Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 68
5TJ0RMUMERKI
SÍÐARI HLUTI:
Þannig eru fískarnir
Fæturnir skipta máli
Fæturnir eru mjög mikil-
vægir í huga fiskanna. Þeir eru
annað hvort mjög nettir og fal-
legir — ef um stúlkur er að
ræða — eða þvert á móti — al-
gjör hryllingur. Fiskar hugsa
ótrúlega mikið um skóna sína,
sem annað hvort verða að vera
einstaklega vandaðir og falleg-
ir eða þeir ganga um í ein-
hverjum rosabullum. Þeir hafa
áhyggjur af heilsufari sínu og
oftast að ástæðulausu. Þeir
ættu að gæta sín þegar lyf eru
annars vegar, jafnvel þótt
læknar hafi mælt fyrir um
notkun þeirra. Þeim hættir til
að hafa ofnæmi fyrir lyfjum og
þyrftu því að láta kanna hvort
þeir þola ákveðin lyf áður en
þeir fara að nota þau. Óhreint
vatn og fiskeitrun getur verið
þeim hættuleg. Annars er
stærsta vandamál fiskanna lík-
lega hvað þeir eru veikgeðja
og komi eitthvað fyrir þá eru
þeir fljótir að komast að þeirri
niðurstöðu að einhver skúrkur
hafi farið illa með þá.
Sálrænt innsæi
Náttúrulegt innsæi er þýð-
ingarmikið fyrir fiskana, en
samt verða þeir að reyna að
stjórna þessum eiginleika svo
óraunsæið nái ekki yfirhend-
inni. Þeim hættir til að segja:
Já, ég veit að þetta passar ekki,
en mér finnst samt að ...
Rökræna og skynsemi hafa
ekkert með ákvarðanatöku
fiskanna að gera. Þeir geta ekki
tengt saman A og B og komist
að niðurstöðu C. En það
merkilega er að þrátt fyrir allt
komast fiskarnir að réttri
niðurstöðu efitir að hafa farið í
kringum vandann eins og kött-
ur í kringum heitan graut.
Fiskar og vinátta
Þegar fiskarnir eiga erfitt
munu vinir þeirra fá að vita af
því og hjálpin sem veitt er
verður margendurgoldin því
fiskarnir gleyma ekki því sem
fyrir þá er gert. Það er auðvelt
að umgangast þá nema þeir
séu undir miklu tilfinninga-
legu álagi. Þeir eru þó heldur
óstundvísir og þeir stundvísu
verða að gera sér þetta ljóst til
þess að allt gangi vel. Fiskar
eru ekki árásargjarnir en þeir
verða að vera meðvitaðir um
að þeim hættir til að láta nota
sig.
Fiskarnir og ástin
Þegar fiskur verður ástfang-
inn fylgir því fullkomin alvara.
Þeir eru mjög rómantískir og
sá eða sú útvalda á án efa eftir
að verða hrifin af öllum þeim
dýrlegu gjöfúm, blómum, ilm-
vötnum sem berast og svo
kvöldunum úti, hvort heldur
sem er á veitingastöðum eða
skemmtistöðum. Fiskamir
elska lífið og finnst gaman að
skemmta sér og því má vænta
smámálsverða á notalegum
veitingastöðum af og til. Fisk-
arnir eiga eftir að sveiflast upp
á efstu tinda og niður í hyldýpi
örvæntingarinnar á meðan á
ástarævintýrinu stendur vegna
þess hve tilfinninganæmir þeir
eru. Ástarævintýri með fiski er
ekkert venjulegt ástarævintýri
og þeir sem í því lenda eiga
eftir að minnast þess lengi og
af ýmsum ástæðum.
Fiskar og hjónaband
í hjónabandi verða fiskarnir
að gæta þess að láta ekki til-
finningarnar hlaupa með sig í
gönur. Þeir eru mjög dóm-
harðir í hjónabandinu og fjasa
yfir einskisverðum smámun-
um en sjá eftir því sem þeir
hafa sagt um leið og það er
gert. Þeim hættir til þess að
lenda í ástarævintýrum utan
hjónabandsins en hafa um leið
meiri hæfileika en aðrir til þess
að halda lífi í ástareldinum inn-
an þess.
