Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 58
íslensk böm í Stokkhólmi tróðu upp sem íslensku jólasveinamir 13 og Grýla og
Leppalúði, í heljarmiklu jólaboði sem Sigrún sá um - og vöktu þau að vonum mikla
lukku, sem og laufabrauðið og íslensku pönnukökurnar.
„Aðalatriðið er að fá útrás á réttan
hátt, þannig að það sœri ekki aðra"
Frh. af bls. 9
má þá er ég gift. Allir þessir menn mínir
eru úrvals menn og þar sem ég er í eðli
mínu mjög þægilega gleymin þá get ég
sagt að þeir séu hver öðrum betri. Samt
sem áður þá vildi það til að þegar ég var að
skreyta hökulinn þoldi ég ekki þennan
núverandi mann minn. Aumingja maður-
inn talaði ekki einu sinni við mig. Hann er
kannski sá eini sem skilur þetta hugar-
ástand mitt. Ég fann að sökin var algjörlega
mín, hvað átti ég nú að gera? Ég bý á þess-
ari eyju í miðjum Stokkhólmi en þarf að
taka smábát til að komast þangað. Það
gerði ég og keypti mér málaraléreft og
strengdi á ramma. Ég vinn mest á nóttunni
og er mjög kvöldsvæf, sofha t.d. oft á
mannamótum og hvar sem er á kvöldin,
vakna síðan um klukkan 2-4 um nóttina.
Ég skammaðist mín fyrir illskuna við
manninn minn og þetta lét mig ekki í firiði.
Ég fann að ég gat ekki byrjað reglulega að
vinna að hugmynd minni að höklinum fyrr
en ég hafði útrýmt illskunni.
Fyrstu nóttina, nánar tiltekið klukkan 2,
byrjaði ég að mála mynd af manninum
mínum. Ég hafði mest af gulum og bláum
lit og útkoman varð sú að hann varð
grænn. Þegar ég fór að þvo mér eftir mjög
mislukkað starf, sá ég að það var aðaUega
ég sem var græn... svona getur þetta verið.
Ég gafst ekki upp. Næstu nótt bætti ég
svörtum lit við og hætti við þann gula, en
þá tók ekki betra við því hann varð
svartur. Ég keypti nú fleiri liti og notaði
þvínæst mest þann rauða. Ég varð næstum
hrædd þegar ég sá augun í fjarlægð — þau
voru miklu hættulegri en hjá Picasso. Allt-
af læsti ég málverkið inni í skáp á daginn.
Jæja, litirnir urðu mildari og mildari - og
sömuleiðis ég, þetta var eins og gott veður
eftir storm. Þegar Torsten fékk loks að sjá
málverkið varð hann svo glaður að nú
58 VIKAN 3.TBL.1989
hangir það í upplýstum gylltum ramma í
bókastofunni hans!“
Ætla mætti af þessu uppátæki Sigrúnar
að myndlist geti komið til bjargar í hjóna-
böndum — en hvemig fer þá með hina sem
ekki geta málað?
„Ekki veit ég nú það. Aðalatriðið er að fá
útrás á réttan hátt, ég meina þannig að það
særi ekki aðra. Með þessum hætti hef ég
fúndið að sökin er eiginlega alltaf mín og
sína eigin sök ætti að vera léttast að leið-
rétta, ef viljinn er fyrir hendi. Hvort allir
geti málað er kannski annað mál, en allir
geta lært. Þegar hæfileikamir em með-
fæddir þá gengur þetta auðveldar, hafi
maður þá ekki þá lærir maður og lærir um
leið að bera virðingu fyrir þessu formi og
hvemig þetta fer firam. Ég hef t.d. gert það
að gamni mínu að fara á alls konar nám-
skeið og þar á meðal í trésmíði. Það eina
sem ég gerði á námskeiðinu var að gera
munstur, en það mesta sem ég lærði var að
bera virðingu fyrir trésmíðinni! Þarna
kynntist ég öllu því tæknilega sem tré-
smiðir kunna og sem mér var hulið áður.
