Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 32
lögð á húsfreyjuna, eða konuna, og hafði
hún þannig stórt og merkilegt hlutverk af
höndum að inna.
„Hvcrja vinnukonu lætur húsmóðir læra
að vinna, sníða, sauma, og setja til a1-
mennUeg föt karla og kvenna, svo þær
geti, þegar þær giftast, klætt bæði sig,
bónda sinn og börn. Hún lætur þær sjá alla
sína matarmeðferð og allan búnaðarhátt,
svo þær læra megi allar sínar forstands- og
sparnaðarreglur, þær sem þeim megi síðan
að gagni koma, efað þær megi ráðsvinnar
verða, og lifa ósómalaust.“3)
Fer konu illa að vilja
vera gáfuð
Griðkonur voru þær konur nefndar sem
þjónuðu fyrir borðum, svo í Seli og þvoðu
þvotta. Sá siður var iengi við lýði að karl-
menn létu konur þvo sér um höfuðið en
konurnar þvoðu sér sjálfar hjálparlaust.
Mest öll þjónusta við gesti var í höndum
kvenna m.a. að draga föt af gestunum og
þjóna þeim til sængur. Þessi siður hélst allt
fram á 19. öld.
Með iagaákvæði í Grágás um að gera
skuii við rifín föt og vot klæði þurrkuð,
hefír trúiega sú venja komið til, sem tíð-
kaðist langt fram á 20. öld að vinnukonur
voru látnar gera við föt af vinnumönnum
um helgar þrátt fyrir boðorð biblíunnar
um að halda hvíldardaginn heilagan: „þá
skaltu ekkert verk vinna og ekki sonur
þinn, eða dóttir þín, þræll þinn eða ambátt
þín.‘A)
í hinum fornu Búalögum eru kvenna-
störf oftast nefnd „matlaunaverk“.
Við siðaskiptin breyttist viðhorf til
kvenna mjög mikið. Hlýðniboðorð kirkj-
unnar voru langt ffá því að vera lýðræðis-
leg. T.d. lýsa þessi orð Marteins Lúthers
miklu: „Enginn klæðnaður fer konu jafh
illa og það að vilja vera gáfuð“,5)
Árið 1552 voru laun vinnukvenna í Við-
ey metin til jafhs við laun drengja eða Vs á
við vinnumenn.
Árið 1564 voru sett lög, hinn svokallaði
Stóri dómur. Urðu þau örlagavaldur fyrir
marga í þær tvær aldir sem þau voru í
gildi. En sakir réttleysis og umkomuleysis
vinnukvenna urðu þær öðrum ffemur
fórnarlömb laganna því stúlkum, sem í ör-
væntingu sinni fyrirfóru nýfæddum börn-
um sínum, var drekkt. Allt frá þessum tíma
hefur réttur kvenna verið fyrir borð bor-
inn í íslensku Þjóðfélagi.
Algjör undantekning var ef stúlkur nutu
einhverrar menntunar í bóklegum grein-
um, helst var það að höfðingjadætur nytu
kennslu einkakennara, en nám kvenna í
skólum landsins þekktist ekki. Uppúr
miðri 19. öld fór afstaða manna að breyt-
ast hvað varðar réttarstöðu kvenna. Um
Evrópu barst sjálfstæðis- og frelsisandi í
kjölfar ffönsku byltingarinnar.
Vatns- og kolabuðrur,
þvottar og uppskipun
Ennfremur eru miklar breytingar í ís-
lensku þjóðfélagi. Bæjarsamfélagið er að
ryðja sér til rúms, með þeim afleiðingum
að menntun kvenna, er hingað til hafði far-
ið ffam á baðstofuloffinu og dugað þeim
ágætlega, dugði ekki til í hinu breytta sam-
32 VIKAN 3. TBL. 1989
félagi og kom þá betur í ljós réttindaleysi
kvenna.
Með bæjarsamfélaginu myndast margar
nýjar starfsgreinar svo sem vatns- og kola-
burður, að ógleymdum þvottalaugunum.
Þetta voru mjög líkamlega erfið störf, mest
í kvenna höndum.
í Reykjavík tíðkaðist sá ósiður að þræla
kvenfólki út í uppskipunarvinnu, vistráðn-
um stúlkum jafht þeim sem áttu með sig
sjálfar.
Fyrsta kvenfélag, sem sögur fara af á ísl-
andi, var stofhað að Ási í Hegranesi í
Skagafirði árið 1869, Kvenfélag Rípur-
hrepps. Tilgangurinn með stofnun félagas-
ins var að hvetja konur til betri menntun-
ar, betri nýtingar á innlendum fæðuteg-
undum og auka verðmæti söluvarnings.
„Sköpunarsagan hefur verið áhrifarík
allt fram á okkar daga og er einn mesti
þröskuldurinn á vegi kvenna til jafnstöðu
við karla. Fyrri kynslóðir hafa ákveðið
verkaskiptingu hjóna með skírskotun til
móðurhlutverksins og kenninga um að
■ Sá siður var lengi við lýði
að karlmenn létu konur þvo
sér um höfuðið en konurnar
þvoðu sér sjálfar
hjálparlaust.
