Vikan


Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 43

Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 43
röddinni: „Ég skil þetta ekki. Það er spegill við útidyrnar og ég sé að það er enginn Robert Redford sem er að koma í mat. Ég sé skrítinn, lítinn karl — og hjartað slær hraðar. Ég held að ég eigi þetta ekki skilið, en ég kvarta ekki. Ég læt mig hafa það.“ Anne Bancroft er raunar hamingjusem- in uppmáluð. Þar sem hún, í svartri og hvítri silkiblússu, sötrar trönuberjate, geislar hún af meðfæddum yndisþokka og glæsileika. Þótt votti fyrir gráu í dökku hárinu virðist hún fimmtán árum yngri en hún er vegna stórra, blíðra augnanna og óþrjótandi Iífsorku. Með rödd sem hefur ótrúlegan hljómblæ talar hún skorinort og bregður þá oft fyrir kímni sem er ekki síð- ur hvöss en hjá eiginmanni hennar. „Ég átti tal við einhvern um daginn sem talaði svo ástúðlega um þig,“ er sagt við hana. „Ég vona svo sannarlega að það hafi ver- ið Mel,“ svarar hún að bragði, svipbrigða- laust, „annars er ég í miklum vanda.“ Við hefðum orðið ástfangin sem krakkar Þegar Anne og eiginmaður hennar tala hvort um annað — og það gera þau oft — flétta þau saman ástúð og kímni. „Anne er einfaldlega stórkostleg,“ segir Brooks. „Hún er falleg, hún hefúr stórkostlegar axlir og hún kemur mér til að hlæja.“ „Ég kem honum til að hlæja, rétt er það,“ svarar kona hans, snortin af gull- hömrunum. „Mel er á vissan hátt búinn að fá sig fullsaddan á fyndni, vegna þess að hann veit næstum allt um þá hluti, en ég held að ég sé óyfirveguð. Hlutirnir bara gerast ósjálfrátt og það fær hann til að hlæja. Þess vegna hefur hjónaband okkar blessast svo vel.“ Næmt skopskyn er ekki það eina sem er þeim sameiginlegt. Anne fullyrðir að hún og maður hennar séu mjög lík þó að al- menningi virðist annað. „Þegar þú flettir burtu öllu sem gerir okkur að Mel Brooks og Anne Bancroft og hugsar um okkur sem börn, muntu sjá að við hefðum orðið ástfangin sem krakkar," segir hún. „Við höfum sams konar gildismat. Við höfum mjög lík viðhorf til þess hvað er mikilvægt og hvað það er sem gerir okkur hamingju- söm. Það eru hversdagsleg atriði - sonur okkar, garðurinn minn, að gera annað fólk hamingjusamt. Líf okkar snýst um fjöl- skyldu okkar og vini.“ Hún nýtur þess að vera með syninum Max, sem er 15 ára, þó hún viðurkenni að stundum sé hann of fyrirhafnarsamur. „Hann er á erfiðum aldri,“ segir hún. „Mel stakk upp á að við töluðum ekki við hann fýrr en hann væri orðinn tuttugu og eins árs.“ Max hefúr næmt skopskyn eins og faðir hans og ótrúlega hæfileika til að bjarga sér úr vandræðum með brandara eða sniðugri eftirhermu. „Maður skyldi ekki ætla að kímnigáfa erfist, en þannig er það,“ segir Anne. „Max hugsar eins og faðir hans, er snarvitlaus eins og hann, hefur skemmti- legar hugmyndir og háðska mynd af lífinu. Það er hrífandi að sjá hve líkir þeir eru. Ég nýt þess að fylgjast merð syni mínum vaxa úr grasi." „Ég held að karlmenn verði að vinna, það er þeim nauðsynlegt fyrir sjálfsímyndina. Ég held að það sé ekki eins nauðsynlegt fyrir konur.