Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 8

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 8
hún þennan fallega norðlenska framburð. „Pabbi var þá bóndi í Rauðuvík á Árskógsströnd, en svo misstu foreldrar mínir jörðina og í stríðslok fluttum við til Akureyrar. Hann vann þar sem verkamaður en það var lítið um atvinnu á þessum árum. Upp úr 1950 fór hann suður á land í atvinnuleit og við mamma fórum á eftir hon- um stuttu seinna. Þá var ég tíu ára. Mér leið strax miklu betur hér fyrir sunnan og segist yfir- leitt vera Reykvíkingur." Þegar Silja var fimmtán ára eignaðist hún loks systkini, bróður sem hlaut nafnið Gunnar í höíúðið á afa sínum. „Hann var besta gjöfin sem ég hafði fengið. Foreldrar mínir fengu nóg að gera að hugsa um hann og leyfðu mér að leika lausum hala, sem var alger frelsun fyrir mig. Ég var óstýri- látur unglingur, reyndar bölv- aður óþekktarormur, óþæg og uppivöðslusöm við kennarana. Eftir að ég fór að kenna sjálf sá ég hvað kennarar þurfa að ganga í gegnum og dauð- skammaðist mín fyrir lætin. En ég hafði þörf fyrir að gera hlut- ina fljótt, ég lék mér mikið og skemmti mér mikið. Mér gekk alltaf vel í skóla en var aldrei neitt gáfnaljós." — Hvenær fékkstu áhuga á stjórnmálum? „Ég er alin upp á framsókn- arheimili, en þess ber að geta að þegar pabbi tók þá trú var Framsóknarflokkurinn róttæk- ur. Foreldrar mínir voru félagshyggjufólk, en lögðu áherslu á að ég myndaði mér eigin skoðanir. Áður en ég kaus í fyrsta skipti keypti pabbi í háift ár öll dagblöðin svo að ég gæti séð hvaða sjónarmið væru í boði, en Tíminn hafði verið keyptur á heimilinu og var mitt blað. Mér skilst reyndar að þeir á Tímanum séu að skrifa ein- hverjar skammir um mig þessa dagana, en það er önnur saga. En þegar ég hafði lesið öll þessi blöð í þennan tíma var ég orðin bölvaður kommi,“ segir Silja og hlær. Ætlaði að verða teiknari Eftir að Silja lauk stúdents- prófi ffá MR 1963 fór hún norður á Blönduós þar sem hún kenndi við gagnffæða- skóla einn vetur. „Þessi vetur var mjög skemmtilegur og lærdómsrík- ur fyrir mig, það má segja að ég hafi farið norður sextán ára að þroska en verið orðin jafn- aldra sjálfri mér andlega þegar ég fór heim aftur. Mér finnst það hollt fyrir ungt fólk að fara út á land að kenna, það lærir að standa á eigin fótum og treysta á sjálft sig. Hinsvegar er það ekki sérstaklega gott fyrir nemendurna að fá alltaf nýja og nýja kennara og off fólk sem hefur hvorki kennara- menntun né háskólapróf. Ég var til dæmis að kenna ensku til landsprófs þó ég hefði þá aðeins stúdentspróf og aldrei til Englands komið. Nemendur mínir voru yndislegir, þeir voru bara nokkrum árum yngri en ég en tóku mér mjög vel. Ég man alltaf eftir því þegar Kennedy var myrtur, þá kom hópur af nemendum til mín í leiguher- bergið mitt og við ræddum af mikilli alvöru hvort það kæmi stríð.“ Veturinn á Blönduósi safh- aði Silja peningum fýrir list- námi erlendis. Á menntaskóla- árunum teiknaði hún myndir og seldi í rammagerð á Njáls- götunni. „Myndirnar voru af langleggjuðum skvísum og mótorhjólagæjum, ég var sér- firæðingur í mótorhjólum. Þær runnu út eins og heitar lummur, því miður á ég enga sjálf. Á þessum árum ætlaði ég að verða teiknari og fyrir- myndin var sænsk listakona, Christel sem ég reyndi að stæla. Hún hafði myndskreytt bókina „Ung og aðlaðandi", það voru leiðbeiningar um hvemig ungar stúlkur ættu að ganga, sitja og snyrta sig. Þetta var dýrleg bók sem mig lang- aði ofsalega mikið til að eign- ast, en það varð ekki úr því fyrr en ég fór að vinna á Máli og menningu hundrað árum síðar. Ég varð að láta mér nægja að skoða hana hjá vin- konum mínum." Haustið 1964 settist hún svo á listaakademíu í Dyflinni á írlandi, en námið varð heldur endasleppt. „Ég reyndist hvorki hafa nægilega hæfileika né úthald. Svo uppgötvaði ég að ég var ólétt þegar ég var komin út, þannig að það má eiginlega segja að Sif, eldri dóttir mín, hafi komið vitinu fyrir mig.