Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 22
KVIKMYNDIR
kennarinn hennar Dunu, sem er Kanada-
maður búsettur í Englandi, tók erindinu
vel, eins og við var að búast eftir jafnlang-
an undirbúningstíma, og skrifaði kvik-
myndahandritið. Hann er þekktur hand-
ritahöfundur úti í hinum stóra heimi og
hefur skrifað mörg handrit að myndum
Charles Bronson. Duna fúllvissaði okkur
þó um að honum hefði ekki tekist að
lauma neinum Bronson atriðum inn í
Kristnihaldið. En hvað með Halldór Lax-
ness sjálfan? Vildi hann ekki hafa einhver
afskipti af handritsskrifunum?
,Áður en við byrjuðum héldum við
fúnd með honum til að vera viss um að
enginn misskilningur væri á ferðinni, en
síðan höfðum við frjálsar hendur," segir
Duna. „Hann hefur nú líklega treyst dóttur
sinni betur fyrir þessu en einhverjum
ókunnugum og Ieyft henni meira," bætir
Halldór við og Duna samsinnir. Gerald
skrifaði síðan sína útgáfu og Duna sína og
skiptust síðan á skoðunum. „Þar kom Fax
maskínan sér aldeilis vel,“ segir Duna. „Og
það kom í ljós að við vorum að mestu sam-
mála um aðaláherslurnar í verkinu og við
höfúm gætt sögunnar og varast að bæta
inn í. Það eina sem við breyttum er að
við setjum ramma utan um söguna þannig
að myndin hefst á því að í Dómkirkjunni í
Reykjavík hittast trúarleiðtogar nokkurra
landa og eru að tala um vandamál varð-
andi trúna í sínum heimalöndum. íslenski
biskupinn segir þá ffá miklum vanda sem
hann á við að glíma á Snæfellsnesi og síðan
hefst sagan.
Margir hafa misskilið þetta verk og talið
það flókið og torskilið, en í rauninni er
það sáraeinfalt. Þarna er verið að segja ffá
mjög sérstöku fólki og þótt bókin hafl
verið skrifúð 1967 er þarna lýst karakter-
um sem við þekkjum og sjáum í dag. Það
er þarna til dæmis einn sem mér finnst
minna mikið á þekktan íslenskan kvik-
myndagerðarmann... En það sem verkið
snýst aðallega um er annars vegar maður
sem elskar lífíð og allt sem lifandi er. Hann
unir glaður við sitt og vill hlúa að og gera
gott öllu sem lifir — þetta er Jón Prímus.
Hins vegar er það Goodman sem er alltaf
að hugsa um dauðann og það sem honum
fylgir. Hann langar mikið til að öðlast eilíft
líf, en hann hefur áhyggjur því hann hefur
samviskubit yfir því sem hann hefur gert í
lífinu — það hefur Jón Prímus hins vegar
ekki. Jarðarfarir eru hápunkturinn hjá
Goodman, Jón lítur aftur á móti á látinn
mann sem einhvern sem er búinn og að
honum megi henda. Þarna er því á ferð-
inni annars vegar trúin á lífið og það sem
er lifandi og hins vegar trúin þar sem
dauðinn er í aðalhlutverki og líf eftir dauð-
ann.“
Færum ekki að skilja
út aff einni kvikmynd...
íslenskir kvenkvikmyndaleikstjórar eru
ekki margir, en Duna er ein þeirra og leik-
stýrði hún Kristnihaldsmyndinni og að-
stoðarleikstjórinn var einnig kona, Kristín
Pálsdóttir kvikmyndagerðarmaður. Þær
tvær og Halldór stjórnuðu verkinu en
Halldór var framkvæmdastjórinn og fékk
þar með opinbert leyfi til að segja konu
sinni og öðrum fyrir verkum og til synd-
anna. Eins og fyrr segir lifði hjónaband
þeirra dvölina við Jökulinn af: „Við færum
nú ekki að skilja út af kvikmynd," segir
Halldór. En vinnan við myndina hefúr ver-
ið mikil og erfið. Hópurinn sem þau þurftu
að halda utanum var mjög stór því auk alls
tæknifólks og annarra sem unnu við mynd-
ina voru yfir 20 atvinnuleikarar sem léku í
mvndinni og fjöldi fólks kom þar fram í
aukahlutverkum.
„Við réðum tökumann frá Þýskalandi,
aðallega vegna þess að hér heima var eng-
an að fá,“ segir Duna. „Ég hringdi til for-
manns tökumanna í Þýskalandi og spurði
hann hvort hann vissi ekki um einhvern
ungan og hressan sem vildi koma og vinna
á íslandi um sumarið. Og hann svarðaði:
,Jú. Mig.“ Hann kom svo með aðstoðar-
manni sínum. Þetta er maður um fimm-
tugt og þar að auki Prússi, þannig að
stundum bar aðeins á kynslóðabili. Auk
þess sem hann hafði aldrei vanist vinnu-
brögðum eins og hjá okkur. Hann gerði
ekki annað en það sem honum bar og
skildi ekkert í því hvað Dóri ffamkvæmda-
stjóri væri að meina með því að vera að
ýta „dollý“ eða ég og Stína að bjástra við
hesta sem nota átti í tökunni. Hann kenndi
þeim sem voru að vinna þarna mjög
margt, en hann lærði líka af okkur og hann
var alveg hissa á hversu miklir atvinnu-
menn íslensku leikararnir eru. Á því hafði
hann ekki átti von.“
Hópurinn vann alveg ótrúlega vel sam-
an og var mjög samvinnuþýður," segir
Halldór. „Við bjuggum vel að leikurunum,
létum þá hafa skásta húsið og bíl til um-
ráða. Við hin sem unnum að myndinni
vorum öll á sömu launum þannig að
launatal var þar með alveg úr sögunni. Við
urðum fyrir miklum skaða þegar risastór
leikmynd fauk eins og hún lagði sig í
óveðri. Það hafði tekið margar vikur að
byggja hana, en fólkið sagði þetta tekur 48
tíma og það stóðst, enda tóku allir til
hendinni hvort sem þeir hétu leikarar eða
smiðir.“
Kreppti hnefann og sló...
