Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 25
Áhuginn ræður
Ari Alexander sér um að
hárið á rétt snyrtu fólkinu sé í
fallegu formi og hvert hár á
sínum stað. Ari er á fimmta ári
hjá Báru Kemp í Hári og snyrt-
ingu, en Bára er fyrir löngu
landskunn fyrir sín handbrögð
og Ari búinn að læra þar
margt, enda þegar farinn að
skapa sér nafii þó ungur sé. „Ég
byrjaði hjá Báru strax eftir 9.
bekk. Bára er æðislega hörð,
en um leið mjög góð. Ég lít í
raun á hana sem uppeldismóð-
ur mína því ég er meira hjá
henni en heima hjá mér. Það
var eiginlega dálítið skrítið
hvernig ég byrjaði hjá henni.
Ég var lengi búinn að velta
fyrir mér hvað mig langaði að
gera og hárgreiðsla hefði
kannski ekki átt að vera ofar-
lega á lista því sjálfur fór ég
ekki til rakara fyrr en ég var 13
ára. Mamma klippti mig alltaf.
En í 9. bekk fór ég í starfskynn-
ingu á hársnyrtistofu Dóra á
Langholtsveginum og spurði
hann þá hvort ég gæti komist
að hjá honum í vinnu. Hann
sagði já og ég fór heim sæll og
glaður. Síðan fór ég og talaði
við yfirkennarann yfir hár-
snyrtideildinni í Iðnskólanum
sem tók mér vel og sagði mér
allt sem ég þurfti að vita um
námið. Daginn eftir hringir
hún svo til mín aftur og segir
að Bára Kemp hafi hringt til
sín og verið að spyrja hvort
hún vissi um einhvern strák
sem vildi verða nemi hjá sér
og henni datt ég í hug. Mér
fannst þetta mjög spennandi,
en fannst ég ekki geta sagt já af
því ég var búinn að tala við
Dóra. Ég dreif mig þá til hans
aftur til að sjá hvort allt væri
ekki við það sama, en þá var
ekki jafn gott í honum hljóðið
og fyrr og hann var ekki viss
um að hann gæti gefið mér
vinnu. Þar með var það ákveð-
ið að ég færi til Báru — þar sem
ég hef verið síðan."
Ari hefur margt um fagið sitt
að segja. Hann segir að sér
þyki mjög skemmtilegt að
vinna við það, en um leið sé
það rosalega krefjandi og
erfitt, því bæði standi fólkið
við vinnu sína mest allan dag-
inn og noti auk þess mikið af
sterkum efhum sem setjast í
öndunarvegimi. Ari segist líta
á hárgreiðslu sem list og finnst
að flestir sem ekki starfa við
fagið vanmeti þetta starf. Þetta
fólk segi við sig með hálfgerðri
fyrirlitningu: „Hvað, ertu bara
rakari!“
Hróbjartur Lúðvíksson skrifar:
Þvargad eg þvælt
Það sýnist sitt hverjum
| um pólitíkina. En um
" eitt atriði eru þó
skoðanir fólks á einn
veg, að það þvargar alltof mik-
ið þetta Alþingisfólk. Þetta fólk
hefur þó tekið að sér að gefa
stjómkerfi og stjórnarháttum
örlítið virðulegra yfirbragð. Sá
góði ásetningur hefur algjör-
lega mistekist.
Það fer ffam kostuleg um-
ræða í landinu um þessar
mundir. Stór pólitísk umræða
að sjálfsögðu en hún er á held-
ur lágu plani og hávaðinn er
með eindæmum mikill.
Þó að við gömlu og reyndu
hreppsnefndarmennirnir
hérna fyrir norðan höfum á
löngum ferli oft fengið orð í
eyra og þar af leiðandi látið
ýmislegt fjúka í hita leiksins,
þá finnst mér flest af því vera
eins og helgibókartal miðað
við það sem „stóru" karlarnir
fyrir sunnan láta sér um munn
fara um þessar mundir í fjöl-
miðlum. Manni ofbýður yfir
hverjum fféttatíma í sjónvarp-
inu.
Það eru þó aðallega þrír
menn sem eru öðrum kjaftfor-
ari, það eru þeir Ólafur
Ragnar, Jón Baldvin og Sverrir
Hermannsson sem stýrir þjóð-
arbankanum, og svo er Stein-
grímur Hermannsson talsvert
yfirlýsingaglaður þó hann noti
prúðari orðaforða. Það er engu
líkara en þessir menn haldi að
þeir sem hæsi tala muni njóta
mestrar virðingar alþjóðar.
Fjölmiðlarnir leika þarna stórt
hlutverk og hossa þeim mest
sem eru málglaðastir.
