Vikan


Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 44

Vikan - 09.02.1989, Blaðsíða 44
Hún naut þess. Sumar konur vilja vera heima og þeim á ekki að finnast að þær séu einskis verðar ef þær vinna ekki úti.“ Mel er svo óöruggur En ef bæði hjónin vinna úti finnst Anne mikilvægt að þau geri sér áffam grein fyrir þörfum hvors annars. í gegnum árin hefur hún lært að hjálpa eiginmanni sinum að ráða við „óstjórnlegan kvíða“ sem sækir á hann þegar hann byrjar á kvikmynd. „Mel er alltaf svo óöruggur þegar hann hefet handa. Þegar hann byrjaði á Spaceballs var hann íullur vantrúar á sjálfum sér. Á henni þrífst kvíðinn og þegar honum líður illa líður mér illa. En þá verður að gera eitt- hvað — styðja við bakið hvort á öðru.“ Svo þegar Mel gerir kvikmynd reynir Anne að fara á tökustaðinn að minnsta kosti einu sinni í viku, til þess að vera með honum og róa hann. Og eiginmaður hennar er henni til halds og trausts. Það var hann sem hvatti hana til að skrifa og leikstýra kvikmyndinni Fatso áriðl979. Þegar hún var óánægð með leikferil sinn. Og það var fyrirtæki hans sem studdi hennar nýjasta leikverkefhi, 84 Charing Cross Road. „Það hjálpar alltaf að sofa hjá ffamleiðandanum," segir Anne og hlær háum, smitandi hlátri. Að sjálfeögðu hefur Bancroft sannað hæfileika sína á eigin spýtur. Reyndar var hún orðin nafnkunn leikkona löngu áður en hún hitti Mel. Anna Maria Louise Ita- liano fæddist í Bronx-hverfinu í New York og hefur aldrei gleymt fátæklegum upp- runa sínum. „Faðir minn var mótasmiður. Hann er nú kominn á eftirlaun. Móðir mín vann á símaborðinu hjá Macy’s, en hún átti sér drauma um mig. Ég átti mért líka drauma. Mig dreymdi um að verða leik- kona,“ segir Anne. Anne var nítján ára þegar hún skrifaði undir fyrsta kvikmyndasamninginn, en hann færði henni ekki þá fullnægju sem hún hafði vænst. Kvikmyndaverið stjórn- aði lífi hennar, neyddi hana til að skipta um nafn og að leika í léttvægum myndum eins og The Girl in the Black Stockings og The Gorilla at Large. Einmana, óörugg og hrædd urðu henni einnig á þau mistök að giffast kaupsýslumanni frá Texas, Marty May. „Ég vissi á þremur dögum að því væri lokið," segir Anne, „en það liðu þrjú ár áður en ég sleit því.“ Niðurbrotin hélt hún aftur til New York, en þó ákveðin í að komast í þau leikhlutverk á Broadway sem hún þráði svo heitt. Henni voru veitt Tony 44 VIKAN 3. TBL. 1989 verðlaunin fýrir ffumraun sína á Broadway árið 1958, þar sem hún lék á móti Henry Fonda í Two for the Seesaw. Tveimur árum síðar, þegar hún var aftur á fjölunum í The Miracle Worker (sem færði henni önnur Tony-verðlaun) kynnti vinur henn- ar hana fýrir Brooks. Hann var að kljást við að skrifa gamanleiki og „frekar blankur," rifjar Anne upp. „Fimm næstu daga hitt- umst við, ég rakst á Mel alls staðar. Hann lést alltaf verða mjög hissa. Hann var þá þegar góður leikari." Á fimmta degi gaf hannhenni gjöf, gam- anleikinn The 2000-Year-01d Man. Hún „Ég er mjög heppinn að við, jafnframt því að vera vinir, skulum enn vera ástfangin,“ segir Mel. „Auk þess sparar hún mér álitlega summu í viku hverri, sem ég þyrfti að borga sálkönnuði. Ég segi henni allt og hún segir mér hvað ég á að gera.