Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 18
LEIKKONAN GHITA N0RBY í VIKUVIÐTALI
##
Og þá sagdi f
ykkar að eittæ
við sameiginle
„Mikið er gaman að heyra að Matadorþættirnir falla í góðan jarðveg á ís-
landi,“ segir leikkonan Ghita Norby brosandi og djúpir gamalkunnir spé-
kopparnir koma í Ijós. Þeir sömu raunar og prýða Ingeborgu Skjern kaup-
mannsfrú í Korsbæk, í fyrrnefndum sjónvarpsþáttum.
Ghita Norby er meðal vinsælustu leikara Dana og ein þeirra sem lengi
hafa verið þekktir hér á landi. Vafalaust muna eldri lesendur eftir henni í fjöl-
mörgum dönskum kvikmyndum sem sýndar voru hér uppúr 1960, en þar
léku auk Ghitu leikarar eins og Dirch Passer, Fritz Helmuth, Lily Broberg og
Ove Sprogoe. Tvö þau síðastnefndu leika nú með í Matador. Síðustu ár hef-
ur Ghita aðallega leikið á sviði og kvöldið áður en við áttum viðtal við hana
heima hjá henni, bauð hún okkur á sýningu Konunglega leikhússins á Húsi
Bernörðu Alba eftir F.G. Lorca, en þar leikur Ghita titilhlutverkið.
TEXTI: GUÐRÚN ALFREÐSDÓTTIR
UÓSM.: VALDÍS ÓSKARSDÓTTIR
Hún var fornfáleg en virðuleg
járnverkslyftan sem átti að flytja
okkur Valdísi ljósmyndara upp
til Ghitu Nprby, en hún býr á
þriðju hæð gamals húss í hjarta Kaupmanna-
hafhar. Lyfta þessi gat þó allt eins verið í
húsi Bernörðu Alba á Spáni eða hjá henni
frú Skjern í Korsbæk. Valdís hikaði frammi
fyrir þessum „fomleifum" en beit síðan á
jaxlinn og ruddist inn í lyftuna með þeim
afleiðingum að innri hurðin, sem var
vængjahurð, skelltist á nef blaðakonunnar
sem á eftir kom. Hún sá marglitar stjörnur
á leið upp — en engin þeirra var eins skær
og áþreifanleg og sú sem andartaki síðar
bauð okkur brosandi til stofu, um leið og
hún lét í ljós ánægju sína með velgengni
Matador á tslandi.
„Þættirnir voru líka óhemju vinsælir hér
í Danmörku," segir hún, „og hafa nokkrum
sinnum verið endursýndir, síðast í fyrra.
Það eru tíu ár síðan þeir voru gerðir en
vegna þess hve vandaðir þeir eru og mikill
metnaður lagður í þá, ætla þeir að standast
vel tímans tönn. Það var óskaplega gaman
að vinna að þessum þáttum og andinn
góður meðal leikaranna enda er ieikstjór-
inn Erik Balling svo yndislegur að starfa
með. Handritið að Matador var líka svo
gott og raunsætt, enginn sápuóperustíll
18 VIKAN 3. TBL. 1989
eins og Dallas þar sem enginn eldist og
hvergi sést blettur eða hrukka. En í upp-
hafi áttu þættimir aldeilis ekki að verða
24, það var bara ekki hægt að hætta vegna
hinna geysilegu vinsælda. Upptökur stóðu
yfir í fjögur ár og vom sex þættir teknir
upp á ári. Tökur byrjuðu oftast klukkan
sex á morgnana því margir leikaranna
þurftu að mæta á æfingar í leikhúsunum á
hádegi. En þetta gekk allt lygilega vel fyrir
sig því allir vom mjög vel undirbúnir; leik-
ararnir kunnu textann sinn og tæknifólkið
vissi hvað það átti að gera. Ég man nú ekki
mörg smáatvik frá þessum tíma, það er svo
langt síðan. Ég man bara að þetta var erfitt
en skemmtilegt tímabil og sérlega fag-
mannlega að öllu staðið. Suma leikarana í
þáttunum sá maður sjaldan eða aldrei, eins
og til dæmis meðlimi Vamæsfjölsky'ldunn-
ar, því samskipti hennar við Skjern-
fjölskylduna vom lítil og atriðin því tekin
upp sinn daginn hvert.
En það var alveg ótrúlegt hvað áhorf-
endur virtust lifa sig inn í sögu fólksins í
Korsbæk, þegar þættirnir vom fyrst
sýndir. Hvar sem ég kom var spurt „hvern-
ig hafið þér það frú Skjern?" og í verslun-
um „hvað var það fýrir yður frú Skjern?"
Eftir því sem á leið fór fólk svo að hafa al-
varlega skoðun á málum og gefa mér góð
ráð. „Nú finnst mér að þér ættuð að skilja
við mann yðar, þessi svívirðilega fram-
koma hans er alveg óþolandi." Á þessa leið
vom ráðin sem fjölmargir velviljaðir
áhorfendur gáfu mér í trúnaði. Ég átti
stundum í mestu vandræðum með að
benda á að þetta væri nú bara sjónvarps-
leikrit og að Jprgen Buckhpj væri ágætis
maður og kvæntur allt annarri konu.“
Hundleið á Ijúfum,
litlausum kvenpersónum
Ghita Nörby útskrifaðist úr leiklistar-
skóla Konunglega leikhússins tæplega tví-
tug að aldri. Hún hafði alltaf verið ákveðin
í að verða leikkona en engum þorað að
segja frá því, af ótta við úrtölur og stríðni.
Nú er Ghita á föstum samningi við Kon-
unglega leikhúsið og ffamabrautin hefur
verið greið. Sjálf segir hún: „Vemleg vel-
gengni hefur komið svona hægt og síg-
andi, sem er raunar það besta í þessu fagi.
Ég varð sannarlega enginn listamaður í
einni svipan, slíkt gerist ekki. Stundum
eiga fjölmiðlar þátt í að búa til einhverjar