“ Hef engan skáldaneista — Hver var ástæðan fyrir því að þú valdir loks íslenskar bók- menntir? „Það er stundum sagt að bókmenntafræðingar séu mis- heppnaðir rithöfundar, en það á ekki við mig. Ég hef alls eng- an skáldaneista í mér og enga löngun til að skrifa sjálf. En ég hef lesið mikið frá því ég man eftir mér, ég varð læs á Dag á Akureyri fjögurra ára. Ef ég hefði verið spurð í menntaskóla hvað ég ætlaði að læra hefði það verið eitthvað allt annað, mig langaði að verða loftskeytamaður, teikn- ari eða líffræðingur. En þegar til kom fannst mér allt leiðin- legt nema að lesa bækur, svo ég hafhaði í bókmenntunum. Það þótti ekki mjög hagnýtt nám þá, en eftir því sem fjöl- miðlum og framhaldsskólum hefur fjölgað hefúr þörfin fyrir fólk sem kann að skrifa og hef- ur háskólapróf aukist meira en bjartsýnustu menn þorðu að vona.“ í Háskólanum kynntist Silja eiginmanni sínum, Gunnari Karlssyni, sem var líka í ís- lenskum fræðum en skrifaði lokaritgerð í sagnffæði. „Við giftum okkur meðan við vor- um enn í námi, en skiptumst síðan á að vera í skóla. Gunnar hætti að læra og sá fyrir heimil- inu meðan ég var að ljúka BA prófi, síðan lauk hann kand- ídatsprófi og ég vann úti á meðan. Það hefur alltaf verið mjög góð samvinna á þessu heimili. Ég tók fyrsta áfangann í kandídatsnáminu áður en yngri dóttir mín, Sigþrúður, fæddist, fyrstu árin hennar not- aði ég til að lesa og skrifa kand- ídatsritgerðina mína. Þetta var mjög hentugt þar sem tíma- sókn var ekki mikil. Sigga fékk inni á barnaheimili stúdenta meðan ég var í námi en svo ekki meir.“ Strax eftir að Silja lauk kand- ídatsprófi árið 1974 hélt fjöl- skyldan til Bretlands, þar sem Gunnar kenndi Norðurlanda- sögu við University College í I.ondon í tvö ár. Silja var hús- móðir á meðan, en fór þó í kvikmyndafræði, sem hún seg- ir að sé angi af „listadundi" sínu. „Ég byrjaði ekki að vinna úti fullan vinnudag fyrr en yngri stelpan var orðin ellefu ára. Ég hefði ekki getað tekið við rit- stjórastarfi hjá Máli og menn- ingu eða Þjóðviljanum fýrir tíu eða fimmtán árum, meðan ég var enn með ung börn. Fram til 1982 vann ég mest heima við ritvél, skrapp í kennslu kannski tvo tíma á dag eða nið- ur í útvarp að lesa inn. Á þess- um árum starfaði ég líka í Rauðsokkahreyfingunni. Ég var reyndar á stofhfúndi hreyf- ingarinnar sem var haldinn áður en við fórum til Bretlands, en varð ekki virk fýrr en seinna." Við ætluðumst til of mikils „í Rauðsokkahreyfingunni hlaut ég það pólitíska uppeldi sem ég hef búið lengst að, uppeldi fyrir mig sjálfa sem manneskju en ekki eingöngu kennisetningar. Við störfúðum af miklum áhuga og einlægni að hugsjónum okkar. Verkefn- ið sem mér þótti hvað vænst um var unnið af hópi kvenna sem kallaði sig „kroppahóp“. Við ætluðum í fýrstu að þýða erlenda bók sem heitir „Kvinde, kend din krop“, en aðstæður hér voru það ólíkar að við sömdum alveg nýja bók sem var mörg ár í smíðum. Við vorum tíu í hópnum með ým- iss konar menntun og höfðum þar að auki lækna sem ráðgjafa. Verkefhið varð okkur háskóli í öllu sem varðaði konur, líkama þeirra og sálarlíf. Bókin kom út 1981 og fékk nafnið „Nýi kvennafræðarinn“.“ Silja hvarf af vettvangi kvennabaráttunnar nokkru áður en Rauðsokkahreyfingin var öll. Hver var ástæðan fyrir því? „Við vorum nokkrar orðnar ansi gamlar í hettunni og ráð- ríkar, yngri félögum fannst við alltof áberandi. Við vorum ekki að reyna að fiægja okkur sjálfar, við vorum bara ákaflega vinnuglaðar. Ég skil ekki núna hvemig við nenntum þessu. Við vorum á símavöktum, gáf- um út blöð, skipulögðum sam- komur og baráttufundi. Þetta var eiginlega hálft starf og allt unnið í sjálfboðavinnu. En eins og ég sagði, yngri konurnar voru orðnar ergilegar vegna ráðríkis okkar, við vorum líka orðnar þreyttar og vildum hætta. Hreyfingin lifði í nokkur ár á eftir, en ég fýlgdist lítið með starfinu. Árin í Rauð- sokkahreyfingunni vom mér mikils virði, þetta vom góð og lærdómsrík ár.“ — Hvað finnst þér um hreyf- ingu eins og Kvennalistann? „Rauðsokkar tóku strax á stofnfundi þá ákvörðun að hafa karlmenn með, þótt þeir yrðu aldrei margir. Þetta gerðu til dæmis danskir rauð- sokkar ekki. Okkur fannst meginatriði að tala við karl- menn og halda sambandi við þá, þetta stríð yrði að vinnast í sameiningu. Kvennalistinn tók hins vegar strax upp aðskiln- aðarstefnu, þess vegna hafa þær aldrei laðað mig að sér. En mér finnst þær standa sig vel 8 VIKAN 2. TBL. 1989

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.