Vikan


Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 20

Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 20
stjömur úr ungum leikurum, sem trúa því að þau séu eitthvað merkilegt fyrirbrigði og missa því fljótlega fótfestuna. Sem bet- ur fór var gangurinn upp á við hjá mér hægur, þrep fyrir þrep, stundum tókst mér vel upp og stundum illa, eins og gengur. Nokkuð snemma var ég sett á bás sem hin góða unga stúlka, hvort sem var á sviði eða í kvikmyndum og sá tími entist helst til of lengi fannst mér. Ég varð hundleið á þessum ljúfu, litlausu kvenpersónum sem höfðu akkúrat enga dýpt. Eftir að ég eltist hætti ég svo að passa í hlutverk indælu tengdadótturinnar og fór loks að fá hlut- verk sem kröfðust einhvers og þess nýt ég nú út í æsar. Síðustu tvö árin hef ég til dæmis leikið annað aðalhlutverkið í Nótt ástmeyjanna og Lífi ánamaðkanna eftir Per Olof Enquist. Þá aðalhlutverkið í mónólóg sem ég skrifaði um líf leikkonunnar Jo- hanne Louise Heiberg, sem byggður er á skrifum hennar sjálfrar. Nú svo er það Bernarða alba og á næstu dögum fer ég að æfa hlutverk Virginíu í hver er hræddur við Virginíu Woolf?, í þriðja sinn. Svo þið sjáið að þetta eru stórkostleg hlutverk sem ég nú fe að glíma við.“ Fyrir um tuttugu árum voru Þjóðverjar á höttunum eftir kvikmyndaleikkonunni Ghitu Nprby, en heldur varð minna úr þeim frægðarferli en til stóð. „Vissulega hefði verið gaman ef ég hefði fengið veru- lega spennandi tilboð, eins og t.d. frá Pól- anski síðar en hann sýndi mér áhuga um tíma varðandi ákveðna mynd. En ég hafði lítinn áhuga á að leika ljúfu litlu frænkuna í þýskum kvikmyndum líka. Þar að auki vildu spekingarnir þarna endilega að ég léti rétta í mér ffamtennurnar, því önnur skagar nokkuð fram yfir hina, en það fannst mér alveg ástæðulaust að gera. Einnig fór óskaplega í taugarnar á mér þessi makalausa krafa um kynþokkaímynd skandinavískra stúlkna — skítt með aðra eiginleika þeirra. Nei, ég féll víst ekki al- veg í kramið hjá þeim á þessum árum. Fljótlega eftir þetta tóku við nýir tímar í danskri kvikmyndagerð og satt að segja fékk ég ekki ýkja mörg bitastæð hlutverk í þeim myndum sem þá voru gerðar. Kannski var ég ekki á réttum aldri, ein- hversstaðar mitt á milli. En allavega fór mér að ganga æ betur á leiksviðinu og sem sviðsleikkona öðlaðist ég smám saman aukinn þroska. Einstaka kvikmynda- og sjónvarpshlutverk hef ég þó leikið á undanförnum árum, nú síðast í sjónvarps- kvikmynd sem byggð er á einni af skáld- sögum Klaus Rifbjerg og sýnd verður lík- lega í mars. Það er í sjálfu sér mjög erfitt að gera upp á milli þess að leika í kvikmyndum og leikhúsi. Hvort tveggja hefur sinn sjarma og sína sérstöðu. List sem fest hefur verið á filmu lifir hvort sem manni líkar betur eða verr. Árangurinn verður eins- konar minnisvarði um þá sem þar komu við sögu, hvort sem um er að ræða meist- araverk eða mistök. Það sem við upplifð- um hinsvegar saman í leikhúsinu í gær- kveldi, munum við aldrei upplifa aftur. Auðvitað getum við varðveitt tilfinning- una innra með okkur en nákvæmlega sama upplifun næst aldrei aftur. Það er þessi list augnabliksins sem mér finnst svo stórkost- 20 VIKAN 3. TBL.1989 leg, það að einmitt þetta hér og nú verður aldrei endurtekið, heldur einfaldlega svíf- ur inn í eilífðina." Að kunna að staldra við Það er augljóst að leikhúsið skipar stór- an sess í lífi Ghitu Nprby, handapatið og spékopparnir segja allt um það. En vænan skerf eiga líka mennirnir í lífi hennar. Þeir eru eiginmaðurinn Svend Skipper, sem er tónlistarmaður, og sonurinn Giacomo sem hún á með fyrrverandi eiginmanni, leikar- anum Dario Campeotto. Giacomo er rúm- lega tvítugur og fluttur að heiman en þau ■ Hugsið ykkur nú bara ef ég ó nú kannski ein- hvern timann eftir að sitja íslenskan tölthest. ■ Það er í sjólfu sér mjög erfitt að gera upp ö milli þess