Vikan


Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 16

Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 16
— Leifur, hvaðan ertu og hvenær varstu fyrst var við að þú hefðir óvenjulegar gáfur? „Ég er 23 ára gamall garðyrkjumaður, feddur og uppalinn í Borgarfirði. Ég fann ekki neitt fyrir þessu til að byrja með nema hvað ég var dálítið myrkfelinn og frekar draumlyndur og ímyndunargjarn. Ég hef þó alltaf séð óljóst bregða fyrir litl- um verum eins og álfum og púkum án þess að gefa því neinn sérstakan gaum vegna þess að ég mótaðist af fólki sem leit á efhisheiminn sem hið eina raunverulega og fékk því enga staðfestingu á því sem ég sá og fann. Líklega uppgötvaði ég þessa hæflleika svo seint vegna þess að ég sé ekki svo mikið, heldur finn ég því meira og fe hugboð. Áður fyrr þurfti ég að kom- ast í ákveðið hugarástand til að geta séð. Nú sé ég einna helst orkustrauma og út- geislanir, eða árur manna, frekar en yfir- skilvitlegar verur.“ — Hvenær fékkstu sönnun fyrir því að þú værir skyggn? „Það var í janúar 1987 þegar ég var með vinkonu minni. Þá sé ég fyrir mér undar- legan mann standa í gættinni og vera að horfa á okkur, nema hvað hún minnist á af fyrra bragði að henni sýnist einhver mað- ur vera þarna. Ég staðfesti þetta og brá henni mjög, því að hún hafði haldið að þetta væri bara vit- leysa í sér. Ég var þá í leiðsluástandi svo ég tók þessu rólega, þar til daginn eftir þegar ég var með sjálfúm mér að ég áttaði mig á því hvað væri á ferðinni. Vinkona mín varð mjög hrædd og einhvern veginn reyndi veran að róa hana, en það hafði bara þver- öfúg áhrif þegar hún heyrði aðra rödd en mína.“ — Var þessi vera stödd þarna í ákveðn- um tilgangi? „Spíritistar eða andatrúarmenn tala gjarnan um að hver maður hafi eina eða fleiri verndarverur sem eru oftast framlið- ið fólk eða verur á öðru sviði og starfa þá gjarnan í geðlíkamanum sem er einn af innri líkömum manna. Ég komst að því seinna að þetta hafi verið verndari minn á þeim tíma. Hann var ffá annarri plánetu og hafði hann tekið að sér að hjálpa mér að „opna“ þessar dulargáfur og þroska næmi mitt. Þegar ég var búinn að átta mig á þess- um annarlegu hæfileikum mínum hvarf hann og aðrir hafa komið í staðinn. Ég var smeykur við hann í fyrstu en honum tókst að koma mér í skilning um að hann væri hér til að hjálpa mér. Hann var alltaf hjá mér og með tíð og tíma gat ég stillt mig inn á tíðnisvið hans. Það var góð tilfinning sálrænt séð að ég fann að það er alltaf ein- hverjir að handan sem hafa auga með okk- ur og maður er því aldrei einn. Hins vegar kom þetta miklu róti á heimsmynd mína, þar sem ég hafði talið mér trú um að slíkt gæti ekki gengið. Einnig varð ég svolítið argur út af því að geta ekki átt mín einka- mál í ffiði. Aftur á móti varð ég var við að mér gekk miklu betur að nudda fólk, sem ég hafði tekið upp á að gera um þetta leyti. Ég var nokkuð hvekktur af því mér fannst eins og einhver ytri og innri þrýst- ingur hafi verið að reyna að hafa áhrif á mig. Seinna komst ég að því að það var verndari minn og mín æðri vitund sem var 16 VIKAN 3. TBL. 1989 ■ ... sœtti mig við, eða neyddist til að samþykkja, að fleira vœri á sveimi í þessum heimi en augað fœr greint og hœgt er að þreifa á. ■ Það má reyndar finna sálfrœðilega skýringu á flestum ef ekki öllum þannig yfirskilvitlegum fyrirbœrum, sem er ein- hvers konar undirrót þess sem á eftir kemur. ■ Ég var búinn að þrá þessa ferð í mörg ár og var hún mjög mikilvœgur reynslutími fyrir mig. að reyna að fá mig til að opna augun fyrir þessum