Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 26

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 26
Fróðleg ferðasaga íslenskrar fjölskyldu: TEXTI: JÓN KR. GUNNARSSON UÓSM.: PAMELA MORRISON O.FL. Flestir eru haldnir mikilli ferða- löngun og þeir eru margir sem láta draumana rætast. Þó að ís- lendingar ferðist þjóða mest þá er það svo að stærstu hóparnir fara til sömu landanna aftur og aftur þar sem hótel eru góð og skemmtanalíflð hefur upp á lysti- semdir að bjóða. Þó eru margar undantekningar ífá þessu. Aðrir sækja heim lönd sem ekki eru hefðbundnar ferðamannaslóðir. Sumir fara af forvitni og ffóðleiksfysn en aðrir vegna starfa. það er ætíð forvitnilegt að fræðast um fjariægar þjóðir sem lifa við allt aðrar aðstæður en við þekkjum. Þar er húsakostur aliur annar, klæðaburður og matargerð og ekki síst trúarbrögðin sem eru okkur framandi. Enda hugsar þetta fólk jafhvel allt öðruvísi og gerir aðrar kröfúr til lífsins. Fátæktin er víða yfirþyfm- andi. Pameia Morrison hefur ásamt eigin- manni og tveimur dætrum dvalið í þremur löndum, Nígeríu, írak og Egyptalandi, um skeið. Eiginmaðurinn er Magnús ísfeld Magnússon en hann er tækniffæðingur. Dæturnar eru tvær, Bryndís sem nú er 22 ára og Ásta Rós sem nú 14 ára. Þær dvöldu meira og minna með foreldrunum. — Pamela Morrison, nafn þitt er okkur ffamandi eins og löndin sem þú hefur heimsótt. Þó ertu rammíslensk, er það ekki? — Ég er í rauninni hálfur íslendingur. Faðir minn var Englendingur. Ég er fáedd á stríðsárunum 1942. En ég er fædd og upp- alin á íslandi og tel mig því íslending. Já, við vorum fyrst í Nígeríu. Eiginmaður minn fór að starfa þar fyrir íslenskt fyrir- tæki, byggingafyrirtækið Scanhouse. Það var á árinu 1978. Maðurinn minn var sam- fleytt úti en ég fór þangað tvisvar, var í 5 vikur í fyrra skiptið en var þar svo um kyrrt í fjóra mánuði í síðara skiptið. Það er mikil fátækt í Nígeríu — Hvemig kom Nígería þér fyrir sjónir? — Fátæktin er mjög áberandi, mjög mikil fátækt og húsin sem flest af fólkinu býr í myndum við ekki telja mannabústaði. Ég efást um að í mörgum tilfellum myndum við hafa húsdýr í slíkum húsum. Það var margt sem kom manni ffamandi fýrir sjónir. Við fórum offast á ströndina á sunnudögum. Við sáum í fjarska gálga með fjórum snörum. Þama fór ffam opinber af- taka á hverjum sunnudegi og maður gat bara gengið þarna yflr um og horft á ef maður vildi. Það var að minnsta kosti hægt að horfa á þetta þó sjálft aftökusvæðið væri girt af. En þetta var nokkuð sem maður kærði sig ekki um að horfa á. Mannslífin eru lítils metin. Við sáum eitt sinn að það hafði verið ekið á konu. Hún slasaðist mikið og var í tvo daga að veslast upp. Það var svona smám saman að draga af henni þar til hún dó. Þetta finnst manni auðvitað alveg hræðilegt. Það er engan veginn vogandi fýrir útlendinga að blanda sér í gerðir fólksins þama. En manni fannst hræðilegt að enginn skyldi koma til hjálpar. Það virðast allir eiga nóg með sjálfa sig. Ef eitthvað kemur fyrir þá er því ýtt til hliðar hvort sem það em menn eða dýr. Lítilsvirðingin fyrir lífinu kemur okk- ur auðvitað framandi fyrir sjónir og snertir okkur. Þetta blandast kannski að nokkm trúar- brögðunum. Fólk trúir að dauðinn sé ekki endalok því andinn flýgur úr líkamanum við dauðann. Dauðinn kann því að vera einhverjum af þessu sárafatæka fólki viss lausn. Trúarbröðgin eru einhverskonar Kristni — En hver em trúarbrögðin? — Kristindómur á það að heita, ein- hvers konar kristni. Annars er fátæktin svo mikil og almenn að hugsunin byggist mest 26 VIKAN 2. TBL. 1989

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.