Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 47

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 47
Sakamálasaga eftir Agöthu Christie Fröken Hqrple egir sogu g held að ég hafi aldrei sagt ykkur, | ^ elskurnar mínar, ffá furðulegum atburði sem gerðist í lifi mínu fyrir nokkrum árum, sagði fröken Marple við frænda sinn Raymond og Joan konu hans. Þetta var ákaflega furðulegt mál, svo þið megið ekki halda að ég sé að hæla sjálfri mér, því auðvitað veit ég að í samanburði við ykkur unga fólkið er ég ekkert sérstak- lega vel gefin. Alls ekki. Þú, Raymond, skrifar allar þessar nýtískulegu bækur um þetta, æi, heldur leiðinlega fólk. Og Joan, mín kæra, kannt að mála hinar furðulegustu myndir af ferköntuðu fólki með þessar einkenni- legu búlgur. Ákaflega listilega gert af ykkur báðum, það er ég viss um. En eins og Ray- mond hefur alltaf sagt, í góðvild held ég því hann hefur alltaf verið mér góður frændi, þá er ég forngripur frá Viktoríutím- anum! Þessu neita ég ekki. Ég ber mikla virðingu fyrir Alma Ta- dema og Frederick Leihton, ég játa það, og þetta gerir mig að sjálfsögðu úrelta í þessu nútíma samfélagi og skil ég það vel. Bíðum nú við. Hvar var ég? — Já, að ég vildi ekki að þið hélduð mig sjálfúmglaða! Auðvitað gat ég ekki komist hjá því að vera lítillega hreykin af sjálfri mér, en þá ber þess að gæta að ég færði mér aðeins í nyt heilbrigða skynsemi mína! Ég er heldur á því að mér hafi tekist að ráða gátu, sem vafist hafði fyrir mér lærð- ara fólk, en það er ekki þar með sagt að ég hefði ekki átt að sjá þetta allt í réttu ljósi ffá byrjun. Jæja, nú ætla ég að segja ykkur þessa litlu sögu mína og ef það skyldi nú aðeins hvarfla að ykkur að ég sé hér að miklast yfir þætti mínum í þessum máli þá bið ég ykkur að meta það að verðleikum að mér tókst í þessu sambandi að koma mann- eskju, sem átti í miklum erfiðleikum, til hjálpar. Ég komst fyrst inn í þetta mál um níu- leytið að kvöldi til, þegar Gwen (þið mun- ið eftir Gwen — litlu þernunni minni með rauða hárið) kom inn og sagði mér að herra Petherick væri kominn og með hon- um ókunnur herramaður og vildu þeir fyr- ir alla muni fá að ræða við mig. Gwen hafði vísað þeim inn í stofu, sem var vitanlega rétt athugað hjá henni. Ég var inni í borð- stofunni því mér hefúr alltaf fúndist það óþarfa eyðsla að vera með eld í tveim örnum, jafnvel óhóf svona á kvöldin. Ég bað Gwen að koma strax með kirsu- berjalíkjör og glös. Síðan fór ég í flýti til þeirra inn í stofu. Ég er ekki viss um að þið munið eftir herra Petherick. Hann dó fyrir tveim árum. Hann hafði verið vinur minn í fjölda ára og séð um öll mín mál, enda var hann ákaflega mikils metinn málflutningsmaður. Sonur hans sér um hlutina fýrir mig núna — ákaflega menntaður og nýtískuleg- ur í alla staði en einhvern veginn hefúr mér aldrei fúndist hann eins traustvekj- andi og faðir hans var. En ég er nú svo gamaldags og vanaföst! Nú, ég útskýrði auðvitað fyrir Petherick allt í sambandi við arininn og hann hafði ekkert á móti því að ræða við mig í borðstofunni svo að við færðum okkur þangað inn. Þar kynnti hann mig fyrir ókunna manninum. Hann hét Rhodes. Herra Rhodes var unglegur maður, um fertugt mundi ég segja. Nú, mér fannst framkoma hans undarleg og ég sá strax að þarna var eitthvað á seyði. Það væri jafnvel hægt að kalla hann ókurteisan! En þá verður líka að taka tillit til þess að maðurinn var eins og festur upp á þráð! Þegar við höfðum komið okkur fýrir í borðstofunni og Gwen borið ffarn kirsu- berjalíkjörinn hóf Petherick mál sitt og sagði mér ástæðuna fýrir þessari mjög svo óvenjulegu heimsókn. „Ungfrú Marple,“ sagði hann. „Þú verður að fýrirgefa gömlum vini þetta ónæði, en erindi mitt var að ráðgast við þig um áríð- andi mál.“ Ég skildi alls ekki hvað hann átti við og hann hélt áfram: „Ef um sjúkdóm væri að ræða þá er það venja að ráðgast við tvo aðila, gamla heimilislækninn og svo sérfræðing. Venjan er líka sú að fólk taki meira mark á þeim síðarnefnda og er ég því ekki öldungis sammála í öllum tilfellum. Sérfræðingur- inn er jú aðeins sérfræðingur í sínu fagi en heimlislæknirinn hefúr mikla starfsreynslu á mörgum sviðum." Ég vissi upp á hár hvað hann átti við. Frænka mín ein ung hafði ekki alls fyrir löngu hlaupið af stað til sérfræðings þegar barnið hennar fékk útbrot, ákaflega mikils metins sérfræðings í húðsjúkdómum, án þess að ráðgast fyrst við heimlislækninn, sem henni fannst vera gamall fúskari. Sér- ffæðingurinn hafði ráðlagt ákaflega dýra meðferð. Seinna kom upp úr kafinu að það sem amaði að barninu var eitthvert af- brigði af mislingum, sem heimilislæknir- inn hefði strax kannast við. Ég nefni þetta aðeins, þó að mig hrylli við útúrdúrum, til þess að þið skiljið að ég vissi upp á hár hvað Petherick átti við, en ég hafði enn ekki komist að erindinu. „Nú, ef herra Rhodes er veikur,“ sagði ég, en þagnaði strax því að aumingja mað- urinn rak upp kuldahlátur og sagði: „Ég á von á því að verða hengdur eftir nokkra mánuði!" Þá fékk ég að heyra söguna eins og hún lagði sig. Það hafði verið ffarnið morð ekki alls fyrir löngu í Barnchester. Það er lítið 2. tt>i. 1989 VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.