Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 8
háskólann, Sigurborgu sem er kennari og
auk þess með háskólapróf frá íslandi,
London og Washington, og yngsti sonur-
inn er Emil Jón sem útskrifaðist sem lækn-
ir í Svíþjóð 17. júní 1988. Þessi hópur og
fjölskyldur þeirra hafa gefíð mér þá
mestu gleði í lífinu sem ég hef getað hugs-
að mér!“
— Eru feður barnanna læknar? er spurn-
ing sem kemur strax upp í hugann.
„Nei,“ segir Sigrún. „Ég veit ekki ná-
kvæmlega hvernig stendur á þessum
áhuga á læknisffæði... og þó. Langamma
mín var Þorgerður Jónsdóttir á Litlu-Heiði
í Mýrdal. Hún var ljósmóðir en þótti um
leið mjög góður læknir og það hefúr æxl-
ast þannig að ótrúlega margir niðjar henn-
ar eru læknar. Þegar Emil Jón var að ljúka
læknisprófinu í sumar frá Svíþjóð, veistu
þá hvað hún mamma hans gaf honum í út-
skriftargjöf þegar hinir fengu sportbíla og
annað þess háttar? Ég gaf honum agnarlitla
biblíu!" Sigrún sýnir með fingrunum
hversu lítil biblían er og að því best verð-
ur séð þá er hún örlítið stærri en eldspýtu-
stokkur. „Þessa biblíu getur hann því tekið
með sér hvert sem hann fer. Hún er í fínu
mjúku leðurbandi og er ffá 17. öld, en ég
hef verið svo lánsöm að hafa haldið minni
barnatrú og hef reynt að ala börnin mín
upp í þessari sterku trú.
En þú spurðir hvernig það hefði verið
að koma heim. Ég varð fýrir miklum von-
brigðum á mörgum sviðum. í Svíþjóð
hafði ég lagt alla áherslu á vefnaðarlist. Ég
var tvö ár í forskóla í ólíkum listgreinum
og fjögur ár eingöngu í vefhaði, síðan fór
ég í eins árs framhaldsmenntun í kirkju-
legri list. Þann áhuga hafði ég lengi haft,
sem efldist eftir að ég fór til Ítalíu árið
1952 með þáverandi manni mínum. Þetta
var námsferð hjá honum og ég fékk að
fýlgja með. Þessi ferð var mjög menntandi
fýrir mig.
Ein af fjórum sem sáu um
skreytingu Bessastaðakirkju
Árið 1955 hafði ég síðan yfirlitssýningu
í Bogasal Þjóðminjasafnsins yfir námsferil
minn. Þarna fékk ég ýmis verkefhi t.d. há-
tíðarhökul fyrir Skálholtskirkju, hökul, alt-
arisbók o.fl. fýrir Borgarneskirkju, en þess-
ar kirkjur voru þá í smíðum. Bessastaða-
kirkju var þá verið að breyta og við vorum
fjögur saman um listræna skreytingu kirkj-
unnar; Gunnlaugur Halldórsson arkitekt,
Guðmundur frá Miðdal, Finnur Jónsson og
ég. Ég sá um vefhaðinn, breytingu á altari,
viðbót á altarisklæði, teppi og ofið efhi á
grátur.
Verkefnin voru mörg, en heimilið var
stórt og skuldir höfðu líka komið til á mín-
um langa námsferli erlendis. Ég þorði ekki
annað en hafa fast starf og kenndi því við
ólíka skóla sem stundakennari; Handíða-
og myndlistaskólann, Kennaraskólann,
Landakotsskóla og Melaskólann. Þetta var
sífelldur þeytingur og eftir að yngsti
sonurinn fæddist þá kenndi ég lengst af í
Vogaskóla eingöngu. Byrjaði þá með
kvöldskóla, svona mest til að halda mér í
æfingu í þeim fögum sem ég hafði lært, því
upprunalega miðaðist mitt nám mest við
að kenna þegar ég kæmi heim. Ég hafði
8 VIKAN 3. TBL. 1989
lært svo margt sem var óþekkt og nýtt
heima — og draumur minn var að miðla
þessu til landa minna. Það gekk nú ekki al-
veg eins fýrir sig og ég hafði óskað.
Stöðnun og eftiröpun i
íslenskri vefnaðarlist
Á meðan geysimikil framför hafði átt sér
stað í mörgum greinum í Svíþjóð, sérstak-
lega vefnaðarlist, þá stóð íslensk vefhaðar-
list mikið í stað og það sem verra var, alls
konar eftirapanir höfðu átt sér stað.