“ Býr til tamalaböku sem gæti drepið Anne sýpur aftur á teinu en neitar sér um samloku þar sem hún heldur sig fast við sjálfskapaðan matarkúr. „Ég skal segja þér hvað það er fleira sem gerir mig ham- ingjusama," segir hún skyndilega. ,Að læra. Ég gerði mér ekki alltaf grein fyrir því en bara sú staðreynd að ég get enn lært finnst mér vera spennandi. Það þarf ekki að vera neitt stórkostlegt. Ég skal segja þér að ég keypti mér bók um trjá- snyrtingu um daginn og las aðeins nokkrar setningar. Ég lærði eitthvað og það gerði mig hamingjusama það sem eftir var dagsins. Nú gæti ég snyrt trén í garðinum mínum og ég var í sjöunda himni!“ Þar hefurðu það! Eiginkona klikkaðasta mannsins í skemmtanaiðnaðinum verður ffá sér numin af að hugsa um snyrtingu trjáa. Reyndar er notalegt heimili hennar umvafið trjám og görðum sem hún sér um af nærfærni. Þar er kryddjurtagarður, grænmetisgarður og ávaxtatré. Þegar hún er ekki í garðinum nýtur leikkonan þess að slappa af í inni/útisund- laug fjölskyldunnar. Stundum dvelja hún og Mel svo mikið í sundlauginni að þau ræðast við á sundi. En þó Anne hafi gaman af að synda svo klukkutímum skiptir eða að læra um snyrt- ingu trjágróðurs þá er hún þó fýrst í essinu sínu þegar hún opnar eina af bókum sín- um um næringarfræði. „Ég gat aldrei hald- ið nokkurn megrunarkúr svo ég varð mér úti um bók og fór að lesa um hitaeiningar. Nú borða ég þann mat sem mig langar í en ekki það sem megrunarbækurnar leggja til.“ Og öll fjölskyldan nýtur góðs af þessu. ,Anne er stórkostlegur kokkur," segir Mel með áhersluþunga. „Hún býr til tamala- böku sem gæti drepið mig, en í raun og veru bjargar hún lífi mínu. Hún bjargar lífi mínu á marga vegu.“ En þrátt fýrir að Mel hrósi eldamennsku hennar veit Anne að hún er aðeins í öðru sæti í eldhúsinu. „Þegar mamma dvelur hjá okkur er Mel í sæluvímu," segir Anne. „Hún býr til þessa dásamlegu ítölsku rétti sem hvergi er hægt að fá annars staðar." Foreldrar Bancroft búa í New York en dveljast á veturna hjá dóttur sinni í Kali- forníu. „Þau koma einnig þegar annað- hvort okkar er við vinnu,“ segir Ann. „Ég þarfnast þeirra. Þau halda fjölskyldunni saman. Mel og ég höfúm gert samkomulag um að vera aldrei að vinna samtímis. Þegar sonur okkar var lítill vann ég ekki mjög mikið. Það var engin fórn. Ég varð ekki barnshafandi fyrr en ég var orðin fertug, og ég naut þess að vera heima með barni mínu, ég tel að það sé mikilvægasta starf í heimi.“ Anne viðrar ófeimin gamaldags skoð- anir á konum og lífsstarfi. „Ég held að karlmenn verði að vinna, það er þeim nauðsynlegt fyrir sjálfsímyndina. Ég held að það sé ekki eins nauðsynlegt fýrir konur. Mér finnst ágætt að dunda mér heima í heilan dag. Þar hef ég ótal verkefni sem mér finnast mikilvæg. Ég held að karl- ar séu ekki sama sinnis." Hugsi gerir hún hlé á máli sínu. „Ég man þegar systir mín giftist og hóf að hlaða nið- ur börnum, að ég sagði við hana. Nægir þetta þér? Og hún svaraði: „Sérðu vegginn þarna?" Og ég leit á auðan vegginn sem hún benti á. „Ég gæti málað hann fjólublá- an ef ég vildi.“ Hún réð lögum og lofúm. 3.TBL. 1989 VIKAN 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.