Vikan


Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 65

Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 65
AFEMGI Áfengi skaðar greind ófædds barns þíns TEXTI: BRYNDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Yflr barborðum kráa í New Yorkborg - og án efa víðar - hanga gjarnan skilti sem á stendur JVÁfengi get- ur skaðað ófáett bam þitt“ og er það verðandi mæðr- um til viðvörunar. Lengi hefur heyrst að ekki væri gott að drekka úr hófi á meðan gegnið er með og óljósar frásagnir hafa borist af mikið sködduðum böm- um í Sovétríkjunum, sem stafaði af mikilli drykkju sterkra drykkja móðurinn- ar á meðan hún gekk með. Rannsóknir virðast nú hafa leitt í ljós áð jafhvel htið magn af áfengi geti skaðað ófætt bamið, alla vega ef marka má frásögn „Inter- national Herald Tribune" frá 17. febrúar af rannsókn- um þessum. Og þar sem margar verðandi mæður hér vita kannski htið eða ekkert um þetta mál, þá fannst okkur vel við hæfi að þýða og birta frásögnina — sérstaklega nú á fyrstu bjórmánuðum okkar. Rannsóknir hafa sýnt fram á að jafhvel hófeöm drykkja kvenna á fyrstu tveim mánuð- um meðgöngunnar — oft áður en þær gera sér grein fyrir því að þaer eru ófrískar — getur dregið úr gáfnafarslegum þroska ófaedds barns þeirra. Þeir sem að rannsókninni stóðu komust að því að áhrifin voru merkjanleg hjá konum sem drukku einn til þrjá drykki á dag, sem hver um sig innihélt um 15 gr af hreinum vínanda. Þetta samsvarar einni til þrem flöskum af bjór, einu til þrem glösum af víni eða kokkteilum. Vísindamennirnir töluðu við 491 konu í Seattle sem voru gengnar með á fimmta mánuð. Greindarvísitala og eftirtektarsemi barna þeirra var síðan metin. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að mikil drykkja óffískr- ar konu getur orðið til þess að barn hennar verður þroska- heft. En rannsóknin í Seattle er sú fyrsta sem sýnir ffam á að hófdrykkja hefur alvarleg áhrif á greind og getu barnanna í skóla. Hún er einnig sú fyrsta sem aðgreinir áhrifin sem notkun áfengis hefur, frá öðru s.s. áhrifum reykinga eða koffeins. Sérfræðingar telja því niður- stöðu Seattle rannsóknarinnar sérlega þýðingarmikla. í rannsókninni var tekið til- lit til atriða eins og fjárhags- stöðu foreldranna og mennt- unar þeirra, sem er vitað að hefur áhrif á útkomu barnsins í almennu greindarprófl, þar sem í ljós kom að auk þessara áhrifaþátta þá hafði drykkja sín eigin áhrif. Skaðsemi hennar kom í ljós þó ófrísk kona hefði minnkað drykkju verulega á fyrsta eða öðrum mánuði meðgöngu. Nýlega var birt niðurstaða könnunar á 53 mæðrum sem höfðu drukkið að meðaltali þrjá eða fleiri drykki á dag á fyrstu mánuðum meðgöng- unnar. í ljós kom í greindarprófi sem börnin tóku fjögurra ára að þau fengu töluvert lægri einkunn en önnur börn. Flest fengu börnin um 105 stig, sem er um 5 stigum lægra en hin börnin í rannsókninni fengu að meðaltali. Þau börn sem ná 140 stigum á greindarprófum sem þessum eru talin snilling- ar. Vísindamennirnir sögðu að börn mæðra sem aðeins drukku 1-2 drykki á dag á Rannsóknir haffa sýnt fram á að jaffnvel hóff- söm drykkja kvenna á fyrstu tveim mánuðum meðgöng- unnar getur dregið úr gáfnafars- legum þroska ófædds barns þeirra. fyrstu mánuðum meðgöngu, hefðu verið sein að ná því sem verið var að sýna þeim á fyrstu skólaárunum og átt erfitt með að taka eftir. Læknarnir í rannsókninni sögðust vilja mæla með að konur sem væru að reyna að verða ófrískar eða gætu orðið það, drykkju alls enga áfenga drykki. Þó aðeins sé drukkið í hófi þá geta drykkirnir skaðað börnin og konur sem tóku þátt í rannsókninni litu alls ekki svo á sjálfar sig að þær ættu við drykkjuvandamál að stríða. Ekki bar á vandamáli hjá öll- um börnum þeirra mæðra sem drukkið höfðu. í rannsókninni kom fram að þó að sterk tengsl séu yfirleitt á milli drykkju móður á meðan hún gengur með og skaðlegra áhrifa á gáfnafarsþroska barnsins, þá er það ekki gefið að slík áhrif verði merkjanleg á barninu. Af öðrum efnum sem talin eru hafa skaðleg áhrif á börnin, þá sýndi rannsóknin að vín- andi hafði alvarlegri áhrif en tóbak koffein, aspirín eða marijuana. Og þó greind barna þar sem móðirin drakk þrjá drykki eða fleiri á dag væri að meðaltali fimm stigum lægri en annarra, þá er ekki þar með sagt að börnunum sé óhætt þó drykkirnir séu færri. O) r^J Finnið sex villur eða fleiri á milli mynda uuA)S ja |OSj>|S0A ‘9 jbjuba nönejaio '9 'IsjAnjQO ja uesAad p jb;uba BdujBi e uAajq ja bhomjbh Z 'JnuB ujpunq u!P|ol)B66n|o • i 5.TBL 1989 VIKAN 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.