Vikan


Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 53

Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 53
heldur yar hann líka með hjarta úr gulli. Hann var líka skemmtilegur spilafélagi. Þau spiluðu rommy, og hann vann fjórtán dali af ffú Shear, frú Elkins, vinkonu henn- ar og tveim karlmönnum, sem báðir hétu Harry. Allir voru hrifnir af lækninum. Það leit út fyrir að verða skemmtileg næsta vik- an á Ponchawee Manor. Daginn eftir kom nýr gestur að borðinu (það hafði strax verið kallað Feldman borðið), en læknirinn varð hissa á því að fá aðeins óljóst urr við kveðju sinni, þegar hann kynnti sig. Nafn mannsins var Mor- itzer. Hann var á fimmtugsaldri, grannur og vansæll á svipinn. Það var ósmekklegt að setja hann við Feldman borðið, og það komu þau hin sér saman um, þegar setið var á veröndinni eftir hádegisverðinn. Dr. Feldman maldaði í móinn. — Dæmið ekki svona fljótt, sagði hann. — Það getur verið að Moritzer líði eitthvað illa, hann getur átt í fjárhagsörðugleikum. Verið um- burðarlynd við Moritzer. Hann reyndi að hressa upp á Moritzer, þegar þau voru komin í dagstofúna. — Jæja, hverju hafið þér mesta ánægju af? Ég er orðinn leiður á rommí, mig langar í eitt- hvað annað. Leikið þér borðtennis? Hvað segið þér um eina lotu? — Nei, þakka yður fyrir. Ég kom hingað til að hvíla mig, ekki til að leika kjánalega leiki. - Búið þér í borginni? spurði dr. Feldman. — Já, og hvað um það? — Ég átti ekki við neitt sérstakt, sagði læknirinn. — Ég held ég hafi ekki heyrt skírnarnafn yðar. Ég heiti Horace. Ég hafði alltaf andstyggð á því nafni, strákarnir köll- uðu mig Horse. Það gerði ekki svo mikið til meðan maður var grannur og ungur, en það var dálítið verra, þegar ég fór að bæta við mig pundum. Hann hló, og klappaði á ístruna. — Hvað heitið þér? — Ég heiti Moritzer, sagði maðurinn. Síðar um kvöldið var dr. Feldman að tefla skák, og vann alltaf. Hann leit upp, og sá herra Moritzer sitja í ruggustól og horfa á hann, súr á svipinn. Hönd læknisins fór að titra, og hann tapaði næsta leik. Hann var á leið til herbergis síns (sem kallað var Feldmaníbúðin), þegar hann sá Moritzer koma eftir ganginum, og berja á lærið með samanvöfðu dagblaði. - Góða nótt, herra Moritzer, sagði hann. Moritzer svaraði ekki. — Honum datt ekki í hug að svara. Dr. Feldman átti erfitt með að festa blund um kvöldið, og hann kenndi það nýkomna gestinum. Auðvitað skipti þessi niaður ekki máli, hann var fýlupoki; en dr. Feldman leið ónotalega í návist hans. Gat það verið að þessi Moritzer hefði eitthvað á móti honum? Sá möguleiki, þótt ólíklegur væri, jókst daginn eftir, um kvöldmatarleytið. Moritz- er var ekki einfaldlega önugur, hann gerði sér far um að vera önugur við Iækninn. Hann talaði við hjóni, svaraði spurningum frú Shear, um það hvort hann væri kvæntur. (Hann var kvæntur, en konan hans hafði andstyggð á sveitalífi). En þegar dr. Feldman talaði til hans, var enginn ans. Minniháttar maður hefði móðgast, eða sýnt honum tómlæti á móti, en ekki dr. Feldman. Honum fannst þessi hegðun Moritzers áskorun. — Ég hef andstyggð á gönguferðum. — Það er gott fyrir meltinguna. Það er læknisráð. Honum til mestu undrunar, rumdi í Moritzer og hann samþykkti. Þeir gengu aðalgötuna og inn á mjóan skógarstíg, sem lá kringum Ponchawee, eins og kaðall. Þeir þögðu. Á stöku stað þrengdist stígur- inn og var hann grýttur. Þeir hrösuðu nokkrum sinnum. — Varlega, varlega, sagði dr. Feldman, þegar Moritzer hrasaði og slengdist utan í hann. — Farið varlega sjálfur, sagði Moritzer kuldalega. Nokkrum skrefum síðar hrasaði hann aftur og var næstum búinn að fella lækninn um koll. Feldman hafði hemil á skapi sínu, en svo gerðist það sama í fjórða og fimmta sinn. — Heyrið mig nú, þetta er kæruleysi, sagði læknirinn og reyndi að brosa. — At- hugið hvað þér eruð að gera. Þegar þeir komu til hússins aftur tíndi læknirinn greninálar úr peysunni sinni, og var úfinn. Frú Shear spurði hann hvernig göngu- ferðin hefði verið. — Prýðiieg, sagði læknir- inn. Næsta dag spurði hann Moritzer hvort hann væri ekki til í tvímenningskeppni í badminton. Það yrði Moritzer og