Vikan


Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 59

Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 59
Hilmar Jónsson, sem er vinur Verrers matreiðslumeistara konungs sem sá um veisluna, sá um hangikjötið og matreiðslu þess. En ég verð að viðurkenna að þegar matreiðslumeistari konungs hringdi til mín og bað mig um að koma og sýna mat- reiðslufólki Óperukjallarans hvernig út- búa ætti laufabrauð og þessar mikið ræddu íslensku pönnukökur, þá varð ég montin — svo montin að ég sá ekki gólflð sem ég gekk á. Matreiðsla er ekki mín sterka hlið. Hefði ég verið beðin um að skreyta borðið eða eitthvað sem tilheyrir mínu fagi, þá hefði mér fimdist það eðlilegt. Jæja ég lærði hvað mont er; það er að mínu áliti: Að þykjast vera það sem maður er ekki. Þetta sem ég gerði fyrir matreiðslufólkið var að sýna hvernig skera á út og steikja laufabrauðið, sem ég hafði keypt tilbúið í Reykjavík. Hitt var að gefa því góða upp- skrift af pönnukökum sem var ekki einu sinni mín að uppruna. En allt gerði þetta mikla lukku. síst í Svíþjóð, hversu gott væri að ala upp böm á íslandi, t.d. þekkist hér engin mis- notkun á börnum sem er vandamál margra stórþjóða. Mér brá því heldur en ekki í brún í fyrra þegar ég kom til íslands og opnaði útvarpið. Það sem ég heyrði var vitnisburður kvenna sem höfðu verið sví- virtar og misþyrmt þegar þær voru böm. Hvernig gat þetta hafa gerst í okkar litla landi? Þetta er það sem mér finnst það ljót- asta sem hægt er að gera litlu barni. Mér kom þá fyrst í hug að peningamir gætu orðið þarna til hjálpar. Þær upplýsingar sem ég fékk þá var að ekki væri um neina beina hjálparstarfsemi að ræða á þessu sviði, en sú hjálp sem til staðar væri færi fram í gegnum Kvennaathvarfið. Ég setti mig því í samband við forsvarsmenn þess og þangað em peningamir komnir. Mér finnst alveg ótrúlegt hversu vægt virðist vera tekið á þessum málum á íslandi, mér finnst að ef slíkt athæfi sannast á mann- skepnu þá ætti að gelda hann! Eg hafði sagt öllum að á íslandi vœru börn aldrei misnotuð... mér brá því heldur en ekki í brún... það œtti að gelda þessar mannskepnur Mesta lukku vöktu þó íslensku jóla- sveinarnir. Steinunn Jóhannesdóttir leik- kona og rithöfúndur sá um þann þátt. Jóla- sveinarnir 13, hver og einn með sínum sérkennum, vom leiknir af íslenskum börnum, en auk þeirra komu fram Grýla og Leppalúði. Þau vom með látbragðsleik og söng, en Jón Rafiisson lék undir á píanó. Auk vinninganna sem mér hafði tekist að sníkja heima, þá fékk ég tvo flug- miða frá Flugfélaginu, íslensk hárgreiðslu- kona í Stokkhólmi gaf hárlagningu á stof- unni hjá sér og ýmislegt tíndist til. Heima hjá mér vom allar tiltækar ullarvömr tekn- ar ásamt lopapeysum og mjúku jólapakk- amir að heiman opnaðir og allt látið í happdrættið. Þegar til kom þá þurfti ég ekki að skammast mín fyrir vinningana og ágóðinn af happdrættinu var á milli 60- 70.000 íslenskar krónur, sem ég mátti síð- an ráðstafa til íslenskrar góðgerðarstofh- unar.“ - Veislan sjálf hefur þó kostað mikla peninga? „Ég get vel ímyndað mér að þetta væri sú ódýrasta þjóðarkynning sem gerð hefúr verið fyrir ísland. Alla mína vinnu lagði ég t.d. fram ókeypis, en ég fór ffam á að mér yrði borgað eitthvað af öllum þeim pen- ingakostnaði sem ég lagði ffam. Ég fékk þau svör að engir peningar væm til.