■ Engin lagaákvœði taka
tillit til þess að oft gerir
staða eiginmanns sérstakar
kröfur til konu sem
húsmóður.
móðurástin sé föðurástinni margfalt meiri
og göfugri‘{'}
í framfærslukostnaði koma heimilisstörf
húsmæðra ekki fram. Heimburður mat-
væla og matreiðsla, hreinhald híbýla og
fatnaðar og því um líkt, og einkum um-
önnun barna telst einskis virði þegar
reiknað er út hvað lífsframferi lands-
manna kostar.
Engin lagaákvæði taka tillit til þess að
oft gerir staða eiginmanns sérstakar kröfur
til konu sem húsmóður. Konur sem giftar
voru embættismönnum höfðu langt fram á
þessa öld og hafa sumar enn, margvíslegum
skyldum að gegna sem aðrar húsmæður
eru yfirleitt lausar við. Embættismanna-
konur voru eins konar ólaunaðir starfs-
menn ríkisins.
Þær sem giftar eru mönnum sem eru
erlendis í utanríkisþjónustu verða að
fýlgja mönnum sínum hvert sem þeir eru
sendir. Eiga þær þess sjaldan kost að nota
starfsmenntun sem þær kunna að hafa afl-
að sér.
Konur sem giftar eru rithöfundum,
skáldum og öðrum sem vinna heima fyrir,
vernda menn sína fyrir síma og dyrabjöllu
svo þeir hafi vinnufrið. Margar konur gera
þetta samkvæmt fýrirskipunum. Eiga þær
þess vegna stundum illa heimangengt.
Konur stjórnmálamanna og fjölmargra
annarra þurfa að sjá um að eiginmaðurinn
fái frið til að borða og hvíla sig þegar hann
er heima.
Við útreikning á verði á landbúnaðar-
vörum hefur fram á 8. áratuginn ekki verið
tekið tillit til vinnu bændakvenna. Eftir
það voru húsfreyju aðeins reiknaðar 600
stundir í þágu búsins á móti 2900 hús-
bóndans. Úr bréfi sveitakonu til Önnu Sig-
urðardóttur árið 1960:
„Mér fínnst það hróplegt ranglæti, að
sveitakonur, sem ganga til verks með
manni sínum og auka þannig verulega
beina framleiðslu búsins, skuli ekki hafa
sömu réttindi og konur í kaupstað.‘‘7)
Bændakonur fengu sinn hlut ekki leið-
réttan að fullu fýrr en eftir kvennaffídag-
inn 1975.
Af menntunarleysinu hefur
margt ill stafað
Frumkvöðull til að hefja baráttu á ís-
landi fyrir menntun kvenna, Þóra Melsteð,
hafði hlotið meiri menntun en aðrar kon-
ur hérlendis á þessum tímum. Hún fann til
niðurlægingar þeirrar sem margar konur
voru í sökum menntunarleysis. 1. okt.
1874 var Kvennaskólinn settur af Þóru,
sem barðist alla sína ævi fyrir menntun ís-
lenskra kvenna.
Páll Melsteð, maður Þóru, segir svo í rit-
gerð um upptök Kvennaskólans í Reykja-
vík:
„að kvenfólk hafí yfírleitt alist upp í til-
gangsleysi og vanþekkingu til munns og
handa, og þar af hefíir eðlilega leitt fyrst
og fremst að mörg kona með góðum, jafn-
vel ágætum náttúrugáfum, hefíir sýnst
standa langt að baki mannsins í þekkingu,
og ekki haft hug eða skynbragð á því, sem
honum hefíir verið mjög ríkt í skapi. Enn
fremur hefur margur heimskinginn, sem
eitthvert nasavit hefíir fengið á bókmennt-
um, þótzt standa miklu framar en kona
hans, þótt vel væri greind, af því að hana
vantaði menntun og traust á sjálfri sér. Af
menntunarleysinu hefíir margt illt stafað,
t.d. stjórnleysi á heimili, óþrifnaður og ó-
regla. Og hvernig getur nokkur ætlast til
þess, að menntunarlítil eða menntunar-
laus húsmóðir kunni að stýra hjúum sín-
um og börnum eins vel og viturlega eins
og hin, sem menntun hefíir fengið bæði til
munns og handa. En þrátt fyrir alla erfíð-
leika og allt skólaleysi, voru þó til margar
heiðarlegar undantekningar..." 8)
Nú kemur til kasta Alþingis....! Ekki voru
allir alþingismenn jafn ánægðir með þá ár-
áttu kvenna að fá viðurkennd þau réttindi
sem nú á dögum eru talin til almennra
mannréttinda. Á síðustu áratugum nítj-
ándu aldar hófst hin mikla barátta kvenna
fyrir jafnrétti og mannlegri virðingu.
Árið 1882 voru sett lög á Alþingi sem
kveða á um að:
„Ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem
standa fyrir búi, eða á einhvern hátt eiga