Myndablöð voru notuð, gömlum mynstr-
um var breytt og stundum var hefðbundn-
um sænskum mynstrum fléttað inn - al-
gjört helgirán séð með sænskum augum.
Ég var eins og á milli steins og sleggju. Ég
var hrædd um að lenda í fjárhagslegri ör-
birgð ef ég risi upp á móti þessu. Þannig
að ég valdi eins konar millileið; tók verk-
efnapantanir frá því fólki sem hafði smekk
fýrir mína vinnu, stofnaði minn eigin
skóla: Vefhaðar- og listiðnaðarskóla Sig-
rúnar Jónsdóttur. Þetta er eins konar far-
skóli sem ég rek enn í dag og er ýmist
staðsettur í Reykjavík eða úti á landi.
Mikill listiðnaður
í Vík í Mýrdal
Upprunalega hafði ég minjagripafram-
leiðslu fýrst og ffernst í huga, og kom
mörgum á bragðið með það. Ég sé oft í
minjagripaverslunum í Reykjavík hluti ffá
fólki sem upprunalega lærði hjá mér. Það
var oft erfitt að ferðast um landið, en sem
uppbót kynntist ég mörgu góðu fólki, alúð
þess og myndarskapur var mér ómetanleg-
ur. Ég sagði stundum að ég væri einhvers
konar miðill og þannig reyndi ég að fá ffá
fólkinu hugmyndir þess sem birtust í
sögunum sem það sagði frá þeim stöðum
sem það bjó á forðum, eða myndræna frá-
sögn frá sömu stöðum. Ég hjálpaði síðan
fólkinu að koma þessum hugmyndum í
mynstur, sem það síðan óf, saumaði út,
vann í keramik, o.fl.
í Vík í Mýrdal voru nokkrar konur sem
byrjuðu með tauþrykk undir minni stjórn
og seldu mikið í verslanir. Ég veit ekki bet-
ur en að þetta sé það fyrsta sem unnið var
í tauþrykki á íslandi. Margt annað var unn-
ið þar sem hefði getað orðið til hagsældar,
en í staðinn fýrir að efla slíka starfsemi þá
drápu þeir sem voru í forystu í stjórnmál-
um þetta niður, með því að hugsa aðeins
um eigin hagsmuni. Myndvefhaður var og
er þó alltaf efet á baugi þarna og ég veit
þar af mörgum hreinum gersemum."
Hátíðarhökull
Siglufjarðarkirkju
Eins og fýrr segir hafði Sigrún lengi haft
áhuga á kirkjulist, sem efldist við Ítalíuför
og síðan fór hún í eins árs sérnám í þessu
fagi og þar sem tilefhi viðtalsins var af-
hending hátíðarhökulsins fýrir Siglufjarð-
arkirkju, þá er líklega kominn tími til að
snúa sér að honum. Hvemig kom það til
að Sigrún fékk þetta verkefni?
„Ég var ákaflega glöð þegar ættingjar
séra Bjarna Þorsteinssohar tónskálds fólu
mér það mikla verk að gera hökul sem átti
að gefa Siglufjarðarkirkju til minningar um
hann. Ég hef lesið og heyrt mikið um séra
Bjama, hann er einn af þeim mönnum sem
ég hef alltaf dáðst að ekki síst sem per-
sónu. Mér þykir það sérstakt að svona
mikilhæfur maður skyldi ekki fara frá Siglu-
firði og ryðja sér braut úti í hinum stóra
heimi. Ég hef dvalið á Siglufirði og kynnst
fólkinu þar, sem er kannski ekki það
skemmtilegasta fólk sem ég hef kynnst, en
það sem vegur þyngra er að það er mjög
heiðarlegt og mikið mannkostafólk.
Ég hef unnið mikið fýrir Siglufjarðar-
kirkju. Þegar hún var tuttugu ára var mér
falið að vinna altarisdúk, altarisbrík, stóra
gólfábreiðu í kór kirkjunnar, andipendium
á predikunarstól og hökul. þetta er í græn-
um lit að undanteknum altarisbríkinni og
gólfábreiðunni, þar sem gmnnurinn er
gylltur. Þegar ég svo kom til Siglufjarðar
fyrir nokkrum ámm og hafði þar sýningu
þá keyptu þeir af mér fjólubláan hökul,
handofinn úr ull og silki, ísaumaðan með
gull, silfur- og silkiþráðum. Þá skilurðu
eflaust nú þá hrifningu sem það vakti hjá
mér að fá þetta verkefhi.
