Vikan


Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 42

Vikan - 26.01.1989, Blaðsíða 42
STÍFNIREGLAN Hin alkóhólíska fjölskylda er ósveigjanleg. Hún á ekki auðvelt með að aðlagast breyt- ingum, né er hún fús til að leyfa fjölskyldu- meðlimum að breytast. Þessi stífhi er ber- sýnileg í öllum atriðum fjölskyldulífsins. Ein af afleiðingum alkóhólismans á ein- staklinginn er óútreiknanleg hegðun. Hegðun alkóhólistans verður æ óútreikn- anlegri og fjölskyldan svarar þessu með því að setja hinum meðlimum fjölskyld- unnar æ strangari hegðunarreglur. Það er auðvelt að sjá stífhi hins alkóhól- íska fjölskyldukerfis á því hvaða áhrif fjöl- skyldan hefur á börnin. Til þess að börn geti dafhað, þroskast og þróað með sér heilbrigða félagshætti, þurfa þau stað þar sem þau geta gert tilraunir með lífið og til- veruna. Þau þurfa öruggan stað þar sem þau geta reynt ýmis hegðunarmynstur og þar sem þau geta breyst og vaxið. Hin alkóhólíska fjölskylda leggur þeim ekki í té hið sveigjanlega umhverfi sem börn þarfh- ast til að geta gert tilraunir með lífið. í rauninni er hin alkóhólíska fjölskylda alger andstæða sveigjanleika. Vegna þeirr- ar stífhi sem þar ríkir er börnunum innan hennar ekki leyft að vaxa tilfinningalega. Foreldrarnir reyna að halda börnunum börnum. Þetta þýðir ekki að þau beri enga ábyrgð — það gera þau ofitar en ekki. Þau bera ábyrgð á foreldrum sínum, bræðrum, systrum og húsverkunum, en þau fá aldrei tækifæri til að þróast í fúllorðið fólk tilfinn- ingalega. Þegar þessi börn verða fullorðin eru þau oftast ennþá börn tilfinningalega. Þetta er sérstaklega augljóst þegar FBA eru innan um foreldra sína. Undir þeim kring- umstæðum líður þeim næstum alltaf eins og smábörnum. Magnús, 35 ára FBA, segir: „Ég er full- orðinn maður en mér líður eins og fimm ára krakka þegar ég hitti foreldra mína. Ég er hræddur við að segja meiningu mína og er allur á nálum.“ Það er þverstæðukennt, en þó Magnús bregðist við eins og barn tilfinningalega þegar hann er með foreldrum sínum, finnst honum hann ekki hafa átt barnæsku. Svipað og mörg FBA finnst honum að hann hafi aldrei upplifað frelsi og gleði bernsk- unnar. Það fólk sem elst upp við Stífhiregluna fær stjórnunaráráttu sem fullorðið fólk. Þetta er í beinum tengslum við reynslu æskuáranna. FBA lærðu að stífar hegðunar- reglur eru leiðin til að hafa stjórn á óút- reiknanlegum aðstæðum. Oft er þetta túlk- að á eftirfarandi hátt: Lífið og annað fólk er óútreiknanlegt; þess vegna er þörf á að stjóma öllum hliðum lífsins, þar með talið annað fólk. Þessi stjórnunarárátta þýðir að sjaldan er brugðið á leik og lítið er um raunverulega gleði. FBA em yfirleitt afar alvarlegt fólk. ÞAGNARREGLAN Þagnarreglan tengir meðlimi hinnar alkó- hólísku fjölskyldu saman. Þeir geta ekki talað um hvað er að gerast í fjölskyldunni. Þessi þagnarregla gildir ekki aðeins um samtöl við fólk utan fjölskyldunnar, heldur tekur hún einnig til samtala við fjölskyldu- meðlimina sjálfa. 42 VIKAN 2. TBL, 1989 Þagnarreglan bannar ekki einungis um- tal um hegðun og gjörðir fjölskyldunnar, hún bannar líka allt tal um tilfinningar. Þagnarreglan er svo sterk að börn sem al- ast upp í slíku fjölskyldukerfi eiga í erfið- leikum með að tjá sig það sem þau eiga eftir ólifað. Tjáningarleysisreglan eltir þau og þau kenna síðan sínum börnum hana. Þegar við lítum á þagnarregluna er mikilvægt að muna að hin alkóhólíska fjöl- skylda hefur hagsmuna að gæta í að með- limir hennar þegi yfir hvað fer fram innan hennar. Þögnin er nauðsynleg til að kerfið geti virkað. Ef tjáskipti innan kerfisins væm opin og frjálsleg myndu einstakling- ar innan kerfisins neyðast til að breytast. Hið alkóhólíska kerfi er allsendis ófært um að ráða við breytingar, samanber Stífni- regluna. Þau börn sem alast upp í þessu þagnar- kerfi læra á unga aldri að það er ekki í lagi Mörg fullorðin börn alkóhólista hefja sambönd við drykkjufólk eða aðra eiturlyfjaneytendur eða við fólk sem einnig er úr alkóhólískum fjölskyldum. Þetta gerist vegna þess að þau leita uppi fólk sem fylgir sömu hegðunarreglum, þó skynsemin segi þeim að þetta samband muni enda