Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 42
ÞÝÐANDI: KRISTINN JÓNSSON
Það er stíll yflr hennl, klassísk fegurð,
einni virtustu leikkonu í Hollywood.
Hann er hrekkjalómur sem með kvik-
myndum sínum, allt frá Blazing Sadd-
les til Spaceballs, hefur getið sér orð
fyrir annað en siðfágun. Það er nógu
erfltt að ímynda sér Anne Bancroft og
Mel Brooks í sama herbergi, hvað þá
að þau séu samvistum flestum stund-
um. Það er ekki undarlegt að móðir
hennar hafi verið á móti hjónabandi
þeirra í fyrstu. „Þegar ég kom með
Mel heim, sagði móðir mín: Þú gætir
náð í betri.“ Við hlæjum enn að þessu.
42 VIKAN 3. TBL.1989
Heima hjá leikkonunni
glœsilegu og eiginmanni
hennar, Mel Brooks,
konungi geggjuðu
grínmyndanna.
Hvað eiga þau sameigin-
legt? Hamingjusamt
hjónaband.
Þrátt fyrir þetta hafa Anne Bancroft og
Mel Brooks hlegið saman og elskað hvort
annað í meira en tuttugu og fjögur ár. í
þessum bransa, þar sem leikarar skipta um
maka allt að því jafh oft og þeir skipta um
hárgreiðslu, hafa þessir tveir snillingar
ruglað slúðurkerlingarnar. Eina manneskj-
an sem ekki er hissa á hve vel gengur er
Anne Bancroft sjálf, sem er orðin 57 ára
gömul, er jafn ástfangin af manni sínum og
daginn sem þau hittust í fyrsta sinn.
„Þegar ég heyri Mel setja lykilinn í
skrána slær hjarta mitt hraðar," segir Anne.
„Hann er svo skemmtilegur. Það er eins og
þegar maður var barn og von var á gest-
um.“ Svo bætir hún við með ýktri alvöru í