Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 28

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 28
Götumynd frá Babylon. Bryndís, Pamela og Ásta Rós til vinstri á myndinni. Sölumenn á úlfalda í nágrenni pýramid- anna. lendingarstaðurinn vera eins og eldspýtu- stokkur inni á milli trjánna. En þetta gekk allt vel og íslendingarnir sem voru að vinna þarna tóku vel á móti okkur. Einn þeirra fór með okkur og sýndi okkur hvernig íbúamir bjuggu og lifðu á þessum afskekkta stað í frumskóginum. Það sem mér fannst undarlegast var að það sást ekkert kvikt þama, engin dýr eða ftiglar. Okkur var sagt að það væri búið að drepa það allt og borða. Við komum að einhverju sem átti víst að kalla heimili. Það var allavega tágaþak og þar var bmggstöð. Þar var verið að eima vín og það fór allt í gegnum plastrennur. Fólkið bjó í kofum í kring sem vom ör- fáir fermetrar en atvinnan var að eima vín sem það síðan seldi. Maður virti auðvitað fyrir sér þessa lifnaðarhætti fólksins. Mað- ur tók eftir því að fólk var með tyggi- gúmmí í eyrunum. Við fómm að íhuga hvers vegna það væri og var sagt að það væri til að verjast flugunum. Flugumar sækja nefhilega mikið í eyrun á fólki. Heimferðin frá Okitipupa er minnis- stæð. Þegar við vomm lent þá vomm við keyrð til staðar þar sem átti að sækja okkur. En það hafði orðið einhver mis- skilningur og við biðum lengi. Þetta var við brú og þar var bæði útimarkaður og þar fóm hjónavígslur fram. Eftir nokkurra klukkutíma bið fór okkur ekki að verða um sel og fómm því yfir brúna að ná okk- ur í leigubíl. Það er sú hræðilegasta öku- ferð sem ég hef nokkm sinni farið í. Maður fékk á tilfinninguna að bílstjórinn keyrði með lokuð augun. Vegirnir virtust góðir þarna en þegar maður leit ofan í ámar vom allstaðar bílar af öllum stærðum sem höfðu ekið út af. Ég veit ekki hvort þeir létu bílhærin bara vera eða hvort þeir höfðu ekki undan að draga þau uppúr. En þetta var hræðilegt að sjá. Umferðin var hroðaleg í Lagos og það virtust ekki gilda nein umferðarlög þar. Það gilti bara hver var sterkari. Maður sá árekstra og að bílstjórarnir hlupu út úr bíl- unum og slógust og sá sem náði yfirhönd- inni hann var í rétti. Enda var mikið af beygluðum og hræðilega útlítandi bílum. maður skildi varla hvemig hægt var að aka sumum bílunum. Strætisvagnarnir vom líka furðulegir. í fýrsta skipti sem ég sá einn slíkan varð ég undrandi. Hann var fullur af fólki og svo var auk þess hangið utan á honum hvar sem hönd á festi. Það sást varla í strætis- vagninn fyrir fólki. Slys á fólki em líka tíð. Leiðin lá til írak — Það hefur verið mikil breyting að koma frá svörtustu Afríku og til múhameðstrúarlands? Hvar vomð þið í írak? — í Bagdad. Maðurinn minn fór að vinna hjá þýsku verktakafyrirtæki sem tekur að sér að byggja verksmiðjur um allan heim, sandsteinsverksmiðjur ogh kalkverksmiðj- ur. í þetta skiptið vom það sandsteina- verksmiðjur sem verið var að byggja á tveimur stöðum. Það var líka verið að byggja í borginni Basra en þar vom mikil stríðsátök. írak er gjörólíkt Nígeríu, fatæktin ekki eins áberandi og borgirnar tiltölulega hreinar. Margt kom okkur á óvart. Ég held að írakar hafi haft það mjög gott fyrir stríðið. Kannski er það sannleikurinn að fatæktin er meira falin en annarsstaðar, til dæmis í Nígeríu. frakamir em miklu hrein- legri en aðrir arabar og ég tala nú ekki um fólkið í Nígeríu, og jafhvel duglegri að vinna og bjarga sér. Bæklað fólk er til dæmis ekki áberandi í írak þrátt fyrir stríðið. En andrúmsloftið var á þessum tíma dálítið þrúgandi vegna stríðsins. Her- menn vom vopnaðir á húsþökum og með fallbyssur. Samt virtist allt líf í borginni með eðlilegum hætti. Hins vegar þegar maður opnaði fyrir sjónvarpið þá fór ekki á milli mála að það var stríð. Það var mikið sungið af þjóðlög- um í sjónvarpinu, líklega átt að vera eins konar þjóðernisvakning. Flestar kvik- myndir vom stríðsmyndir og meðal ann- ars vom sýndar amerískar stríðsmyndir átakanlega lélegar sem við furðuðum okk- ur á hvar væri hægt að grafa upp. Svo var sýnt látlaust frá vígvöllunum, átökin og dauðir íranir. Þetta hefur kannski átt að vera hvetjandi í stríðsrekstrinum. Styrjöldin minnir á sig — Eitt sinn vom tveir Þjóðverjar sem unnu í írak að fara heim. Við buðum þeim heim að borða áður en þeir fæm. Þegar við sátum yfir borðum, sjónvarpið var í gangi og það var verið að sýna kvikmynd, en þá var dagskráin allt í einu rofin. Frétta- þulur byrjaði óðamála að gefa einhverjar skýringar án þess að við skildum orð af því. Við vissum ekki hvað var að gerast. En svo byrjuðu lætin, áköf skothríð úr loft- varnabyssum sem stóð nokkuð lengi. Him- inninn var eins og í logum. Við héldum að það væri loftárás. Síðar kom í ljós að flug- vél frá flugvelli í írak hafði farið í loftið án leyfis. Það var því haldið að um óvinaflug- vél væri að ræða. Annar Þjóðverjinn var fullorðinn maður sem mundi heimsstyrjöldina. Hann var rólegur en leiddi okkur mæðgumar undir stiga og þar biðum við á meðan ósköpin gengu yfir. Þetta var geysilega einkennileg tilfinning og ógleymanleg. Maður vissi að það var stríð og hugsaði með sér, hvað gerist nú? í annað skipti vomm við þrjár einar heima mæðgumar því maðurinn minn var í Basra en þangað varð hann að fara í hverri viku vegna vinnunnar. Við tókum á móti tveimur Þjóðverjum sem vom að koma til landsins til vinnu. Við vomm að horfa á sjónvarpið en aldrei þessu vant var mjög spennandi mynd. Þá var dagskráin enn einu sinni rofin. Skyndilega var him- inninn eins og hér heima á gamlárskvöld. 28 VIKAN 2. TBL. 1989

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.