Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 43

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 43
og láta æ ofan í æ sem þau trúi því að nú verði hlutirnir öðru vísi, hvað þeir vitan- lega verða aidrei. Málin gera aldrei annað en að versna. EINANGRUNARREGLAN Hin alkóhólíska fjölskylda er lokað kerfi sem hefur ekki efni á að leyfa fólki utan fjölskyldunnar að vita hvað er að gerast innan hennar. Þess vegna eru sumar alkó- hólískar fjölskyldur mikið á faraldsfæti, og eftir því sem hin alkóhólíska hegðun verð- ur ýktari, verður fjölskyldan einangraðri. Þær fjölskyldur sem ekki flytja oft eru þó alveg jafn einangraðar frá nágrönnum sínum og hinar. Við fyrstu sýn virðist manni að einangrun fjölskyldunnar ætti að gera meðlimi hennar nánari hver öðrum. En þó margar alkóhólískar fjölskyldur taki þau-gegn-okkur afstöðuna, eru einstakl- ingarnir innan hennar jafn einangraðir og fjölskyldan er frá samfélaginu. Hver ein- staklingur er einangraður frá hinum og þegar börnin vaxa úr grasi munu þau halda áffam að einangra sig frá öðru fólki. Einmanaleiki þeirra á sér afar djúpar rætur. Það fólk sem elst upp við að mega ekki ræða um það sem er á döfinni og að til- flnningum og staðreyndum um hegðun er afneitað, lærir að einangra sig frá öðru fólki til þess að vernda sjálft sig og lifa af. Það er því ekki að undra að FBA eigi í al- varlegum vandræðum með náin og innileg kynni. Öll heimssýn þeirra er andstæð því að þróa með sér náin kynni. Börn alkóhól- ista eru auk þess haldin yfirþyrmandi van- máttarkennd af því að þeim tókst ekki að koma í veg fýrir skaðleg áhrif alkóhólism- ans á fjölskyldu sína. Þau eru síhrædd um að missa stjórnina, um að lenda aftur í glundroða hins drykkjusjúka heimilis, um að verða enn á ný gagntekin dapurleik og sorg yflr bernskuárunum. FJÖLSKYLDUHLUTVERKIN Á eðlilegu heimili bera börnin styrk for- eldra sinna innra með sér. Börn sem alast upp á heimili drykkjusjúkra búa við stöð- ugt öryggisleysi og reyna oft að aðlaga sig ringulreiðinni á heimilinu með því að taka á sig viss hlutverk. í þessari hlutverkaskip- an felst viss stöðugleiki auk þess sem þau draga athyglina frá oft afkáralegri hegðun fjölskyldunnar, að hegðun þess aðila sem hlutverkið leikur. Hvert hlutverk þjónar þeim tilgangi að viðhalda óbreyttu ástandi. Eftir því sem drykkjusýkin eykst, verða reglurnar og hlutverkin stífari og ósveigjanlegri. Einstakir fjölskyldumeðlimir geta líka leikið hin ýmsu hlutverk á hinum ýmsu tímum allt eftir þörfum fjölskyldunnar í það og það skiptið. Nokkur algengustu hlutverkin eru: 1. Hetjan: Reynir að láta fjölskylduna líta vel út með velgengni sinni í skóla eða vinnu. 2. Svarti sauðurinn: Dreifir athyglinni frá fjölskyldunni með því að lenda einlægt í vandræðum. 3. Týnda barnið: Felur sig, gætir þess að láta ekkert fara fýrir sér, vekur einkum at- hygli fyrir að vera ekki til staðar. 4. Trúðurinn: Dregur úr spennu innan fjölskyldunnar með því að vera fýndinn og skemmtilegur. 5. Friðarstillirinn: Reynir að draga úr deilum innan fjölskyldunnar með því að breiða yfir hlutina. 6. Hjálparhellan: Kemur í veg fýrir að alkóhólistinn þurfi að taka afleiðingunum af alkóhólískri hegðun sinni. Hlutverkin hér að ofan eru einungis al- gengustu útgáfur þeirra hlutverka sem sjá má á heimilum drykkjusjúks fólks. Innan fjölskyldunnar renna hlutverkin oft saman. Það er ekki óalgengt að sjá Trúðinn og Friðarstillinn í einni og sömu manngerð- inni eða Hetjuna og Svarta sauðinn. Þó hlutverkin hér að ofan séu algengust, þá þarf hin alkóhólíska fjölskylda ekki að ein- skorða sig við þau; ný hlutverk eru sköpuð í takt við þarfir fjölskyldunnar. Öll hlutverkin sem leikin eru af hinni alkóhólísku fjölskyldu hjólpa alkóhólistanum að meira eða minna leiti að halda ófram að drekka og haga sér ó þann hótt sem bœði er skaðlegur