Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 13
Þorri blótaður í íslenska sendiráðinu í Bonn:
ir óþarfa fleipur. Sagði Sigríður meðal ann-
ars söguna af íslendingi einum sem kom til
Luxemborgar. Hugðist hann fara á puttan-
um til Þýskalands. Hann rakst fljótlega á
mann í bíl. „Germany?" spurði okkar
maður. „Yes,“ svaraði bílstjórinn. Þar með
snaraði ferðalangurinn sér inn í bílinn.
Síðan óku þeir steinþegjandi alla leið að
þýsku landamærunum. Þar réttu þeir báðir
fram íslenska passa!
Seyddar sauðkindur
Minni kvenna flutti sendiráðsskáldið
Arinbjörn Vilhjálmsson, sem stundar nám
í Stuttgart og er formaður íslendinga-
félagsins þar. Nafnbótina göfugu, „sendi-
ráðsskáld," hlaut hann á þorrablótinu, því
þar var sunginn bragur eftir hann, sérlega
saminn í tilefni dagsins. Undir laginu Öxar
við ána var hann kyrjaður á þessa leið:
Fram skulu reiddar
sauðkindur seyddar
sýrðar og reyktar og höggnar í spað.
Allt það er seður,
örvar og gleður,
innbyrði gestirnir þegar í stað.
Namm, namm, lostætið ljúfa,
namm, namm, lundabaggi og svið.
Úr trogi tormelt rengi
tyggjum vei og lengi
á tanngörðunum vinnum við.
Geðprýðis legi
lýðurinn teygi
er lyfta upp öndinni á gleðinnar svið.
Við neitt ei má dvelja
úr nógu er að velja
neytum því drykkjar að víkingasið.
Skál, skál í bjór og brennivíni,
skái, skál í vodka „Eldur-ís“.
Höldum hátíð þorra
að hætti feðra vorra
og dönsum þar til dagur rís.
Ekki fór það þó svo að dans væri stiginn
í íslenska sendiráðinu í Bonn að þessu,
sinni. Enda höfðu blótsgestir svo sannar-
lega um nóg að spjalla. Það er alltaf fróð-
legt að forvitnast um hagi landans, sem
dvelur á ókunnum slóðum kannski svo
árum og áratugum skiptir. Nú, og svo
höfðu sumir fleiri og nýrri fréttir að heim-
an en aðrir. Allt slíkt er ákaflega vel þegið
þegar tveir eða fleiri hittast á erlendri
grund.
Og þetta með dansinn hefði hvort eð er
verið útilokað mál, þótt gestafjöldi væri
nógur, um 120 manns. Þau Björg og Páll
Ásgeir veittu nefnilega svo vel, ekki bara t
þorramat heldur og kaffi og gómsætum
kökum á eftir, að menn voru ekki beinlínis
til spretthlaupanna eftir átið.
Það var því ansi vel haldinn hópur sem
yfirgaf sendiráðið á ellefta tímanum eftir
þetta káta laugardagskvöld á Gili. Sumir
ætluðu að halda beint heim, en aðrir að
gista, enda um langan veg komnir. Eitt áttu
þó allir sameiginlegt, að vera pakksaddir
og sælir eftir þetta afiturhvarf til uppruna
síns.
Þegar sá þorstláti
stal öllu slátrinu
Það var ýmislegt fleira en seyddar sauðkindur á borðum á þorrablótinu í íslenska
sendiráðinu í Bonn. Þó fannst þar enginn lundabagginn, blóðmörinn né lifrarpylsan
að þessu sinni, því einhver flngralangur hafði nappað kassanum með þessu góðgæti.
- og nýtt sendiráðsskáld var vígt
Það var heldur en ekki glatt á hjalla í íslenska sendi-
ráðinu í Bonn í Vestur-Þýskalandi á dögunum. Þar
var saman kominn stór hópur íslendinga, sem
búsettir eru í Vestur-Þýskalandi, til að blóta þorra.
TEXTI OG MYNDIR:
HJALTI JÓN SVEINSSON
Það voru heiðurshjónin Páll Ásgeir
Tryggvason sendiherra og kona hans
Björg Ásgeirsdóttir, sem buðu til þorra-
fagnaðarins. Vart hafði klukkan slegið sex
laugardaginn umrædda, þegar íslensku
gestirnir tóku að streyma að sendiráðinu.
Tilhlökkun mátti greina í hverju andliti og
var greinilegt að fólk hafði hlakkað til
þeirrar stundar þegar það fengi að mynn-
ast við sviðakjammana og skola súrbragð-
inu síðan niður með íslensku brennivíni.
Veitingarnar ollu heldur engum von-
brigðum þegar þær voru fram bornar. Að
vísu kvaðst Páll Ásgeir í ræðu sem hann
hélt, harma að enginn fyndist blóðmörinn,
lundabagginn né liffarpylsan á þorraborð-
inu að þessu sinni. Ástæðan væri sú að
krásunum hefði verið pakkað i pappakassa
undan áfengi heima á Fróni. Þegar verið
var að bera þá úr bílnum inn í sendiráðið
í Bonn, náði einhver þorstlátur að næla í
einn þeirra sem skilinn hafði verið eftir á
gangstéttinni eitt augnablik. „Ég hefði vilj-
að sjá framan í kauða, þegar hann opnaði
brennivínskassann og fann þar ekkert ann-
að en slátur,“ sagði Páll Ásgeir og var
greinilega ekki illa við tilhugsunina.
Minni kvenna og karla voru að sjálf-
sögðu flutt á blótinu, eins og lög gera ráð
fyrir. Það var Sigríður Snævarr sendiráðu-
nautur sem flutti minni karla. Gerði hún
að yrkisefni þá staðreynd, að íslenskir karl-
menn þættu ákaflega orðstilltir og lítið fýr-
Gestir tóku hraustlega lagið, eins og
sönnum íslendingum sæmir. Hér er það
Steinn Logi Bjömsson t.v., forstöðumað-
ur Flugleiða í Frankfurt, og Kristinn
Blöndal frá Hamborg sem syngja (von-
andi) sama lag af sama blaði.
5. TBL. 1989 VIKAN 13