með ósköpum, svipað og hin. að tala um vissa hluti. Allt umtal barnsins um drykkju, drykkjuhegðun eða aðra and- félagslega hegðun, svo sem líkamsmeið- ingar eða sifjaspell, er kæft í fæðingunni. Barnið fær ekki að tala um hvað það heyrir eða sér. Þetta hefur bein áhrif á hvernig barnið upplifir heiminn. Barnið neyðist til að túlka atburði í lífi sínu án aðstoðar ffá umhyggjusömu fúllorðnu fólki. Sem full- orðið fólk eiga þessi börn oft í erfiðleikum með að spyrja spurninga. Þeim finnst að þau ættu að vita svörin. Það gera þau vit- anlega ekki, svo þau geta í eyðurnar. Þessi þögn á ekki aðeins við um hvað barnið sér, heldur einnig um hvernig barninu líður. Barnið hefúr heldur ekki leyfi til að tala um þær tilfinningar sem það hefur vegna drykkjuhegðunar for- eldris. Óttinn, reiðin og sársaukinn — megin- þættirnir í tilfinningalífi allra fúllorðinna barna alkóhólista - eiga rætur sínar að rekja til þess að fjölskyldukerfið var ófært um að glíma við þessar sterku tilfinningar. Þegar bömin upplifa skelfinguna, reiðina og sorgina sem tengjast drykkjuhegðun fjölskyldunnar beint, leysa þau vandann með því að bæla tilfinningar sínar niður. Þar eð barnið fær ekki að losna við tilfinn- ingarnar með því að tala um þær, em við- brögð þess að byggja utan um sig æ þykk- ari varnarmúr. Eina leið FBA til að losna undan Þagnar- reglunni er sú að tala um æsku sína og tjá þessar niðurbældu tilfinningar. Öll FBA lifa samkvæmt þagnarreglunni, bæði á kostnað eigin tilfinningalegrar vellíðunar og hæfninnar til að vera virk á heiðarlegan og opinn hátt í heiminum í kringum sig. AFNEITUNARREGLAN Afneitun hinnar alkóhólísku fjölskyldu hefet á að afneita því að það sé drykkju- vandamál innan hennar. Afneitunin eykst í takt við veiluna í hegðun fjölskyldunnar. Afneitun er einn hornsteina kerfisins. Ef kerfið getur haldið áffam að afheita því sem er að gerast, mun það ekki þurfa að breytast. Fólkið, sérstaklega börnin, innan þessa kerfis em umkringd afneitun ffá öllum hliðum. Þeim er sagt að það sem þau sjá með augunum, heyra með eyrunum og finna í hjörtum sínum sé ekki satt. Það er ekki nóg með að þeim sé sagt að láta sem þau sjái ekki hegðun alkóhólistans, heldur er þeim líka sagt að láta eins og ekkert sé að — að láta sem allt sé „eðlilegt". Hér er ekki nauðsynlega átt við að þeim sé „sagt“ þetta í svo mörgum orðum. Hin alkóhólíska fjölskylda tjáir sig við meðlimi sína á ýmsan annan hátt en í hinu talaða orði. Óbeint tal og „svipurinn" frá foreldr- um sem flest FBA þekkja em meðal þeirra leiða sem hin alkóhólíska fjölskylda notar til að tjá sig. Börnin í þessari fjölskyldu læra að treysta ekki — hvorki sjálfum sér né öðmm. Þau heyra fjölskylduna segja, „Við emm hamingjusöm og samheldin fjöl- skylda" og sjá síðan fullorðna fólkið deila og gera lítið hvort úr öðm. Þau sjá móður sína í yfirliði af drykkju á hverjum degi þegar þau koma úr skólanum og er sagt, „Það er allt í fína lagi og ekki segja neinum að mamma sé veik.“ Raunvcruleikanum er stöðugt afheitað. Þessi afheitun nær einnig til tilfinninga. Þegar sársaukafúllir atburðir eiga sér stað, er þeim tilfinningum sem eðlilega fylgja í kjölfarið afneitað, því það er ekki „ætlast tQ“ að fólki líði á þennan hátt. Börn sækja í að sjá sig sjálf speglast í fólkinu í kringum sig. Jákvæð sjálfespeglun byggir upp öryggiskennd þeirra og sjálfe- virðingu og veitir þeim sjálfstraust til að tengjast öðmm. í hinni alkóhólísku fjöl- skyldu er afheitunin á tilfinningum svo al- ger að bömin læra aldrei hvemig tjá skuli tilfinningar sínar á heiðarlegan hátt. Þegar þessi börn vaxa úr grasi munu þau brosa þegar þau em reið, verða sviplaus þegar þau em sár og vera í stöðugri togstreitu milli innri líðanar og þess sem þau sýna utan á sér. Mörg FBA lifa lífi sínu samkvæmt kjör- orðinu, „Ef ég læt eins og þetta sé ekki að gerast þá hverfur það kannski af sjálfú sér“. Það er þeim annað eðli að afheita raun- vemleikanum — sérstaklega sársaukafull- um raunveruleika. Þetta á ekki síst við í samböndum FBA við gagnstæða kynið. Mörg FBA viðhalda sambandi ámm saman

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.