að leika í kvikmynd- um og leikhúsi... ■ Ég er bjartsýn að eðlisfari, finnst gaman að lifa og hlakka til að takast ó við verkefni dagsins... mæðgin hafa náið samband sín í milli. Áhugamálin eru mörg, m.a. hestar og blómarækt. „Ég elska nálægð við mold og gróður og sakna þess að geta yfirleitt ekki verið meira úti í náttúrunni. Við hjónin eigum sumarhús hér skammt ffá Kaup- mannahöfn og þangað förum við eins oft og við mögulega getum. Við ætlum ein- mitt þangað nú á effir því aldrei þessu vant eigum við bæði frí ffá vinnu í dag og á morgun. Það er alveg yndislegt að geta verið þarna bara tvö í rólegheitum og notið þess að vera úti, spjalla, borða góðan mat og drekka gott vín. Þetta er meðal þess sem mér finnst virkilega gefa lífinu gildi. Það er svo mikilvægt fyrir okkur í dag að kunna að staldra við andartak, finna að við erum til og njóta samvista við okkar nánustu. Nú á tímum hraðans finnst okkur hinsvegar að alltaf þurfi eitthvað að vera að gerast annars sé eitthvað að og bara lagst í þunglyndi. Við kunnum ekki að slaka á, erum hrædd við þögnina og þor- um ekki að opna okkur gagnvart öðrum. Ég var lengi vel alveg ómöguleg ef ég hafði ekki sífellt nóg að gera í leiklistinni, en sem betur fer er það liðin tíð. Mér finnst ekki lengur mikilvægt að vera með í öllu og reyna að sanna að ég geti al't og kunni allt. Nú nýt ég þess að eiga smá ffí inn á milli til að geta gefið mér tíma fyrir aðra hluti og annað fólk.“ Ghita og Ingeborg eiga sjálfsagt eitthvað fleira sameiginlegt en það að vera greind- ar, einlægar og indælar konur. En Ghita er miklu fjörmeiri og áreiðanlega skapmeiri. Hún samsinnir því reyndar og bætir við: „Annars er erfitt að lýsa sjálfum sér, það verða aðrir að gera. Eitt get ég þó sagt með góðri samvisku og það er að þegar ég vakna á morgnana er ég undantekningar- lítið í góðu skapi. Ég er bjartsýn að eðlis- fari, finnst gaman að lifa og hlakka til að takast á við verkefni dagsins. En ég er ekki svo óþolandi að ég geti ekki einstaka sinn- um verið leið og örg. Ég er fimmtíu og þriggja ára gömul og hef að mestu átt gott líf hingað til. Ég hef nokkrum sinnum verið gift og á þar af leið- andi nokkra skilnaði að baki. Það er aldrei auðvelt að ganga í gegnum skilnað og off fylgir honum mikill sársauki, það hef ég reynt. Raunar segir það sig sjálft að á þess- um aldri hefur maður upplifað mest allan tilfinningaskalann. En ég held að öll reynsla sé manni til góðs ef maður reynir að læra af henni og nýta sér til aukins þroska." Hef hitt forsetann ykkar... Ghita fer skyndilega að hlæja, henni finnst við orðnar svo óskaplega alvöru- gefhar. Hún segist vilja hafa hlutverka- skipti og fá að spyrja okkur um ísland, sem hún þekki allt of lítið til. „En ég hef þó hitt forsetann ykkar, Vigdísi Finnbogadóttur," segir hún hrifin, „og hún finnst mér stór- fengleg kona. Við vorum eitt sinn saman í fínni veislu hér í borg, þar sem hún gaf sig á tal við mig og sagði meðal annars að eitt ættum við sameiginlegt ég og hún: sams- konar ffamtennur. Ég varð auðvitað mjög stolt, aldeilis ekki leiðum að líkjast fannst mér. En þetta var mjög skemmtileg og óvænt ánægja. Mig langar mikið að koma einhvemtíma til íslands, ég veit af afspurn að það er stórkostlegt Iand. Þið emð einu íslendingamir sem ég hef hitt, fyrir utan frú Vigdísi og Önnu Borg leikkonu, en hinsvegar þekki ég íslenska hesta af eigin raun og þá elska ég. Að ríða þeim úti í snjó og kulda og heyra þá frýsa er alveg sérstök tilfinning. Þeir hafia svo sterk og skemmti- leg séreinkenni. Hugsið ykkur bara ef ég á nú kannski einhvemtíma eftir að sitja ís- lenskan tölthest á íslandi. Það yrði stór- brotið. — Og nú fe ég, þökk sé ykkur, líka tækiferi til að kynnast íslenska kavíamum. Ummm, það verður veisla hjá okkur Svend í sumarhúsinu... □
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.