Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 40
TEXTI: BJÖRN HRÓARSSON
JARÐFRÆÐINGUR
UÓSM.: ERLINGUR ÓLAFSSON
Fjölmargir íslendingar eiga jeppa-
bifreiðar en fæstir nota þær þó sem
slíkar. í mörgum tilfellum er jepp-
inn eins konar stöðutákn. Hann fer vel á
hlaði og er fínn til að skreppa á í sund og
svo í Bláfjöll á veturna til að komast á
skíði. í öllum þessum tilfellum dugar
minniháttar fólksbíll.
Á íslandi eru þó til menn sem nota jepp-
ana sína sem jeppa. Nota þá þar sem ekki
þýðir að koma á fólksbílum jafhvel þó þeir
séu með drif á öllum hjólum. Þessir menn
eiga með sér félagsskap er nefnist Ferða-
klúbburinn 4x4. Klúbburinn var stoftiað-
ur 10. mars árið 1983 og síðan hefúr fjöldi
meðlima vaxið jafht og þétt og eru þeir nú
rúmlega 300.
Hér er um ferðafélag að ræða þar sem
ferðast er um á einkabílum. Félagið var
stofnað til að gæta hagsmuna jeppamanna,
stuðla að bættum ferðamáta og góðri um-
gengni við landið.
íslenskur vetur með miklu af íslenskum
40 VIKAN 3. TBL. 1989
snjó er ein aðalforsenda notkunar á
jeppum. Á sumrin er land of viðkvæmt til
að nota jeppana utan vega og vegina kom-
ast jú flestir bílar. Jeppana má því nota á
jöklum á sumrin en alls staðar á veturna
þar sem snjór er. Flestir jeppanna í Ferða-
klúbbnum 4x4 eru með stór dekk og
fljóta því vel ofan á snjónum. Bílarnir
sökkva yfirleitt minna í snjóinn en gang-
andi maður.
Eitt stærsta baráttumál ferðaklúbbsins
hefur verið að koma á „réttu“ hugarfari
gagnvart þessum stærri dekkjum. Fyrst
fengu menn ekki skoðun á bíla sína ef þeir
voru mikið „upphækkaðir" og á mjög stór-
um dekkjum. Fordómar gagnvart þessu
hafa minnkað og starfsemi klúbbsins hefhr
skilað þar góðum árangri. Jeppamenn og
þar með meðlimir klúbbsins hafa lengi
legið undir ámæli fyrir að skemma landið.
Eitt öflugasta markmið klúbbsins er að
koma algerlega í veg fyrir skemmdir á
gróðri og hefúr þar mikið áunnist þó lengi
leynist svartir sauðir irman um.
Boð og bönn hafa löngum verið vinsæl
aðferð stjórnvalda á íslandi við að hindra
náttúruspjöll og ómenningu hvers konar í
umgengni við landið. Þessi aðferð hefur
skilað fremur litlum árangri en skilningur
hins vegar farið vaxandi á nauðsyn þess að
lfæða fólk um hversu viðkvæm náttúran er
og fá það þannig á hennar band.
Mikil gróska er innan ferðaklúbbsins og
má þar nefha árshátíð, jeppasýningu, skála-
byggingu og samstarf við Bifreiðaeftirlit
og Náttúruvemdarráð. Reglulegir fundir
eru einu sinni í mánuði þar sem vettvang-
ur er til þess að rabba um tækniatriði,
ferðalög, landsvæði og hvaðeina sem
mönnum kann að liggja á hjarta sem teng-
ist „sportinu".
Löngu er ljóst að boð og bönn þjóna litl-
um sem engum tilgangi í samskiptum
stjómvalda við jeppamenn firekar en aðra
ferðamenn. Hins vegar hefur tekist mjög
vel að koma þeirri tilfinningu inn hjá
félagsmönnum að það sé ekkert fínt að
valda spjöllum á landinu okkar eða skilja
eftir msl eða önnur miður falleg ummerki.
Þarna er búið að byggja upp mjög traustan
kjarna fólks sem leggur metnað sinn í að
gera ekkert slíkt og síðan smitar þetta út
ffá sér og svörtu sauðirnir fara að skamm-
ast sín. Enda hefúr náttúruspjöllum af
völdum jeppa fækkað mjög á síðustu
ámm. □