Vikan


Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 57

Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 57
„Fólk ætti alltaf að fara eftir þeim tilfinningum sem þeim vakna í brjósti í garð annarrar manneskju,“ segir Helen Singer Kaplan. leyfir sér aldrei að sleppa fram af sér beisl- inu og sumir geta aldrei haldist í stuði í einhvern tíma, alveg sama hversu spenn- andi hinn aðilinn er.“ — Að þí sagt er, þá eiga eiginmenn í Frakklandi og í öðrum suðlægum löndum vanalega bæði eiginkonu og hjákonu. Getur framhjáhald, bæði eiginmanns og eiginkonu, haft góð áhrif á sambúðina? „Framhjáhöld eru, yflrleitt, merki um að eitthvað sé að í sambúðinni og að ekki er tekið á vandamálinu. Þess í stað kýs mann- eskjan bráðabirgðalausn, sem nú á tímum eyðni hlýtur að teljast í meira lagi vafa- söm.“ — Sumir virðast þarfnast kynlífs daglega, aðrir virðast geta komist af án þess mánuðum saman og jafnvel árum. Hvers vegna er kynlífslöngun þeirra svo veik? „Menn eru jafn misjafhir og þeir eru margir; þeir eru misjafhir að hæð, þyngd, gáfhafari og kynlífslöngun þeirra er einnig misjöfn. Sumir stunda kyniíf af áunninni þörf og nota það þá sem eins konar sefjun — eins og þeir sem fá sér að borða þegar þeir eru undir miklu álagi.“ - Er til fólk sem hefur alls enga löngun til kynlífs? „Sumt fólk hefur afar litla kynþörf. Kyn- líf verður aldrei mikilvægur þáttur í lífi þess. Svo eru sumir sem geta ekki horfet í augu við sambúðarvandamálin, þannig að þeir missa einfaldlega löngunina til kynlífe. Ég kalla það meðvitað kynsvelti." — Er mikill munur á milli kynj- anna? „Geysimikill munur er á kynjunum hvað varðar starfeemi kynhormóna. Hvað varð- ar kynlíf þá eru karlmenn á toppnum 17 ára en konur um fertugt. Þegar karlmaður er orðinn sextugur þá líða vanalega miili 24—48 tímar þar til hann getur fengið full- nægingu aftur. Hjá konum er þetta ekki þannig — þær geta fengið fullnægingu mörgum sinnum í gegnum allt lífið.“ - Gefa menn á einhvem ómeðvit- aðan hátt til kynna hvort þeir muni verða góðir eiginmenn og góðir elsk- hugar? „Fólk ætti alltaf að fara eftir þeim tilfinn- ingum sem þeim vakna í brjósti í garð ann- arrar manneskju. Hafi maður komið fram við þig á óaðfinnanlegan hátt á ykkar fyrsta stefnumóti en samt ertu ekki ánægð þegar þú kemur heim, þá geturðu búist við að þér muni alltaf líða þannig með honum. Ef hann hins vegar vekur strax hjá þér góðar kenndir, jafnvel þó hann sé ekkert sérlega smart í sér eða útliti, og þú ert hamingju- söm og ánægð með honum þá á hann væntanlega eftir að verða góður eiginmað- ur og elskhugi." n Mér líkar ekki við yður! Frh. af bls. 51 að íhuga hvort Moritzer hefði ekki andúð á honum, já, jafhvel hataði hann; það gat meira en verið að Moritzer til að hlæja hrottalega. — Moritzer, öskraði iæknirinn, þegar hann fann að hann var að missa jafhvægið. Hann greip um borðstokkana, báðum megin við sig, svo greip hann um aðra ár- ina. Hann reif hana upp af þollinum, til að nota hana fyrir jafnvægisstöng. Þetta kom Mortizer til að hlæja hrottalega. Hann var eins og púki frá gömlu kvikmyundunum, og Feldman var skelfingu lostinn. Hann þurfti ekki að eyða tímanum í að hugsa til þess að berja hann með árinni, hann gerði það, hann hitti hann á hægri kjálkann og Moritzer lyppaðist niður, bjánalegur á svipinn, og datt útbyrðis. Bátnum hvolfdi, og í nokkrar sekúndur hélt Feldman að hann væri undir honum. En það var hann ekki, hann sá dagsljósið, himininn. Hann stóð á öndinni, hrækti, gaf ffá sér alls kon- ar óhljóð og komst að lokum með miklum erfiðismunum á kjöl. Hann reyndi ekki að svipast um eftir Moritzer, til þess hafði hann engan tíma, það var nóg að reyna að bjarga eigin lífi, halda sér á kilinum og reyna að hrópa á hjálp. Það hafði hvort sem var ekkert upp á sig, Moritzer var drukknaður, dauður.... Það sem eftir var af frídögum læknisins á Ponchawee Manor, var síður en svo skemmtilegt. í borðstofúnni var allt fúllt af lögreglumönnum, blaðamönnum og skvaldrið og kjaftasögurnar óþolandi. Læknirinn hélt fast við skýringu sína á mál- inu, en honum var það ljóst að málið var skoðað frá ýmsum hliðum. Þetta var auð- vitað slys, (dr. Feldman reyndi líka að trúa óskhyggju sinni, að þannig hefði það verið) og drukknun Moritzers var skýrð á þann hátt, að hann hefði fengið högg á höfuðið, þegar bátnum hvolfdi. Dr. Feld- man áleit ekki rétt að segja ffá atvikinu með árina, hann sagði aðeins að Moritzer hefði verið að leika sér við að rugga bátnum. Rétt var rétt. Læknirinn var því dauðfeginn, þegar hann gat smeygt sér bak við stýrið á Mercedesbílnum og ekið sem hraðast í burt ffá Ponchawee Manor. Reyndar var hann alsæll, þegar hann kom til lækningastofu sinnar á mánudagsmorg- un, og sá Hildu, hina ófríðu aðstoðarstúlku sína. Það var sannarlega kærkomin sjón. — Komið þér sælir læknir, sagði hún, — skemmtuð þér yður vel? — Ekki sem verst, - ekki sem verst, sagði dr. Feldman. — En það gerðist dálítið leiðinlegt slys. - Þér hafið þó ekki slasast? spurði Hilda. — Nei, nei, sagði dr. Feldman. — En það drukknaði maður, vesalingur- inn. Annars hafði ég það stórfínt. Jæja, sagði hann svo og neri saman fíngerðum skurðlæknishöndum sínum, eins og til þess að njóta þess fýrirfram að vera fær um að bjarga mannslífúm, - hvað heitir þá fýrsti sjúklingurinn okkar þessa vikuna? — Það er einhver ffú Moritzer, sagði Hilda. □ 5. TBL. 1989 VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.