Það fyrsta sem mér kom í hug vom tón-
amir séra Bjarna, sem urðu að vefast inn í
hökulinn og ég glímdi heilmikið við
hvemig hægt væri að koma þessu heim og
saman, því stóra vandamálið var að ég er
ómenntuð í músík og laglaus! Það var
heilmikið átak fyrir mig að koma þessu
heim og saman: 1. trúarlegu gildi, 2. sér-
kenni fýrir Siglufjörð, 3. minningu um
séra Bjarna sem átti að varðveitast í hökl-
inum á öllum þeim hátíðarstundum þegar
hökullinn átti að notast.
Hökullinn er handofinn úr ull og silki,
hvítur og út í kóngablátt sem er mikill há-
tíðarlitur. Bjami samdi sönglagið þekkta
Kirkjuhvoll, þannig að ég ákvað að hafa
tónútsetningu á því á baki hökulsins. Þetta
saumaði ég út með silfurþræði. Þarna kem-
ur einnig fram vegurinn að Siglufjarðar-
skarði sem hverfur síðan út í blámann þar
sem liturinn er dekkstur. Þar fýrir miðju er
táknmerki fyrir guð og ffelsarann og í því
miðju alsjáandi auga guðs. Þar fyrir ofan
gull- og silfurþræðir sem tákn um fortjald-
ið mikla. Hinum megin á höklinum er tón-
útsetning á sönglagi Bjarna, Aftansöngur,
og stjarna á himinfletinum sem lýsandi
tákn hátíðarinnar. Þetta er sem sagt út-
koman sem hver og einn getur haft sínar
skoðanir á, en ættingjar séra Bjarna sýndu
ingu þar sem fólk kemur og kgupir og ger-
ir pantanir fyrir kirkjur, o.fl. Þefta er nauð-
synlegt fýrir mig, ekki síst þar sem ég er
svo mikið erlendis. í fýrra tók ég síðan þátt
í sýningu í Stokkhólmi í mars, var með
sýningu í Reykjavík í júní og mörg fleiri
boð hef ég fengið um að halda sýningar;
eitt ffá Þýskalandi og Svíþjóð, þrjú frá
Bandaríkjunum, en það er ekki hægt að
komast yfir allt því það eru mörg önnur
verkefhi sem ég þarf að sinna. Fljótlega
á þessu ári þarf ég að fara að vinna
hökul og altarisklæði fyrir ísland. Fána fýr-
ir félag í Njarðvík og glugga úr steindu
gleri fyrir sænskt fyrirtæki. Gallerí Kirkju-
Hér er mynd tekin á
heimili Sigrúnar af
henni ásamt eigin-
manni sínum, Tor-
sten Folin (t.h.),
með þeim á mynd-
inni er Elisabeth
prinsessa af Dan-
mörku og eigin-
maður hennar
Claus Hermansen,
en þær Sigrún og
prinsessan eru góð-
ar vinkonur. Styttan
fremst er e ftir Thor-
valdsen.
mér mikið traust sem ég er innilega þakk-
lát fýrir."
Þrjár sýningar í París í vetur
Sigrún skreytir kirkjur ekki eingöngu
með textíl heldur einnig gleri. Myndir ger-
ir hún einnig og nýverið var henni boðið
að taka þátt í mikilli sýningu sem haldin
var í stóru kirkjulistargalleríi í París;
Centre D’art Contemporain. „Ég vissi ekki
fyrirffam hversu merkileg sýning þetta var
og lagði því ekkert mikið upp úr vali sýn-
ingarverkanna. Ég pakkaði bara ofan í
tösku því sem léttast var og auðveldast að
ferðast með. Mér brá því dálítið þegar ég
sá hvemig sýning þetta var, en það sem ég
kom með var alla vega ekki verra en það
að mér var boðið að taka þátt í tveim öðr-
um sýningum í París! Einni í desember og
annarri í janúar. Það er mjög erfitt að kom-
ast inn á galleríin í París, en þegar maður
er einu sinni kominn þá er maður kominn
á skrá. Hér heima fæ ég nokkur tækifæri,
en ekkert á við það sem ég fæ í útlöndum.
í Gallerí Kirkjumunum hef ég alltaf sýn-
munir er ekki aðeins sýningarsalur, þar
nær fólk til mín hvort sem ég er hérlendis
eða erlendis. Skólann minn starfræki ég
þar, þegar ég er ekki með hann úti á landi.
Þegar ég vinn verk fýrir kirkjur, eins og
t.d. Siglufjarðarkirkjuhökulinn, þá fæ ég
gagnrýnanda til að koma og meta verkið.