Við dreifbýlismenn höfum
áhyggjur af þróun mála fyrir
sunnan. Það virðist vera komin
slagsíða á alla stjórnsemi og at-
hafhasemi.
Nú ríkir algjört úrræðaleysi
hjá þeim sem stjórna peninga-
málunum og bitnar það ekki
síst á þeim sem eru að þrjósk-
ast við að þjóna hinni fögru, en
líklega úreltu hugsjón, jafn-
vægi í byggð landsins.
Það eina sem menn eru sam-
mála um er að athafnalíf sé á
horriminni og til ráðstafana
þurfi að grípa. En hverra ráð-
stafana? Þá eru menn ekki
lengur sammála. Það eru gerð-
ar kröfur um eyðslu og fram-
kvæmdir, og svo er rifist um
hvemig skal afla tekna til að
mæta bruðlinu. Það er rifist
um skatta og vexti. Á sama
tíma kemur upp á yfirborðið
vitneskja um allskonar auka-
tekjur og sporslur ráðherra,
Alþingismanna og bankastjóra.
Ferðafríðindi og biðlaun og
hvað það heitir allt saman.
Okkur skítblönkum dreif-
býliskörlum ofbýður. Mér
verður olf hugsað til þess með
hvaða hugarfari menn gefa
kost á sér til stjórmálaforystu.
Telur þetta fólk sig vera snjall-
ara umífam aðra? Em það hug-
sjónirnar? Hefur almenningur
virkilega trú á því hjá þessu
ffamboðsfólki til að láta gott af
sér leiða og þá í þágu almenn-
ings? Það má líta á þá stað-
reynd að mjög fáir sem eru í
virkilega arðbæmm störfum
gefa kost á sér til stjórnmála-
baráttu. Það má miklu ffemur
telja að þeir sem leggja fyrir
sig pólitík séu að bæta hag
sinn, beint eða óbeint, af því
að þeir fengu ekkert annað
arðbærara að starfa. Nema að
það sé metnaðurinn?
Metnaður manna er flókið
fyrirbæri og vafalaust erfitt að
skilgreina hann. Fæstir okkar
„hæstvirtu" kjósenda höfum
lengur trú á hugsjónalofgjörð-
um og hástemmdum yfirlýs-
ingum um bætta hagi. Ráðleysi
og of mörg svikin loforð ffam-
bjóðenda í öllum flokkum
sanna okkur hve orðaflaumur-
inn er innantómur, nú sem oft
áður.
Eitt stórkostlegasta uppá-
tæki í íslenskri pólitík að
undanförnu eru fundahöld AA-
foringjanna um landið undir
kjörorðinu ,Á rauðu ljósi“.
Herferð þessi átti að verða svo
áhrifarík að í lok hvers fundar
skyldi skotið rauðum blysum á
loft. Eitthvað varð þó minna úr
þessum rauðu rakettusýning-
um en til stóð, því hingað til
hafa það helst verið skipbrots-
menn sem skjóta slíkum blys-
um á Ioft. Óviðeigandi er að
kenna fundahöld Ó.R.G. og
J.B.H. við skipbrot.
Þegar umræðan um risnuna,
ferðakostnaðinn og biðlaunin
stóð sem hæst fyrir nokkru, þá
gekk Guðrún Helgadóttir for-
seti sarrieinaðs þings fram fyrir
skjöldri og taldi að vart væri
fært að skera niður risnu Al-
þingismanna á ferðalögum,
þeir væru engir venjulegir
kontóristar.
Guðrún talaði einnig um
húsnæði Alþingismanna og
óviðunandi aðstöðu og
þrengsli. Ekki getum við búist
við sparnaði af hálfu Guðrúnar
ef hún fær að ráða.
Þetta kom til umræðu hjá
okkur fyrir norðan að loknum
síðasta hreppsnefndarfundi.
Við tökum nefhilega oft upp
frjálsara hjal að loknum
fundum. Það kom í ljós að
þessi ummæli Guðrúnar höfðu
vakið nokkra athygli. Merki-
legt nokk að þó við værum
ósammála um flest á hrepps-
nefndarfundinum, þá vorum
við sammála, hvar í flokki sem
við stóðum, um hvernig hægt
væri að spara í stjórnsýslu
ríksins. Það þarf að fækka Al-
þingismönnum niður í 41 —
segi og skrifa fjörutíu og einn.
Þá mun rýmkast verulega um
starfsemi Alþingis svo að ekki
þarf að byggja í bráð og rekstr-
arkostnaður hlýtur að snar-
lækka. Þetta væri gott skref til
sparnaðar auk þess sem
nöldrið, þvargið og þvælan
hlyti að minnka hlutfallslega.
Mér verður oft
hugsað til þess
með hvaða
hugarfari menn
gefa kost ó sér til
stjórnmólaforystu.