“ fór að hlæja og varð samstundis ástfangin af honum. „Ég man að ég sagði við sál- könnuðinn minn: Ég er búin að finna manninn sem ég vil giftast, svo við skulum drífa þetta af. Mér verður að batna fljótt.“ Við erum svo heppin að vera ástfangin Anne telur að það sé mikið eigin- manninum að þakka hve hjónabandið hef- ur gengið vel. Persónuleiki Brooks heima fyrir, segir hún, er ólíkur þeim sem birtist almenningi. „Það er ekki svo auðvelt að kynnast honum,“ viðurkennir hún. „Hann er oft í fjölmiðlum. Hann er fyndinn, snöggur upp á lagið og talar mikið. En það er bara yfirborðið. Mel er einrænni en ég. Hann er mjög viðkvæmur og hann er tuttugu sinnum fyndnari í einkalífinu og þúsund sinnum indælli." Mel er snöggur að gjalda gullhamranna. „Ég er mjög, mjög heppinn að við, jafn- framt því að vera vinir, skulum enn vera ástfangin," segir hann. „Auk þess sparar hún mér álitlega summu í viku hverri, sem ég þyrfti að borga sálkönnuði. Ég segi henni allt og hún segir mér hvað ég á að gera.“ Þessi yfirlýsing þýðir auðvitað ekki að Anne sé gallalaus. „Enginn er fullkominn," segir hún. ,Allt kostar sitt. Það þarf aðeins að gæta þess að gjalda það með vinsemd." En í hjónabandi með Mel Brooks er alltaf mögulegt að vera vinsamlegur. „Kraftur hans fýllir húsið — og sama á við um son minn,“ segir Anne. „Stundum er ekki mikið rúm fyrir mína orku. Svo ég bið um það sem ég þarf á að halda, og ef ég fæ það ekki, öskra ég. Þá fæ ég það.“ Anne hlær hjartanlega en verður svo alvarleg aftur. „Það er í starfi þínu sem þú fórnar þér í raun og veru,“ segir hún blíðlega, „með því að vera ekki hjá fjölskyldu þinni, þegar þú finnur að þau þarfiiast þín og þú bregst þeim.“ Hún þagnar og hlær hátt. „Auðvitað kemstu að því að þau komast vel af án þín, það ert þú sem þarfnast þeirra. Við höfúm öll okkar vandamál og við verðum að læra að glíma við þau. Við eigum okkur eink- unnarorð í fjölskyldunni: Fet fyrir fet lífið er létt. En þú lýist fljótt ef þú tekur sprett. Ég segi þetta við manninn minn í hvert sinn sem hann byrjar á kvikmynd. Ég segi þetta við son minn fýrir hvert próf. Núna vildi ég óska að einhver segði þetta við mig.“ Tamalabaka önnu Bancroft Undirbúningur: 20 mínútur Bökunartími: 25 mínútur 2 tnsk srnjör H2 bolli saxaður laukur 1/3 bolli saxaður grœnn pipar 1 dós (19 oz.) linsubaunir, hreinsaðar og þurrkaðar 1 dós (8 oz.) tómatsósa 2 tsk. chililduft 1/2 tsk. oregano 1/2 tsk. kúmen 1 bolli maísmjöl 2 tsk. sykur 1/2 tsk. salt 1/2 tsk. nýmalaður pipar 1 hrœrt egg 1/3 bolli mjólk 2 msk. brœtt smjör 1 pakki (10 oz.) frosinn maís, þíddur 1/2 bolli rifinn ostur Hitið ofninn í 175°C. Bræðið smjör á pönnu við miðlungshita. Bætið í lauk og grænum pipar; steikið þar til það er meyrt, 10 mínútur. Takið af plötunni og hrærið í baunir, tómatsósu, chiliduft, oregano og kúmen. Setjið svo til hliðar. Blandið saman maísmjöli, sykri, salti og pipar. Hrærið saman við egginu, mjólk, smjöri og maís. Þrýstið deiginu í smurt formið. Látið baunablönduna í skelina. Bakið í 20 mínútur. Takið úr ofhinum og stráið osti yfir.Bakið í 5 mín. í viðbót eða þar til osturinn er bráðnaður. Látið síðan standa í 5 mín. Berið ffarn með grænmeti. Þetta eru 6 skammtar, 370 kaloríur hver.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.