andlegu hæfileikum mínum. Ég sannfærðist endanlega um þennan tilgang verndara míns þegar ég var á leið til Reykjavíkur með Akraborginni. Þá tek ég eftir því þegar ég er kominn í land að ég ramba í öfuga átt við leið mína inn í bæinn sem er ekkert óvenjuiegt. Ég geng eftir Tryggvagötu og staðnæmist við glugga þar sem stendur á skilti Þrídrangur. Það sagði mér ekki neitt, nema hvað í glugganum stóð miðilsþjálfun. Ég affæð að líta inn og sé ég þá verndara minn fyrir ffaman mig og átta ég mig þá á því að hann hafði leitt mig þangað. Ég fór beint á námskeið- ið og síðan hef ég mikið umgengist fólk sem er að þroska sig með sjálffækt og and- legum aðferðum sem Þrídrangur stendur fyrir." Að geta allt í einu séð álfa og árur — Hvaða áhrif hafði þetta námskeið á þig? „Ég læknaðist alveg af svefherfiðleikum sem ég hafði lengi þjáðst af. Svefhleysið kom mikið niður á næmni mínu því það hafði gert mig afskaplega þunglyndan og neikvæðan. Maður sem er neikvæður og með slæmar hugsanir dregur til sín and- rúmsloft og hugsanir sem samsvara hans eigin bylgjum og gefur slæmt hlutskipti t lífinu, eða það sem sumir kalla „ill örlög" Þá hlýtur viðkvæmur eða næmur maður eins og ég var, sem hefur sterkar og sveiflukenndar tilfinningar, og mikla hug- mögnun og athafnarkraft, að draga til sín mun hrikalegri og meira niðurbrjótandi orkusveiflur frá umhverfinu heldur en hjá manni sem er jafhari og jarðbundnari. Enda var ég stöðugt með martraðir og slæmar draumfarir á milli þess sem ég gat lítið sofið. Á þessu námskeiði sætti ég mig við, eða neyddist til að samþykkja, að fleira væri á sveimi í þessum heimi en augað fær greint og hægt er að þreifa á. í raun hafði ég þráð þetta lengi en á þessu námskeiði fékk ég sterka persónulega staðfestingu, sem olli hjá mér varanlegri hugarfarsbreytingu og sem veitti mér innri frið. Það sem ég verð var við er að fólk með andlega hæfileika þráir afar sterkt að gera eitthvað við þetta. Þetta truflaði mig nokkuð í byrjun því ég vissi varla í hvorn fótinn ég ætti að stíga. Ég ætlaði mér að geta læknað allt og alla og sjá hitt og þetta fyrir fólk. Að geta allt í einu séð álfa og árur og annað er sambæri- legt við lítinn krakka sem hefur fengið í hendurnar skemmtilegt leikfang sem er gaman að, til að byrja með. Skömmu síðar fór ég á námskeið hjá konu sem hefur mjög miklar dulargáfur og hjálpaði það mér mikið. Þá áttaði ég mig betur á því hvar mínir hæfileikar lágu og ég gerði mér ljóst að ég yrði að koma mér niður á fast land Ég ákvað að breyta um umhverfi og fór vorið ’87 til vinnu í Þýska- landi til að jafna mig og finna mig betur. Þar fékk ég kærkomna hvíld ffá þessari aukagetu minni því Þjóðverjar eru mjög jarðbundnir og „raunsæir". Þetta var mikil- vægur umþóttunartími, einnig hafði ég um þessar mundir farið á sjálfstyrkingarnám- skeið hjá Þrídrangi sem veitti mér aukið sjálfstraust og ég fann betur hvað ég vildi fá út úr lífinu. Það er nógu erfitt fyrir venjulegan mann að búa við ys og þys borgarlífsins og streitu sem því fylgir, þegar ekki bætast ofan á skynjanir úr öðrum heimi, sem draga athyglina frá því sem þarf að ein- beita sér að í augnablikinu. Eins og að aka bíll og tala við samferðamann sinn á meðan að alls konar geðsveiflur, straumar og undarlegar verur svífa fyrir hugskots- sjónum. Náttúrlega fær maður hjálp til að yfirvinna þetta aukaálag, eins og t.d. frá verndurum mínum.“ — Segðu mér meira af samskiptum þín- um við verndarverur þínar? „Eitt sinn er ég lá veikur, komu til mín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.