Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 50

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 50
koma til baka og fara út um sömu dyrnar. Þú tókst aðeins eftir klæðnaðinum, hann var sá sami, konan var önnur. Þerna fer inn og þerna fer út. Sama máli gildir með raf- virkjann, þó er ég viss um að hann hefði tekið eftir ungri og fallegri þernu. En þar sem hún var bara venjuleg miðaldra kona þá er bara tekið eftir búningnum, ekki konunni sjálfri!" „Hver var þetta?“ hrópaði Rhodes. ,Já, það,“ svaraði ég. „Það verður auð- velt að finna það út. Það hlýtur annað- hvort að hafa verið frú Granby eða ungfrú Carruthers. Granby ætti hægt með að ganga með hárkollu á meðan hún væri að kynna sig sem frú Granby. Samkvæmt lýs- ingunni á hári hennar er sá möguleiki fýrir hendi. Svo tæki hún hana ofan á meðan hún væri að leika hlutverk þernunnar. Einnig ætti ungfrú Carruthers hægt með að setja á sig hárkollu á meðan hún kæmi áætlun sinni í verk. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það tekur ykkur ekki langan tíma að komast að hinu sanna í þessu máli, en sjálf hallast ég frekar að þeirri skoðun að ungffú Carruthers eigi þarna hlut að máli. Já, ég er heldur á því að svo sé.“ Þetta er raunar endir sögunnar, elskurn- ar mínar. Carruthers var falskt nafn, auðvitað - en hún var sú rétta! Það var geðveiki í ætt- inni, að mér skilst. Þegar ffú Rhodes, sem var ákaflega kærulaus og háskalegur öku- maður, keyrði yfir litlu dóttur hennar og banaði henni, þá fór það alveg með aum- ingja manneskjuna. Þetta magnaðist þar til um algera geðveiki var að ræða. Henni tókst að Ieyna þessum heilsubresti fyrir fjölskyldu sinni. Hún skrifaði frú Rhodes hvert hótunarbréfið á fætur öðru og veitti henni effirför í Iangan tíma á meðan hún beið eftir hinu fullkomna tækifæri til þess að verða henni að bana. Hún var eins og margt geðveikt fólk ákaflega kæn og út Kað voru þessi sem komu upp um morðingjann. undir sig. Hún póstlagði hárkolluna og þernubúninginn strax næsta morgun. En þegar farið var að ganga á hana og hún tek- in í hverja yfirheyrsluna af annarri brotn- aði hún niður og játaði verknað sinn. Vesa- lingurinn er auðvitað á hæli núna - Brad- moor. En þetta var þrátt fyrir það ákaflega vel skipulagður glæpur. Petherick kom til mín nokkru seinna og færði mér mjög fallegt bréf frá Rhodes. Já, ákaflega fallegt bréf. Og þá spurði gamli vinur minn hvernig mér hefði dottið í hug að þetta væri Carruthers en ekki frú Granby, þær hefðu báðar komið til greina og hann sá ekkert sem benti neitt frekar á Carruthers. „Ó, jú, góði minn,“ svaraði ég, „Það voru þessi „g“. Það er ákaflega vinsælt í bókum að tala um aðal, eða þetta fólk sem er alltaf á hestum á veiðum og að þetta fólk er ekki látið bera ffam „g“. Þetta er að mestu leyti hætt, ég þekki ekki nokkra manneskju sem gerir þetta nú til dags. Að minnsta kosti ekki neina undir sextugu. Nú, þá sagði að hún væri um fertugt og þá fannst mér eins og hún væri að afleika hlutverk." Ég ætla ekkert að þreyta ykkur á því sem Patherick svaraði — en það var mjög lof- samlegt og ég gat náttúrlega ekki stillt mig um að vera ffernur ánægð með sjálfa mig, þó að ég segi sjálf frá. Og ég er viss um að allt hafi farið á besta veg fýrir alla aðila, auðvitað að undanskilinni aumingja frú Rhodes, sem er ekki á meðal okkar, og svo Carruthers, sem bilaðist svona. Já, það sem ég var að reyna að segja var það að stund- um vefja örlagaþræðirnir... Nei, þetta er ekki rétt... Stundum spinna örlagavefirnir sterkan þráð úr stórri flækju...? Rhodes er giftur aftur góðri stúlku og þau eiga lítinn dreng núna. Þess vegna datt mér í hug að segja ykkur þessa sögu. Þau hafa skrifað mér og beðið mig um að vera guðmóður barnsins. Þetta er ákaflega fallegt af þeim, finnst ykkur það ekki, elskurnar mínar? Voru þetta ekki örlagavefir sem spinna ... ? Eða örlagaþræðir að vefa... ? Ég vona bara að ég sé ekki búin að láta dæluna ganga of lengi og sé að þreyta ykkur, ég... D líj p / G'ill SEftÍlft FyR.i(L My/f>t T ft SPRcTi 5ft ZE. 'dFREíM FiSKft EÐU L Á REíei- ac-jb© SK..4T. Ö'AP-IC ö-sr Ki/fíÐ ^+nvpTn t'aioo KB.PP / Z STÍ'JO ICÍAJbiAJ ÍÖMLO ftEST HiTft > HR&u- sft (\LbQ T > z s / Fi-UC.- FÍLftGr Sft //- V PRHC HELTi CftFF/fF séjfneiP ftLÍjiÐ HiTft SiMtO 3 > JÚF- Fd-Ri RiSTU —v ■■■■- > T , / LOKft HKbP V— * > TÍMft- MftRK FfHÍJ ■ '•m\r • > 'fí HÖFBÍ EÍA! V "C&fO R'oM i/ TftLft . / > TÍjAjft r*fí/L STARF- KtUKTÍ H ,/ > V 5 ÞR.EP E ,/ —T— v > ,/ PÍ5/C S&.TÍ V ' / L UftBft ÚR'ÖK/Í > i>L- STfíFuft. KoAfíyj- T ftt-ft " MMKí- /VAF/J 'fK Li T- i /JaJ > > fiFHtA/a/ ÚR, L'ftAJÍ 50 VIKAN 2. TBL.1989

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.