Vikan


Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 30

Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 30
FERMIMGAR GÓÐA VEISLU GJÖRA SKAL FERMINGARVEISLAN - fyrsta stórveisla barnsins TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Fermingarveisla er oftast fyrsta stórveisla barns- ins, sú sem mest er í lagt og sem flestir gestir mæta í. í bók Árna Björnssonar, Merkisdagar á mannsævinni, er í kailanum um fermingu sagt að um fermingarveislur og fermingargjaflr sjáist ekki getið fyrr en eftir miðja 19. öld. Þar er einnig frásögn af fermingu eftir Þórberg Þórðar- sons, sem hann hafði eftir gömlum Reykvíkingum um 1860: „Börn voru fermd á vor- in og stöku sinnum á haustin. Fermingarveislur voru ætíð haldnar. Til þeirra var boðið nánust u skyldmennum ferm- ingarbarnsins og kunningjum þess og foreldranna. Þá var stundum veittur matur, en venjulega aðeins drukkið súkkulaði og kaffl með brauði og neytt dálítils víns. Ferming- argjafir gáfu flestir, sem gátu. Voru það peningar eða munir, sem komu barninu að ein- hverju gagni.“ Samkeppnin um fallegasta fermingarkjólinn yfirgnæfði allt Fermingarathöfnin sjálf hef- ur haldist að mestu óbreytt undanfarin ár, en ýmsar breyt- ingar hafa orðið á því sem henni fylgir. Tilskilinn fatnað- ur hefur breyst, veislan sem at- höfininni fylgir er orðin mun stærri í sniðum — stundum allt- of stór — og gjafirnar orðnar svo miklar og dýrar að þær yfirgnæfa allt. Kannski má þó segja að kostnaður fýrir stúlk- ur varðandi fatnað hafi verið meiri hér áður fyrr, því þá þurftu þær að eiga sérstakan fermingarkjól, sem var þá hvít- „Vbr ekki kokkur í þeirri veislu" Hilmar B. Jónsson mat- reiðslumeistara þekkja flestir. Hann var í áraraðir ritstjóri og eigandi eina tímaritsins hér sem fjallaði um matargerðarl- ist, Gestgjafans. Hann er iðu- lega kallaður til þegar sjá þarf um veislur, jafnt í útlöndum sem h ér heima, og hann og kona hans reka nú Matreiðslu- skólann okkar, þar sem á einni kvöldstund er hægt að læra ýmsa leyndardóma matargerð- arlistarinnar — og þar á meðal að útbúa fermingarveislu. „Ég held þið gerið Vikunni mikinn greiða að sleppa mér,“ sagði Hilmar, en hann slapp nú ekki svo auðveldlega. „Æ, þetta var nú ekkert merkilegt og ég man lítið eftir veislunni, nema hvað mig minnir að hún hafi verið haldin daginn efitir ferminguna. Ég og frændi minn úr Reykjavík fermdumst á sama degi og það var ákveðið að slá veislunum saman, en það var engan sal að fá og þar sem við vorum nýflutt og hús- ið óklárað var ekki hægt að halda þar veislu. Ég held að konurnar í fjölskyldunni hafi ur að lit og síður, og jaf nframt annan sem þær voru í eftir at- höfinina sjálfa. Samkeppnin um fallegasta fermingarkjólinn var orðin svo mikil að hún var far- in að yfirgnæfa allt annað. Þetta hætti þegar farið var að nota fermingarkirtlana í stað þessara kjóla og þá jafht fyrir stráka og stelpur. Strákarnir sluppu auðveldar hvað varðaði fatakaup, því þeir fengu jakka- föt — alveg eins og fötin hans pabba og afa - sem þeir voru í við athöfnina og í veislunni á eftir. Víndrykkja í fermingarveislum Eins og sjá má af lýsingunni hér að ofan hefur fermingar- veisla alltaf fylgt athöfhinni og lengi vel var kaífiboð algeng- ast. Þá var oft hjálpast að til að veislan yrði ekki eins erfið og bakaði þá móðirin og allar konurnar í ættinni tertur og smurðu brauð. Þetta á við enn í mörgum tilfellum, en matar- boð virðast þó vera algengari nú. Eins og segir hér að ofan var gjarnan boðið upp á vín, en oft leiddi víndrykkjan til þess að gamlar erjur rifjuðust slegið sam an og bakað tertur, pönnukökur og eitthvað fleira fínt, en ég var örugglega ekki kokkur í þeirri veislu!" Elín, kona Hilmars, sagði þegar spurt var um mynd af fermingarbarninu og þá helst við veisluborðið: „Það er bara til ein ómöguleg mynd af Hilmari og mömmu hans. Hann var nú heldur ólánlegur því hann var svo stór - áreið- anlega sá alstærsti sem var fe rmdur þá. Þið ættuð ekkert að vera að segja frá honum.“ Og Hilmar bætti við: „Eina mynd- in sem til er af mér ffá ferm- ingunni er af mér og mömmu fyrir framan húsið, í allri still- ansa- og spýtnahrúgunni." En okkur fannst mjög spennandi að fá svona allt öðruvísi ferm- ingarmynd, svo við linntum ekki látunum fyrr en Hilmar lét undan ... upp og til leiðinda og jafnvel slagsmála kom, öllum til mik- illa leiðinda — sérstaklega fermingarbarninu — og sem betur fer er það mjög sjaldgæft að boðið sé upp á vín í ferm- ingarveislum núorðið. Er veislan fermingarbörnunum minnisstæð? Eftir því sem veislan verður viðameiri því meiri nýjungar og hjálpartæki er nú boðið upp á til að létta fermingar- haldið, s.s. að fá tilbúinn að- keyptan mat eða kaffihlað- borð, nóg er af sölum víðs veg- ar sem hægt er að leigja og halda þar veisluna. Þeir sem halda veisluna heima og eiga ekki nægan borðbúnað eða dúka geta leigt slíkt og ýmis- legt fleira er hægt að fá og gen» til að létta sér veisluhaldið. En hvernig er með fermingar- börnin sjálf, ætli öll vinnan og tilstandið í kringum vejsluna eða veislan sjálf festist þeim í minni? Að gamni spurðum við fólk sem er þekkt fyrir áhuga sinn á mat og matargerðarlist hvernig fermingarveislan þeirra hefði verið. í Matreiðsluskóla okkar í Hafnarfirði er hægt að læra kökuskreytingar, að útbúa kalt og heitt hlað- borð eða kökuhlaðborð fyrir ferminguna. Hilmar B. Jónsson matreiðslu- meistari (og sá sem man ekkert efitir eigin ferm- ingarveislu) leiðbeinir ásamt fleirum. Yfirleitt er um einnar kvöldstundar námskeið að ræða þannig að allir ættu að hafa tíma til að fara. 30 VIKAN 5. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.