frú Ekins á móti Feldman og frú Shear. Moritzer samþykkti, og hann reyndist nokkuð góð- ur badmintonleikari, frú Ekins var líka góð. Feldman og frú Shear töpuðu. Þá stungu frúrnar upp á að breyta til, strákar á móti stelpum. Það hefði getað verið ágætt, en tvisvar sló Moritzer lækninn í hnakkann með spaðanum. Dr. Feldman sagði við sjálfan sig, að í fýrra skiptið gæti það hafa verið óhapp, en ekki tvisvar. Síðdegis stakk dr. Feldman sér í fyrsta sinn í sundlaugina, einkanlega til að hrista upp í hinum dvalargestunum, sem honum þótti nokkuð værukærir. Klukkutíma síðar komu önnur hjón, frú Ekins, ffú Shear, já og jafnvel Moritzer í sundbolum. Það kom á daginn að Moritzer var nokkuð góður sundmaður. Læknirinn notaði sundvængi en Moritzer sundfit og dýfingargleraugu. Þessi útbúnaður kom konunum til að hlæja og glettast við þá vegna þess. Þá skeði nokkuð fúrðulegt. Læknirinn var að sýna kunnáttu sína í skriðsundi, með löng- um og virðulegum strokum, sínum eigin, sérstæða síil, þegar hann fann að gripið var um ökkla hans. Það hlaut að vera mannleg hönd, því ekki voru neinar sjóskepnur til staðar. Þessi hönd virtist hafa það takmark að koma lækninum undir vantsskorpuna og halda honum þar. í fyrstu tók hann þessu vel, og kallaði glaðlega: - Halló, hættið þessu, þér þarna niðri! en þegar hann saup hvað eftir annað á klórmeng- uðu vatninu, þá fannst honum þetta ekki fyndið lengur. Hann reyndi að sparka frá sér með hinum fætinum, og kom þá við eitthvað hart, sem vel gat verið gleraugu. Loksins sleppti höndin takinu, og læknir- inn komst, lafmóður, upp að bakkanum. Þessa nótt svaf læknirinn illa, dreymdi að hann var að drukkna. Það var því ekkert undarlegt að hann væri ffekar tregur, þeg- ar Moritzer sýndi honum fýrstu merki vin- áttu við morgunverðinn. — Komið þér með út að róa, sagði hann. — Róa? sagði dr. Feldman og hugsaði til vatnsins. - Já, úti á vatinu. — Vatninu, sagði dr. Feldman, en ákvað svo að vera ekki með neinn kjánaskap. - Það er ágætis hugmynd! Eigum við ekki að bjóða dömunum með? - Ó, nei, sagði Moritzer, - ég er kvæntur maður, og það er meira en nóg. Ef yður langar til að fara út á vatnið, þá er það í lagi, það er líka allt í lagi þótt þér nennið því ekki. — Allt í lagi, sagði dr. Feldman. Þeir fóru niður að bátaskýiinu og völdu besta bátinn. Þetta var dýrlegur dagur. Vatnið var spegilslétt, aðeins gára hér og þar sem gaf til kynna að vatnið væri fúllt af fiski. Þegar dr. Feldman sá að hann gat líka fengið veiðarfæri á staðnum, varð hann yfir sig kátur. Moritzer hafði engan áhuga á veiðum, en honum þótti gaman að róa, svo þeir skiptu með sér verkum, Feldman veiddi, Moritzer reri. Áralag Moritzers var öruggt og hátt- bundið, og báturinn rann léttilega. Læknir- inn vildi reyna veiðarnar á miðju vatninu, en Moritzer hélt því ffam að meiri veiði- von væri nær ströndinni hinum megin. Moritzer reri fyrir lítið nes, sem skagaði fram í vatnið, og eftir stundarkorn var þak- ið á hvíldarheimilinu horfið sjónum þeirra. í hálftíma dottaði Moritzer, Feldman reyndi að veiða, en án árangurs, hann varð ekki var. Þegar Moritzer hrökk upp af blundi varð hann strax órólegur. Hann settist upp og virti lækninn fýrir sér, með krosslagða arma og háðsglotti á vör. Svo fór hann að rugga bátnum. — Uss-s, sagði dr. Feldman, þér fælið fisk- ana. — Hvaða fisk? sagði Moritzer. Skjótlega fór báturinn að rugga ennþá meir. — Moritzer, eruð þér brjálaður? Ef þér haldið svona áffam, þá hvolfið þér bátnum. — Jæja? — Hvað ætlið þér að gera? Drekkja okkur? — Hvað er að, Feldman? Hvers vegna tókuð þér ekki vængina með? — Gamanið getur orðið of grátt, sagði Feldman kuldalega. - Við skulum róa til baka. Þá gerðist það ótrúlega. Moritzer stóð upp, — stóð gleiður, og ruggaði bátnum svo kröftuglega að hann tók á sig vatn, hvað eftir annað. Dr. Feldman Ieit á vatnsblettina á bux- um sínum, trúði varla sínum eigin augum og öskraði: — Moritzer, ég held þér séuð orðinn brjálaður. - Já, þér fáið þá að reyna sundfimi yðar, Feldman, sagði Moritzer, og Feldman tók Frh. á bls. 55 5.TBL. 1989 VIKAN 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.