Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 27
á því að lifa og komast af. Þeir gera allt til
að draga fram líflð, þeir stela og gera hvað
sem er.
Eitt sinn var Bryndís dóttir mín á gangi
með vinkonu sinni og staðnæmdust þær
hjá götusala sem var að selja allskonar föt.
Hann þóttist ætla að gefa þeim kjóla ef þær
kæmu með sér afsíðis til að skoða þá. f
grandaleysi og af ókunnugleika ætluðu
þær með manninum. í sama mund kom
eiginmaður minn akandi og sá hvar þær
voru á gangi með þessum manni. Hann
stoppaði bílinn og hljóp til þeirra og skip-
aði þeim að koma með sér í bílinn. Þá varð
þeim þegar ljóst að þær hefðu getað verið
í stórhættu því rán eru þama daglegt
brauð. Þarna var farandsaiinn búinn að sjá
að þær voru með veski og einhverja pen-
inga. Þama er lífcbaráttan svo hörð að það
er allt gert fyrir peninga.
Varúðar er þörf í Nígeríu
— Við höfðum þjón sem var ansi dugleg-
ur við að stela af okkur. Örbirgðin og
óheiðarleikinn er áberandi og það em fair
sem horfa í augun á manni. Annan þjón
höfðum við sem við urðum líka að reka.
Ég kom að honum þar sem hann var að
þvo klósettin með sama burstanum og
hann þvoði upp með matarílátin. Þá var
okkur heidur betur bmgðið. Við létum
þennan þjón fara sama daginn.
En svo fengum við þjón sem var mjög
hreinlegur og eldaði frábæran mat en
hann hnuplaði eins og hinir þó maður
uppgötvaði það ekki fyrr en síðar. Hann
stal til dæmis af víni en svo litlu í einu að
maður tók ekki eftir því.
Eitt sinn kom til okkar ungur maður og
sagðist vera að koma til að athuga loftkæl-
inguna. Hann sagði að maðurinn minn
hefði sent sig. í einfeldni minni trúði ég
honum í fyrstu. Ungi maðurinn athugaði
loftkælikerfið um allt húsið, tók öll sigtin
úr og lagði þau í bleyti. Þegar eiginmaður-
inn kom heim kannaðist hann ekki við að
hafa sent einn eða neinn til að líta á loft-
kælinguna enda sáum við að hann hafði
ekki hreinsað eitt eða neitt. Líklega hefur
hann aðeins verið að athuga hvað við ætt-
um og hvernig hægt væri að komast inn í
húsið svo hægt væri að ræna okkur síðar.
En auðvitað höfðum við fulla aðgát á öllu
eftir þetta.
Ég held að þegar maður býr í svona
landi þá þurfi maður að gera sér far um að
falla inn í fjöldann og búa ekki alltof flott.
Við bjuggum á ágætum stað en þar sem
flottast var voru eilíf rán og fólk alltaf í lífc-
hættu. En hjá okkur hefði ekki verið svo
miklu að stela.
Við bjuggum í
höfuðborginni, Lagos
— Hvar var þetta í Nígeríu sem þið
voruð?
— Það var í höfuðborginni Lagos. I því
ágæta borgarhverfi þar sem við vorum
voru ekki margir Evrópubúar eða hvítt
fólk. Þegar Schanhouse var að byggja
þarna vorum við þrjár íslenskar fjölskyld-
Götumynd frá Lagos. Konurnar bera litlu bömin á bakinu.
ur og siðar fjórar. Ein jólin héldu nokkrir
íslendingar saman jólahátíð þarna úti.
Við höfðum það raunar ágætt þarna úti.
Við áttum gæludýr, lítinn apa. Það var
mjög gaman að hafa apann. Um tíma hafði
eiginmaðurinn annan stærri apa en hann
var grimmur.
— Hvemig var með öryggistilfinninguna
í þessu andrúmslofti?
— Við vorum kannski eins og aðrir ís-
lendingar og erum alltaf grandaiausir.
Maður áttar sig ekkert á því fýrr en á reyn-
ir að við getum bara ekki gengið um allt
eins og ekkert sé. En við lentum ekki í
neinum sérstökum vandræðum.
Þó lentum við í því einu sinni þegar við
vomm að fara í kvikmyndahús eitt kvöldið
en þá vomm við stoppúð af dauðadmkkn-
um lögregluþjóni. Þá var það spumingin
sleppum við ffá honum eða hvað dettur
honum í hug? Þarna gengur allt meira og
minna fýrir mútum. Það er sama hvort það
er lögreglan eða þegar þú kemur í flug-
stöðina eða hvar sem er. Það em allir að
seilast eftir peningum og fara fram á
mútur. En við sluppum mjög vel frá þessu.
Flugferð um Nígeríu
— Áttirðu þess kost að ferðast um Níger-
íu?
- Ég fór í eina ferð með manninum mín-
um og negra, Nígeríumanni sem hét Pétur
en hann vann við fýrirtækið þarna úti. Við
fómm til staðar inni í frumskóginum sem
heitir Okitipupa en þar var fyrirtækið líka
að byggja. Við fómm með iítilli flugvél.
Flugmaðurinn var ffanskur. Hann var svo
flughræddur þessi svertingi að hann tók
upp Biblíuna og las í henni aila ieiðina. Ég
neita því ekki að þegar maður leit niður á
samfelldan skóginn þá varð manni órótt.
Þegar átti að fara að lenda þá fannst manni
Svart og hvítt. íslensk böm ásamt Nígeríumanni á baðströndinni við Lagos.
2.tbi.i989 VIKAN 27