Hrúturinn
21. mars - 19. apríl
Þú ert vannærður á ein-
hverju sviði og verður að fá útrás
á einhvern hátt. Notaðu
skynsemina og farðu að öllu með
gát. Þú munt hafa heppnina með
þér í ákveðnu máli sem fæst úr
skorið seinni hluta vikunnar.
Nautið
YJ 20. apríl - 20. mái
Fjölskylda þín mun eink-
um njóta þessara daga. Þú verð-
ur nokkuð mikið út á við og sérð
margt og heyrir sem vekur áhug-
ann. Vertu ekki of bráðlátur og
taktu ekki þátt í neinum fram-
kvæmdum. Heillatölur eru 4, 13
og 26.
Tvíburarnir
21. maí - 21. júní
Þú hættir við ákveðið
ferðalag vegna fjölskyldu þinnar.
Það gæti farið svo að þú yrðir um
stundarsakir að taka á þig vinnu
annarrar persónu. Þú færð góða
heimsókn gamalla kunningja, frá
unglingsárunum.
Krabbinn
22. júní - 22. júlí
Tækifæri til að láta Ijósið
skína kemur alveg óvænt en þú
munt ná glæsilegum árangri og
hækka í áliti meðal kunningj-
anna. Á miðvikudag gerist at-
burður sem þú getur ekki fundið
meininguna í.
Ljónið
23. júlí - 22. ágúst
Þú hefur mikinn tíma til
að sinna eigin málum. Einhverju
af honum skaltu verja til að
endurgjalda heimsókn og greiða-
semi kunningja þíns. Þú ættir að
fylgjast betur með högum ákveð-
ins skyldmennis þíns.
Meyjan
24. ágúst - 23. sept.
Þú hefur verið með hug-
ann bundinn við eitthvað ákveðið
undanfarið en visst atvik verður
til þess að þú missir áhugann í
bili. Vinur þinn verður fyrir tilfinn-
anlegu óhappi, þú ættir að gera
þitt til að létta undir með honum.
Vogin
23. sept. - 23. okt.
Þú gerir eitthvað sem þú
verður mjög hreykinn af, og þú
munt fá hrós fyrir. Dagarnir verða
hver öðrum líkir, en kvöldin hafa
tilhneigingu til að verða dálítið
óþjál. Amor kemur við sögu.
Sporðdrekinn
24. okt. - 21. nóv.
Þú kemst að einhverju
ráðabruggi sem gerir þig mjög
spenntan. Varastu samt að láta
bendla þig við það. Margt ber á
góma og eru eftirmiðdagarnir
fjörugastir. Þú lendir ( skemmti-
legu heimboði.
Bogmaðurinn
22. nóv. — 21. des.
Þú hefur tekið á herðar
þér allmikið verkefni og stendur
með undraverðum ágætum í skil-
um á því. Helgin verður mjög
skemmtileg og tilvalin til smá
ferðalags. Láttu ekki ákveðin mál
dragast á langinn.
Steingeitin
22. des. - 19. janúar
Þú hefur gerst of frekur
og ráðríkur með ákveðinn hlut
og kann það ekki góðri lukku að
stýra. Varastu að treysta ákveðn-
um aðila - honum er ekki sjálf-
rátt í bili. Það er skynsamlegt að
vera sem mest heima.
Vatnsberinn
20. janúar - 18. febrúar
Þú verður fyrir einhverju
happi en þú mátt ekki eyðileggja
hluta af því með galgopahætti
og kæruleysi. Haltu fast um þitt.
Þú hefur allmikil samskipti við
ákveðinn kunningjahóp. Happa-
litur er blátt.
Fiskar
19. febrúar - 20. mars
Þú virðist mjög vinsæll og
eftirsóknarverður þessa dagana
en þú færð þig fljótt fullsaddan
á því. Þú þarft að vera ákveðnari
og kunna að bíta frá þér á
kurteislegan hátt. Þú verður að
heiman um helgina.
66 VIKAN 5. TBL.1989
5TJORMU5PA