Vikan


Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 50

Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 50
Mary Barbouf ÁVÖXTUR Morny hafði glatað hjarta sínu til Karls Remmer þegar á þeirri stundu er hann gekk inn í skurðstofu stóra sjúkrahússins í Glasgow en þar starfaði hún sem hjúkrunarkona. í byrjun hafði hún alls ekki gert sér grein fyrir þessu. En hann virkaði svo unglegur, svo ein- beittur og öruggur og hann sökkti sér svo niður í verkefni sín. Hann hafði þegar unnið sér mikið álit sem skurðlæknir. Þrátt fyrir þetta var ertthvað svo drengjalegt við hann og bjarminn í augunum fékk hverja og eina af hjúkrunar- konunum til að falla fyrir honum ... allar nema Morny, hélt hún sjálf. En svo þegar það rann upp fyrir henni að þrátt fyrir mótstöðu hennar var hún mjög svo ástfangin af honum og þess vegna varð uppgjöf hennar miklu meiri. „ . , BÓKAUTGÁFAN RAUDSKINNA Raudskinna Sími: 651099 flýtti sér í áttina til hins slasaða manns, og í sama mund hvarf maðurinn í svörtu skikkjunni úr aftursætinu og fylgdi læknin- um eftir með löngum, þungum skrefum. Hún sat sem steini lostin og starði út um rúðuna. Hún efaðist ekki hið minnsta lengur. Ungi, svartklæddi maðurinn var það, sem hann sagðist vera, — nefnilega Dauðinn! Parna úti á upplýstum veginum kraup læknirinn og reyndi af veikum mætti að glæða hið litla flöktandi ljós lífsins, - en þarna, með frakkann flaksandi draugalega í vindinum, beygði Dauðinn sig yfir mann- inn og slökkti neistann. Á sama augabragði datt henni Anna í hug, og hún skildi þegar, að hvorki Mar- teinn né hinn duglegasti læknir gæti bjarg- að lífi litlu stúlkunnar hennar ef hún kæmi um leið með Dauðann til hennar. t einu vetfangi þaut hún út úr bílnum, og rödd hennar varð að rámu ópi, þegar hún kallaði: — Marteinn! Marteinn læknir! Flýtið yður! — Hún klöngraðist aftur inn í bílinn og settist við stýrið og ók hægt af stað. Læknirinn, sem varla hafði sleppt taki sínu af hinum látna manni, tók á rás á eftir bílnum, og á andliti hans gat hún séð, að nú var hann ekki í neinum vafa um, að hún væri orðin vitlaus. — Stökkvið upp í, læknir, hrópaði hún og hratt afturhurðinni upp. Marteinn læknir henti sér inn í bílinn og lenti með þungum skelli á gólfmu. Hún jók samstundis ferð- ina og steig bensíngjafann í botn. En Dauð- inn stóð eftir á veginum með frakkalöfin blaktandi og útréttar hendur. Eftir 15 mínútna akstur ók hún upp traðirnar og inn um hliðið hjá Markúsi bónda. Marteinn læknir greip töskur sínar í flýti, en hún sá að svitinn draup af enni hans, svo að hún ályktaði að síðasta spöl- inn hefði hann setið í aftursætinu dauð- skelkaður um, að hún æki bílnum út af. — Ó! Það er gott, að þér eruð komin, frú Dóra. Markús bóndi kom hlaupandi eftir hlaðinu. — Flýtið yður. Anna liggur uppi á lofti. Hún hljóp upp stigann og stóð augna- bliki síðar við rúm Önnu. Hún fann til sársauka fýrir hjartanu þegar hún sá litlu stúlkuna sína, sem lyfti sóttheitu, grát- bólgnu andlitinu frá blautum koddanum og kallaði: — Hjálpaðu mér, mamma! — Svo heyrði hún rödd læknisins fyrir aftan sig og vék til hliðar, til þess að læknirinn gæti komist að. Hann dróp teppið varlega til hliðar og rannsakaði sárin á lemstruðum líkama barnsins. Þegar hann að lokum opnaði töskur sínar, stóð hann andartak