Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 39

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 39
slcrlft í MR1906 ein bóka hans, sem Magnús Stefánsson og Oliver Guðmundsson gáfu út í þýðingu Einars H. Kvarans, skálds. Findley var hámenntaður maður og stundaði nám við ýmsa frægustu háskóla Evrópu, en einkum var hann duglegur við sálarrannsóknir og skrifaði ómetanlegar bækur um það efhi. En þær sannferðu hann um það, að kenningar spiritismans væru réttar. Findley arfleiddi landssamband breskra spiritista að þessari landareign sinni í Essex, og er landsetrið síðan notað sem miðstöð fyrir fræðslufyrirlestra og sýning- ar á dulrænum fyrirbærum. Bestu og ffæg- ustu miðlar Bretlands skiptast á að koma þangað árlega, flytja fyrirlestra og sýna hæflfeika sína. Þarna fara því stöðugt fram skyggnilýsingar og fúndir hjá einstökum miðlum. Tónlist er þar mjög notuð við hugleiðslu og sýna sálfræðingar táknrænt gildi lita og mismunandi áhrif þeirra á sál- arlíflð. Þarna fara einnig fram í sérstakri kapellu guðsþjónustur að sið spiritista. Gegna miðlar þar prestshlutverki og sýna fram á tengsl spiritistrar lífsskoðunar og samræmi við kenningar Krists. Á Englandi hafa spiritistar fengið að reisa sínar eigin kirkjur og skipta þær hundruðum í land- inu. Kennimenn þeirra, sem eru kallaðir „ministers", hafa löglega heimild til þess að annast útfarir, hjónavígslur o.þ.h. Á landsetri þessu, sem ég hef hér minnst á og heitir Standstead Hall, er vikulega tekinn fyrir sérstaklega ákveðinn þáttur dulskynjana og fenginn til þess sérffæðing- ur, oftast einhver kunnur miðill, að skipu- leggja og stjórna slíku verkefni vikulega. Hver sem vill getur fengið að búa þarna í góðu herbergi og neytt einfaldrar og hollr- ar feðu. Dagurinn hefst með morgunverði klukkan 8.30. Þarna er miklu ódýrara að búa en í Lundúnum og náttúrufegurð dásamleg. En það sem þó er athyglisverð- ast á þessum stað er það andrúmsloft sam- úðar og kærleiks sem þar ríkir. Þarna fara fram huglækningar á hverjum degi, því þarna eru jafnan einhverjir kunnir hug- læknar, sem sinna hverjum sem þess óskar og öldungis ókeypis, því öll vinna þarna er sjálfboðaliðastarf þeirra, sem vilja fara að kenningum spiritismans um mikilvægi þjónustu við meðbræður okkar. Ég var svo heppinn að fá að taka sjálfur þátt í þessu starfl. Þarna kynntist ég ungum, feimnislegum Englendingi með barnslega blá augu, Guy Lyon Playfair að nafni. Hann fæddist á Ind- landi, en hefúr átt heima í Brasilíu síðan 1961, þar sem hann hefúr unnið fyrir sér sem rithöfundur, blaðamaður og þýðandi úr portúgölsku á ensku og öfugt fyrir ýmis kunn útgáfúfýrirtæki í Brasilíu, Bandaríkj- unum og Bretlandi. Playfair sagði mér að Brasilía væri sál- rænasta land veraldar (hann hefúr ekki komið til íslands). Meirihluti íbúa Brasilíu væru að nafni til kaþólskir, en hins vegar tryðu þeir af öllum stéttum og kynflokk- um tilveru annars heims, sem í þeirra aug- um er heimur andanna. Árið 1975 var gefin út fyrsta bókin, sem gefúr yfirlit yfir hið feiknamiJda svið yfir- skilvitlegra fyrirbæra í þessu fúrðulega landi, og hún er einmitt eftir þennan unga Englending Guy Playfair, og ber bókin hið fúrðulega nafn Kýrin fljúgandi. Nafúið er sennilega dregið af brandara, sem höf- undur segir í formála bókarinnar. Hann segir að í Brasilíu sé fólk svo vant fúrðu- legum fyrirbærum, að ef einhver kæmi heim til sín og segði konunni sinni, að hann hefði séð fljúgandi kýr, þá myndi hún yppta öxlum og í mesa lagi spyrja hvernig hún hefði verið á litinn! Rannsóknir Playfairs á yfirskilvitlegum fyrirbærum í þessu sálrænasta allra landa eru ævintýralegar, og það hefúr farið fyrir honum, eins og mörgum öðrum heiðar- legum rannsóknarmönnum, að hann óttist upphaflega, næstum viss um, að það sem hann hugðist rannsaka, myndi reynast byggt á hjátrú og hégiljum að mestu, en það var nú öðru nær. Þrátt fýrir það að hann gerði sér fýllilega ljóst, að efast verði um frásagnir bóka hans og jafúvel hlegið að þeim, þá hefur hann ákveðið að segja sannleikann umbúðalaust eins og hann hefúr kynnst honum. Þessari bók hans var svo vel tekið, að hann ákvað þegar að skrifa aðra, sem út kom 1976 og hann kall- aði Indefinite Boundary. Hér segir m.a. frá því er 17 ára gamall skólapiltur í 2. bekk Menntaskólans í Reykjavík árið 1906 tók að skrifa œvintýri og sðgur ósjálfrátt. Pilturinn hafði ekki hugmynd um það sem hann var að skrifa fyrr en hann eða aðrir höfðu lesið það. 2. tbl. 1989 VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.