Ég held það myndi bæta samskipti manna
á milli ef fólk skildi betur það sem aðrir
em að gera.“
Allar lopapeysur á heimilinu
teknar I vinninga
Sigrún hefúr gaman af að hafa skemmti-
legt fólk í kringum sig og finnst gaman að
halda veislur, ekki síst ef um íslandskynn-
ingu er að ræða um leið, þó segir hún að
jólahádegismatur sem hún hélt í desemb-
er 1987 hafi næstum verið of viðamikill til
að henni hafi verið skemmt. „Ég er í sam-
tökum í Stokkhólmi sem heita Intemation-
al Women’s Group. Þetta er mjög fjöl-
mennur klúbbur, 5—600 konur. Flestar út-
lendar giftar Svíum og allar sendiráðskon-
ur em sjálfskrifaðir meðlimir, einnig Silvía
drottning og Lillian prensessa. Aðalhátíð
ársins er jólahádegismaturinn og þá er eitt
land valið til að sjá um hann. Árið 1987
varð ísland fyrir valinu og eftir því sem ég
best veit þá er þetta í fyrsta sinn sem ís-
land er valið. Það var hringt til mín 17. ág-
úst út af þessu og ég fór heim þann 18.
Það er venja að sendiráð hvers lands
hafi að mestu veg og vanda af þessari
veislu, sem er auðvitað geysimikil land-
kynning, en einmitt um þetta leyti vom
sendiherraskipti hér í Svíþjóð. Ég sneri
mér því til menntamálaráðherra, sem tók
málinu vel og leiðbeindi mér hvert ég ætti
að snúa mér. Á mánaðarlegum hádeg-
isverðarfundum klúbbsins er alltaf happ-
drætti þar sem ágóðinn er látinn renna til
ákveðinnar hjálparstofúunar. Happdrætti
jólahádegisverðarboðsins er þó alltaf
mikilvægast, enda má segja að það hafi
tvenns konar hlutverk: annars vegar að
safúa fé til góðgerðarstarfa og hins vegar
er þetta mikil viðskiptaauglýsing fyrir það
land sem heldur veisluna. Ég sneri mér
fyrst til útflutningsráðs iðnaðarins. Það
gekk fljótt fyrir sig að fá að vita að um 60
fyrirtæki myndu senda gjafir í happdrætt-
ið.
Síðan fór ég til dóttur minnar í Washing-
ton og sagði frá þessum stórkostlega við-
burði í íslensku kvennaboði þar. Ég fékk
að vita það á eftir að sumum kvennanna
þama fannst ég nokkuð bláeyg og barnsleg
að trúa á þetta. Síðan leið að veislu og
þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir til að fá
staðfest skriflega hvaða gjafir kæmu frá
hverju fyrirtæki — að ósk JWC — þá kom
vantraust ekki í huga minn. Þegar maður
hefur búið svona lengi í útlöndum og stolt
íslands er manni efst í huga, þá heldur
maður að allir heima hugsi eins. Ég hafði
ákveðið að fara til Stokkhólms á þriðju-
dagsmorgni, þriðjudaginn viku síðar átti
veislan að vera. Á mánudagsmorgninum
var ekkert farið að bóla á gjöfúnum frá ís-
landi! Þá fékk ég að vita að ekki hafði gefist
tími til að safúa þeim saman. Reyndar
höfðu tveir menn komið með tvo kassa til
mín upp á fjórðu hæð á Skólavörðustígn-
um, en lögðu þá þannig frá sér að keram-
ikið sem í þeim var brotnaði að mestu — ég
geymi meira að segja enn brotin í kassa!
Nú voru góð ráð dýr!!! Það fyrsta sem ég
gerði var að fa veislunni seinkað fram á
fimmtudag og fór síðan til íslands. Á
þriðjudeginum var ég í símanum allan
daginn og hringdi í ótal fyrirtæki í Reykja-
vík og Hafúarfirði, aðallega bókaforlög þó,
og sníkti. Á miðvikudeginum keyrði ég
milli fyrirtækja í ausandi rigningu og þáði
þessar dýrmætu gjafir. Hjálpseminni og
því góða viðmóti sem ég mætti hjá þessu
fólki mun ég aldrei gleyma og ég veit að
JWC er búið að skrifa og þakka fyrir en ég
vil bæta þar við þökkum frá mér. Vinir
mínir höfðu einnig útvegað mér dýrmætar
ullarvörur og ég hafði fengið dálítið af
prjónaafgöngum og á einni nóttu saumaði
ég úr þeim buxur og treyjur á íslensku
jólasveinana, einnig Grýlu og Leppalúða.
Mér hafði verið gefið íslenskt súkkulaði til
að leggja við hvern disk, með því lagði ég
lítil glös með íslenska fánanum og litla
flösku af svartadauða sem ég hafði keypt.