Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 11

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 11
TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON o.fl. Söngkonan Katla Maria kom aftur fram í sviðsljósið á íslandi þegar hún birtíst í sjónvarpsþættínum Á tali hjá Hemma Gunn í desember, þar sem hún söng eitt lag af væntanlegri plötu sinni sem gefin verður út á Spáni. Margir ráku upp stór augu og sögðu: „Er þetta hún Katía María? Hún er orð- in fullorðin!" Og langaði svo að fá meira að heyra um það hvað hún hefði verið að gera síðan hún hvarf af sjónarsviðinu hér heima, en Katla söng og fór svo - og urðu þá margir vonsviknir. Okkur á Vikunni langaði líka til að vita meira um ungu söngkonuna með örlítið hásu röddina sem gerði svo mikla lukku með lögum eins og „Lítill mexí kani...“ ekki svo alls fyrir löngu, fannst okkur. Ekki bar á öðru, í þættinum, en að Katla héldi sig enn við sönginn — röddin enn svona skemmtilega hás, nema hvað nú er barna- tónninn horfinn og annar þroskaðri kom- inn í staðinn. En hvar og fyrir hverja hefur Katla María þá verið að syngja undanfarið? „Ég er búin að vera á Spáni síðan 1986. Mér fannst nauðsynlegt að komast í burtu og kynnast annarri borg, þar sem ég gæti byrjað upp á nýtt og þar sem enginn þekkti mig. Það var svo erfitt fyrir mig hér heima að losna við barnastjörnustimpil- inn. Pabbi minn býr í úthverfi Barcelona og systkini mín, mig var farið að langa til að kynnast þeim betur. Pabbi og mamma skildu og mamma flutti heim með mig eina, en ég hef farið til Spánar á hverju sumri síðan og hitt fjölskylduna úti. Syst- kini mín skiptast á að koma hingað á sumr- in og í sumar kom bróðir minn og með fjóra vini sína með sér,“ segir Katla og hlær. „Og á sama tíma var einmitt staddur hér spænskur sirkus og allir héldu að þeir væru í sirkusinum — og það þótti þeim ekkert sérlega gaman." Katla María er 19 ára og verður tvítug á árinu, hún er smávaxin og grönn, svart virðist í uppáhaldi hjá henni í fatavali; svartur leðurjakki og stutt pils. Hún er mjög brosmild, hrein og bein í ffamkomu, og alveg einstaklega elskuleg. Flestir muna eftir henni dökkhærðri, en nú er hárið nærri hvítt. „Það er mikið í tísku úti í Barcelona að lita hárið svona ljóst," segir hún hálfafsakandi, en svo lifnar yfir henni og hún segir: „Reyndar er það mjög gott fýrir mig þarna úti að vera svona ljóshærð, þá er tekið meira eftir manni og þegar maður er að skapa sér nafii, eins og ég er að gera, þá er mjög gott að fólk muni líka hvernig maður lítur út.“ Vissi 4 ára að ég myndi syngja á plötu — Þú ert þá að syngja á Spáni? ,Já og ég held það hafi verið það besta sem ég gat gert fýrir sjálfa mig að fara út. Þarna er ég ekkert þekkt og get verið ég sjálf, hér heima er eins og fólk eigi eftir að skilja að litíar stelpur verða stórar! Ég hef alltaf haft mjög gaman af tónlist og var í Tónlistarskólanum hér heima. Reyndar hef ég vitað firá því ég var fjögurra ára að ég myndi gefa út plötu. Ég gekk um og sagði öllum frá því. Og svo þegar ég var níu ára kom út fýrsta platan með mér. Núna get ég beitt röddinni miklu betur en þegar ég var lítil, en ég ætla samt að fara að læra að beita röddinni rétt. Reyndar finnst mér ég læra mest á því að hlusta. Ég hlusta mjög mikið á tónlist, sérstaklega negra- söngkonur. Mér finnst þær margar alveg frábærar og ég er alveg dottin í jazzmúsík, sem auðvitað er að mestu flutt af negrum. VIKAN R/EÐIR VIÐ KÖTLU MARÍU 21*1989 VIKAN 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.