En hvernig gekk að sameina hjónaband-
ið og samstarfið? „í svona stórmáli er
hjónabandinu hreinlega hent,“ svarar
Halldór. „Það er erfitt að vera giftur kon-
unni sem eyðir peningunum sem verið er
að reyna að spara. Ég fékk til dæmis gæsa-
húð þegar ég heyrði Dunu nefna orðið
„æfingu", því það þýddi peningatap." Duna
flýtir sér að grípa fram í: „Stína klippti
myndina og hún hjálpaði mér líka að eyða.
Dóri var líka svo leiðinlegur, hann var allt-
af að tala um hvað ég eyddi mikilli filmu,
mældi næstum með tommustokk hvern
sentimetra sem tekinn hafði verið yfir
daginn." Þau líta hvort á annað og segja
svo: „Eigum við ekki bara að láta það vaða.
Fólk þorir aldrei að segja neitt í viðtölum:
Það var búið að eyða svo mikilli filmu,
búið að vera óveður og allt ómögulegt.
Dóri var að röfla yfir filmunum. Ég kreppti
þá hnefann og kýldi Dóra. Hann fékk þetta
svaka glóðarauga."
„Ég varð mest hissa,“ segir Halldór. „En
ég sýndi alla vega enga tilburði til að slá á
móti. Við settumst svo niður með sátta-
semjaranum Stínu Páls og leystum þetta
og það meira að segja svo vel að á eftir
náðum við upp fjögurra daga tíma og pen-
ingatapi."
Bæði íslendingar og útlendingar unnu
við myndina, en 10 milljóna króna styrk til
að gera hana fékk Umbi ffá Kvikmynda-
sjóði íslands í janúar í fyrra og 3 milljónir
í ár. ísland er í tísku í Þýskalandi og telja
Þjóðverjar peningum vel varið ef þeir
styrkja íslensk verk, þannig fékk Umbi
11,8 milljónir til verksins frá SDR í Þýska-
landi. Heildarkostnaður er áætlaður 38
milljónir þannig að til að dæmið gangi
upp þarf um 42.000 áhorfendur. En Duna,
Halldór og Kristín vildu ekki spara, til þess
var þetta alltof mikilvæg kvikmynd. Hall-
dór sagði að það hefði verið frumskilyrði
að gera góða leikmynd og að hún ein og
búningar hefðu kostað þau 6 milljónir.
Stella í orlofí er mynd sem Umbi gerði
og var hún einhver vinsælasta íslenska
myndin sem sýnd hefur verið, enda varð af
henni nokkur gróði. Umbamenn settu
peningana í banka og ætluðu að eiga til að
grípa til þegar þau legðu í næstu mynd, en
skatturi nn heimtaði sitt og tók 51%. Það
sem eftir var nægði þó til að fá handrita-
smiðinn góða sem fýrr er getið og til að
fleyta þeim yfir það helsta á meðan verið
var að leita eftir fjármagni erlendis. „Ég var
alveg á því að gefast upp segir Duna, en
Dóri ýtti á mig og hélt stöðugt áfram að
leita eftir fjármagni." Kristnihald undir
Jökli er bók sem margir kunna nærri utan-
bókar, eru þau ekkert hrædd við saman-
burðinn?
„Leikaramir voru í upphafi dálítið
áhyggjufúllir afþví karakterarnir í sögunni
eru svo þekktir. Ég sagði þeim að reyna að
leika þetta mjög blátt áfram og ekki ofgera
neitt, en ég er alveg viðbúin því að ein-
hverjir segi að þetta sé ekki sú Úa eða sá
Umbi sem búist var við. Að mörgu leyti
var mjög erfitt fyrir leikarana að leika hlut-
verk sín, því öll útiatriði voru tekin á Arn-
arstapa og inniatriði í Mosfellssveit. Þann-
ig að þegar þeir stigu inn um dyr á Arnar-
stapa var það í raun ekki fyrr en mánuði
seinna í Mosfellssveit sem þau voru komin
inn og þurftu þá að muna hvernig stemn-
ingin var mánuði áður.“
Þegar Vikan kemur út verður ffumsýn-
ingin afstaðin og margir búnir að sjá
myndina, en viðtalið átti sér stað tveim
dögum fýrir frumsýningu og hvernig leið
þeim Dunu og Halldóri þá? „Óskaplegur
kvíði yfir því að manni hafi ekki tekist
nógu vel upp, en um leið tilhlökkunarefni
að nú er barnið fætt,“ segir Duna. „Nú á
bara eftir að athuga hvort allt sé í lagi með
barnið,“ segir Halldór. „Annars er ég svo
jarðbundinn að ég er að hugsa um húsið
okkar sem er veðsett upp í topp ..
22 VIKAN 5. TBL. 1989