honum sem og öðrum meðlimum fjölskyldunnar. Fjölskyldumeðlimirnir hjólpa alkóhólistanum að halda ófram sjólfseyðingarbrautina... Einnig er algengt að fjölskyldumeðlim- ur í „stöðluðu" hlutverki fari smám saman yfir í annað hlutverk eða samsetningu hlutverka. Svarti sauðurinn getur orðið að Hetjunni; Týnda barnið að Svarta sauðn- um. Þó þessar breytingar verði yfirleitt við hægfara þróun, geta skyndilegar breyting- ar innan fjölskyldunnar valdið snöggbreyt- ingum á hlutverkunum; svo sem dauði, skilnaður eða samruni við aðra alkóhólíska fjölskyldu. ÖIl hlutverkin sem leikin eru af hinni alkóhólísku fjölskyldu hjálpa alkó- hólistanum að meira eða minna leyti að halda áffam að drekka og haga sér á hátt sem bæði er skaðlegur honum/henni, svo og öðrum meðlimum fjölskyldunnar. Fjöl- skyldumeðlimir hjálpa alkóhólistanum að halda áfram sjálfseyðileggingarbrautina með því að aðlaga sig að hegðun hans/ hennar í stað þess að bjóða henni byrginn. Ríkharður, FBA, kom með hjálparhellu- hegðun sína í hnotskurn þegar hann sagði, „Ég leit aldrei á sjálfan mig sem hjálpar- hellu föður míns við drykkjuna. Ég sé núna að þögn mín varðandi það sem ég sá og það sem mér fannst um drykkju hans hjálpaði honum í rauninni að halda áffam að drekka. Þó ég væri orðinn fullorðinn maður, var ég ennþá hjálparhellan hans með afneitun minni og þögn.“ Það er vert að hafa í huga, að þau fjöl- skylduhlutverk sem börn alkóhólista ganga sjálfviljug inní, eru viðbrögð við reglum hins drykkjusjúka heimilis og að reglum heimilisins og að reglurnar eru viðbrögð við sjúkdómnum alkóhólisma. Sá sjúkdómur lamar náin samskipti og skaðar hæfileikann til að elska og treysta. Ekkert tryggir betur stöðuga hnignun alkóhólist- ans en stuðningur fjölskyldu sem tekur þátt í öllum blekkingunum. Hin afekræmda sjálfsímynd og takmark- aða mynd af því sem Iífið býður uppá er arfleifð barna alkóhólistans. Sérstök þörf þeirra er í því fólgin að skapa sér nýja sjálfemynd sem byggir á því að vera metin og elskuð. Með því að viðurkenna og ganga til móts við berskjaldað barnið sem fullorðin börn alkóhólista dylja innra með sér byrja þau að græða saman brotin úr splundruðum persónuleika og verða heil- steyptar manneskjur sem eru færar um að starfa í heiminum með sjálfstrausti og ábyrgðartilfinningu. Þau verða að læra að elska sín (ófullkomnu) sjálf og öðlast þannig ffelsi til að elska aðra og leyfa þeim að elska sig á nýjan og heilbrigðan hátt. Að losna er ekki að dæma, heldur að leyfa öðrum að vera mannlegum. ALGENG SKAPGERDAR- EINKENNI FULLORÐINNA BARNA ALKÓHÓLISTA: 1. Þau giska á hvað sé eðlilegt. 2. Þau eiga erfitt með að ljúka þeim verkefnum sem þau byrja á. 3. Þau ljúga þegar jafn auðvelt væri að segja satt. 4. Þau dæma sjálf sig miskunnarlaust. 5. Þau eiga erfitt með að skemmta sér. 6. Þau taka sig mjög alvarlega. 7. Þau eiga erfitt með náin samskipti. 8. Þau bregðast á öfgafullan hátt við breytingum sem þau hafa enga stjórn á. 9. Þau sækjast stöðugt eftir hrósi og viðurkenningu. 10. Þeim finnst þau vera öðruvísi en ann- að fólk. 11. Þau eru annaðhvort ffam úr hófi ábyrg eða óábyrg. 12. Þau eru afar trygglynd, jafnvel þegar augljóst er að tryggð þeirra er ekki verðskulduð. 13. Þau leita tafarlausrar umbunar. 14. Þau lokast inni í hegðunarmynstri án þess að íhuga aðrar Ieiðir eða hugsan- legar afleiðingar. 15. Þau sækjast eftir spennu og vandamál- um og kvarta síðan yfir afleiðingun- um. 16. Þau forðast átök eða auka á þau, takast sjaldan á við þau. 17. Þau óttast höfnun og aðskilnað en hafna samt öðrum. 18. Þau óttast mistök en eyðileggja samt allan sinn árangur. 19. Þau óttast gagnrýni og dóma en gagn- rýna þó og dæma aðra. 20. Þau eiga erfitt með að skipuleggja tíma sinn og setja ekki verkefni í for- gangsröð. 2. tbl. 1989 VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.