kyrr. — Frú! sagði hann lágri röddu, — mér þykir leiðinlegt að þurfa að viðurkenna það, en ég verð að biðja yður að yfirgefa herbergið, því að návist yðar gerir mig ó- styrkan. Hún drúpti höfði og andvarpaði. Enn taldi hann hana vitskerta, og hann óttaðist hana meira að segja. — Guð veri með yður í starfi yðar, læknir, sagði hún lágmælt og fór. Meðan hún gekk niður stigann, heyrði hún skrafið í vinnukonunum, sem voru að drekka kaflfi í eldhúsinu. - Gamli læknirinn var hérna fyrir stuttu, heyrði hún eina konuna segja, — en hann varð að fara í sjúkravitjunina, og hann taldi, að hún mundi ekki lifa það af. Dauðinn kemur áreiðanlega í kvöld, sagði hann raunalega, þegar hann fór. Himinninn var dimmur en heiðskír, þegar hún kom út og heyrði skyndilega klið í bifhjóli, sem nálgaðist bæinn frá þjóðveginum, og í tunglskininu sá hún bifhjól, sem þaut á fleygiferð eftir vegar- álmunni að bænum. Hún hrökk við. Hún hafði séð þetta skærrauða bifhjól fyrr, já — fyrir hálftíma við gatnamót Bosby og Halsted. Hjólreiða- manninn þekkti hún líka aftur, ungan mann, klæddan svörtum, flakandi möttli og með andlit sem nár. Hún varð máttlaus af skelfmgu. Dauð- inn! Á leið til Önnu litlu! Hún þaut allt í einu af stað yfir hlaðið og út um hliðið. Hún greip skóflu, sem stóð upp við hvít- kalkaðan haughússvegginn, lyfti henni ógnandi, um leið og mótorhjólið var stöðvað rétt hjá henni. Með svarta möttulinn þétt vafinn um sig gekk Dauðinn löngum, þungum skrefum til hennar. — Gott kvöld, firú. Ég skil ekki enn, muldraði hann, að þér skulið geta séð mig. Hann yppti öxlum og hélt áfram og brosti dauflega með blóðlausum vörunum: — En auðvitað eru engar reglur óhrekjanlegar, og fýrr eða síðar kemur fram undantekn- ing. — Hingað inn fáið þér ekki að komast, sagði hún og varnaði honum vegarins. Áköf þrjóska skein úr augum hennar og hún lyfti skóflunni ógnandi. — Hingað inn! sagði dauðinn háðslega. - Ég ætla alls ekki inn fyrir, frú. — Hann hló skyndilega, hásum viðbjóðslegum hlátri. — Ha ha. Þér virðist algerlega hafa misskilið erindi mitt, hló hann. — Erindi yðar er að sækja aumingja litlu dóttur mína, sagði hún biturt. — Mitt erindi, sagði hann stuttur í spuna, — er að sækja yður! Hún hörfaði ósjálfrátt undan þessari ógnandi staðhæfingu, og um leið gekk Dauðinn frarn og reif skófluna fimlega úr höndum hennar og kastaði henni aftur fyr- ir sig. —Já, ég er kominn til að sækja yður, frú, hló hann, — og samkvæmt áætlun minni á það að verða eftir eina mínútu, í garðinum við steinvegginn þarna. Hún sneri sér snöggt við, hljóp gegnum hliðið, yflr hlaðið og áfram fýrir fjárhúsin. Tryllingslegt óp hennar bergmálaði í djúpri kyrrð næturinnar, og hún horfði ffávita af skelfingu á Dauðann vefja káp- unni þéttar um sig og fylgja henni eftir. Hún hljóp af stað aftur, fýrir horn hlöð- unnar og áffarn eftir troðningi, sem lá út í garðinn. Hún æpti aftur og leit aftur fýrir sig, en dauðinn sást ekki lengur. Hún stansaði örmagna af þreytu og geðshrær- ingu og stóð ráðvillt og leit í kringum sig. Þá heyrði hún skrjáf rétt hjá sér, og Dauð- inn stóð aftur rétt fyrir ffaman hana, hár, þögull og ógnandi. Frakkalöfin bærðust í vindinum eins og blævængir, og hann benti án þess að mæla orð ffá munni á stað 50 VIKAN 3. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.