segir hún og þar tala allir spænsku. Aftur á móti sagði Katla að hún og systir hennar, Sesselja sem er einu ári eldri, rífist alltaf á íslensku og hafi alltaf gert. Skrítið það. Af þýskum ættum og Blöndals „Sesselja er ekta spönsk „lady“, en ég hef alltaf verið íslenska sveitapían í fjölskyld- unni. Spánverjar eiga í dálitlum erfiðleik- um með nöfhin okkar, Sesselju kalla þeir þó oftast Ceci, en ég fæ á mig öll möguleg nöfii, t.d. Kalotta. Einu sinni nefndi ég mig Terensína í höfúðið á Terence Trent D’Arby, sem mér finnst æðislegur — ég geng meira að segja með mynd af honum í veskinu! Og á hljómleikum sem ég fór á með honum þá faðmaði hann mig — það var meiri háttar. Jæja en meira um fjöl- skylduna. Okkur pabba kemur mjög vel meðan listamenn eru að skapa sér nafn þá er ekki verra að menn muni hvemig þeir líti út - ljósa hárið hjálpar þar mikið segir Katla María. saman. Þú spyrð hvaðan ættarnafhið hans, Hausmann, kemur. Langafi minn flúði frá Þýskalandi í stríðinu, settist að á Spáni og kvæntist spánskri konu og nú er fjölskyld- an orðin ekta spænsk, bara þýska ættar- nafhið eftir. Nú svo er ég af Blöndalsætt í móðurættina, svo nú vita allir allt um mig,“ segir Katla dálítið sposk á svip yfir þessum ættfræðiáhuga blaðamanns, sem reynir að segja að á íslandi vilji alla vega eldri kynslóðin alltaf vita hverra manna fólk er. En Katla María heldur áfram að segja okkur ffá pabba sínum. „Pabbi skilur mig vel, því hann var sjálfur tónlistarmað- ur einu sinni og var með einni þekktustu hljómsveit Spánar. En hann vissi að fjár- hagslega er ekki hægt að reiða sig á tónlist- ina og hann langaði að eiga stóra fjöl- skyldu, svo hann Iagði tónlistina á hilluna og er nú forstjóri kauphallar. Hann er þó mjög ánægður með að minnsta kosti eitt barna hans er í tónlistinni eins og hann.“ Sá eini rétti Hvað tekur svo við á Spáni? „Fyrst eru það prófin,“ segir Katla. „Ég þarf að taka próf um leið og ég kem út og ég er ekki búin að lesa. Ég verð að lesa í flugvélinni á leiðinni út. Ég veit líka að maður verður að hafa eitthvað meira en tónlistina til að reiða sig á. Ég er búin að klára menntaskólann og núna er ég á fýrsta ári af þrem í almannatengslum. Ég læri þarna mikið í sálarffæði og mannffæði og mér finnst þetta mjög skemmtilegt nám.“ Katla María segir að það sé margt sem hún ætli sér að gera, þannig að langt sé í að hún fari að hugsa um börn og bú, enda vilji hún vera fjárhagslega vel stæð þegar þar að kemur. En aftur á móti segist hún vera viss um að hún eigi eftir að ílendast á Spáni. „Ég ákvað að það skyldi ég gera ef ég fyndi einhvern og ég hef eiginlega alltaf verið viss um að það yrði Spánverji." □ 2. tbl. 1989 VIKAN 13

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.