Frá Historiska Museet í Stokkhólmi - en
þar var mér boðið að halda sýningu þegar
Vigdís forseti kom í fyrsta sinn í opinbera
heimsókn — fékk ég gagnrýnanda sem
dæmir textíl og kirkjulist til að koma og
líta á hökulinn. Honum leist mjög vel á og
gaf mér góða dóma. Hann sagði reyndar að
þetta væri toppurinn. Hökulinn vann ég að
mestu í Svíþjóð en setti hann saman og
gekk frá honum hér á íslandi."
Allt eins Svíi eins
og íslendingur
Sigrún hefúr búið meira og minna í Sví-
þjóð í 20 ár, en ferðast mjög mikið
til íslands og notar þá oftast
tækifærið og fer Iíka að heirnsækja dóttur
sína, Sigurborgu sem býr í Washington og
starfar fyrir bandaríska utanríkisráðuneyt-
ið þar sem hún undirbýr Bandaríkjamenn
sem leið eru á Keflavíkurvöll undir dvöl-
ina þar. Og þess má geta að Sigrún er gift
íslenskum lækni, Stefáni Karlssyni — hvað
annað í þessari læknafjölskyldu? Bráðum
hefur Sigrún tvöfalda ástæðu til að fara í
heimsókn til Bandaríkjanna því hin dóttir
hennar, Svava, er að flytjast til New York
með fjölskyldu sinni því eiginmaður
hennar, Andri ísaksson, er að fara að starfa
þar fýrir UNESCO. Sigrún ferðast einnig
mikið frá Svíþjóð til Frakklands en þangað
á núvernadi eiginmaður hennar, Torsten
Folen, ættir að rekja.
„Mér finnst ég allt eins Svíi eins og Is-
lendingur. Þessi tvö lönd eru mér jafnkær.
Þetta líkist móðurástinni, móður þykir
jafhvænt um öll bömin sín. Reyndar á ég
þrjú heimili; eitt í Stokkhólmi þar sem ég
bý á mjög fallegri eyju, Lidingö. Sonur
minn Ólafur Þórir býr líka á þessari eyju;
ég bý á suðurhlutanum og hann norður.
Síðan á ég eitt heimili héma á Skólavörðu-
stígnum og svo á ég lítið kot í Vík í Mýrdal,
þar sem ég er fædd. Reyndar er það heils-
árs hús en það er gamalt." Sigrún dregur
fram myndir af húsinu. Þetta er reisluleg-
asta hús og Sigrún sýnir hvað hún hefúr
látið lagfæra og bæta við húsið. Þetta er
fýrsta steinhúsið sem byggt var í Vík og var
það byggt 1918 eftir Kötlugosið. Húsinu
var komið fyrir uppi í hlíð og heitir því
Hlíð.
Ef heimili Sigrúnar í Stokkhólmi er jafn
hlýlegt og skemmtilegt og það sem hún á
í Reykjavík, þá hlýtur það að vera mjög
fallegt. Hverfið sem hún á heima í kallast
Brevik og sagt er að þar séu ein fallegustu
húsin í allri Stokkhólmsborg. Varla spillir
umhverfið því barrskógurinn teygir sig frá
hæðunum niður að sjó. Hvort ætli Sigrúnu
finnist nú betra að vinna á íslandi eða í
Svíþjóð?
„Mér finnst betra að vinna í Stokkhólmi.
Ég hefði ekki trúað þessu sjálf, fýrr en ég
reyndi það. Þar hef ég mjög góða vinnu-
aðstöðu og ef ég tek að mér verk fyrir
ísland, þá næ ég miklu betri tökum á þeim
þar. Þetta er dálítið ótrúlegt en þetta er
satt. Ég er íslensk, mína barnstrú hef ég
með mér hvert sem ég fer. Ég veit ekki
hvort öllum er það ljóst að maður þarf
stundum að gefa sér tíma til að kynnast
sjálfum sér. Þangað hef ég sótt listræna
menntun mína, þar er ég í nánum tengsl-
um við menningu og umgengst það
fólk sem hefúr lík áhugamál og ég sjálf. Ég
vil ekki segja neitt ljótt um einn eða neinn,
en þegar ég er heima á íslandi þá verkar
það sterkt á mig hversu mikil togstreita er
þar um menn og málefni. Ég á erfitt með
að þola þetta og það er kannski þess vegna
sem ég hef hvorki tíma né áhuga á að setja
mig inn í málefnin."
Myndlistin bætir
hjónabandslífið
Eins og fýrr segir er Sigrún þrígift, hefúr
henni kannski fundist erfitt að sameina
fjölskyldulíf og líf listamannsins?
„Það hefúr oft verið erfitt, en eins og sjá
Frh. á bls 58
3. TBL. 1989 VIKAN 9