“ Finnst að það ætti að gelda þessar mannskepnur! - í hvað fór síðan ágóðinn? „Ég hafði off rætt um það erlendis, ekki Ég las í sænsku blaði viðtal við mann sem réðst svona á böm. Hann var að lok- um talaður til og látinn samþykkja að láta gelda sig og í þessu viðtali er hann að segja frá þeim breytingum til batnaðar sem urðu á lífi hans á eftir. Mér finnst það í raun morð þegar svona er gert við börn. Ég skrifaði einu sinni grein í Svenska Ex- pressen vegna meðferðar á barni. Þetta var um morðmálið þar sem barn var látið vitna gegn pabba sínum um að hann hefði skorið konu í sundur. Ég skrifaði og spurði hvort enginn hefði hugsað út í það hvern- ig þessu barni kæmi til með að líða þegar hún væri orðin 16 ára og hugsaði til þess að hennar vitnisburður sem barns hefði komið pabba hennar í fangelsi ævilangt? Greinin kom svo á síðu 2 í Expressen og á eftir kom margt fólk til mín og þakkaði mér fýrir skrifin og sagði að hvort sem það hefði verið greininni að þakka eða ein- hverju öðm þá hefði barnið ekki verið lát- ið koma fýrir rétt aftur. Svona lagað held ég að gæti aldrei kom- ið fýrir listamann. Við eigum svo gott af því við getum sökkt okkur svo niður í sköpunina að við gleymum öllu öðm — þar á meðal kynhvötinni. Það sem mér finnst um ástarlífið er að hægt sé að skipta því í þrennt, eins og þríréttuðum hátíðarmat- seðli: Forréttur, sem em tengslin. Aðal- réttur, hvemig allt þróast. Ábætir, það sem verður. Mann langar ekkert í ábæti nema eitthvað hafi verið varið í hitt. Annars finnst mér ástarlífið svo heilagur hlutur að ekki eigi að ræða það nema undir fjögur augu. Og vanhelgun á því finnst mér glæpsamleg." Prinsessan bað um svuntu Kóngafólk er okkur íslendingum fjar- lægt og dálítið óraunvemlegt, enda þekkj- um við það flest ekki nema af því sem við lesum í blöðunum. Sigrún býr auðvitað nær þessu fólki en við hér heima og hefur fengið tækifæri til að hitta sumt þeirra, auk þess sem hún á góða vinkonu sem er prinsessa. „Fólk hefur spurt mig og verið mjög undrandi: ’Hvernig getið þið verið vinkonur. Hún sem er svo þurrleg?’ En hún Elisabet prinsessa af Danmörku er alls ekki þannig, hún hefúr oft heimsótt mig og einu sinni þegar hún var hjá mér á Li- dingö þá fékk ég hana til að fallast á stutt viðtal við blaðakonu á litla eyjablaðinu okkar, Lidingöposten. Hún lét til leiðast en þá sá ég hvað fólk átti við. Hún breytti al- veg um persónu í viðtalinu, svaraði mjög stuttlega og talaði ekkert við blaðakonuna út fýrir spumingamar. En þetta er elskuleg kona og hún hefur komið tvisvar til mín hingað til íslands og gist þá hér á Skóla- vörðustígnum. Einu sinni þegar hún var hér ákváðum við að hafa stóra veislu. Undirbúningurinn var mikill því við áttum von á 70-80 manns og allt á hvolfi, þá kom Elisabet til mín og spurði hvort ég ætti ekki svuntu og fór svo að hjálpa til við að smyrja snitturnar. Hún var ekki merkilegri með sig en það. Veislan tókst svo alveg stórkostlega vel, enda léku veðurguðimir við okkur þannig að við gátum verið mikið uppi á þaksvölunum en þaðan sést yfir stóran hluta af miðborginni." Við Egill emm til vitnis um það að út- sýnið af svölunum hennar Sigrúnar er stór- kostlegt, því þegar komið er inn í íbúðina hennar blasir fallegur, svartur smíðajárns- hringstigi við og þegar hún var spurð hvort íbúðin væri tveggja hæða þá sagði hún okkur að fara upp og skoða — sem við gerðum. Þetta var í desember og bærinn allur fagurlega skreyttur fyrir jólin og svo fallegur að því verður ekki lýst. Egill var reyndar ekki alveg eins hrifinn því hann var lofthræddur. En það var orðið áliðið þegar við ákváðum að láta þetta gott heita þó Sigrún gæti sagt frá ótal mörgu fleira skemmtilegu úr lífi sínu. Hún segist ekki vera neitt sérlega mikið fýrir börn, en öll börn löðuðust að sér. Alla vega var Egill al- veg heillaður, enda var Sigrún búin að gefa honum lítra af ís, súkkulaði og fleira - og fara í kapphlaup við hann á milli þess sem hún talaði við mig. Sigrún var einnig í óða önn að pakka og undirbúa helgarferð sína til Svíþjóðar daginn eftir, þar sem hún ætl- aði meðal annars að mæta í jólaboð hjá bandarísku sendiherrahjónunum og kaupa inn fýrir Kirkjumuni. Við kvöddum því þegar langt var liðið á kvöldið og vor- um leyst út með gjöfúm. Egill grét dálítið því Sigrún amma mátti eiga hann og hann ætlaði með henni til Svíþjóðar. 3.TBL 1989 VIKAN 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.