Vikan


Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 28

Vikan - 09.03.1989, Blaðsíða 28
EYJÓLFUR í EPAL: ,,Stórt skref stigið í hönnun og bólstrun" kynntur hönnun og bólstrun á íslandi, en þegar um albólstrað hús- gagn er að ræða, eins og hér, þá skiptir miklu máli að flnna góðan fagmann í verkið og hann fúndum við í Kjartani Einarssyni bólstrara. Við fram- leiðum mest 10 sófa, en nú er búið að gera þrjá og einn stól. Þetta hefur vakið ótrúlega at- hygli, þó er þetta ekki sófl sem allir vilja eiga eða geta átt vegna þess að hann þarf mikið pláss. Auk íslendinga hafa danskir og ítalskir hönnuðir komið og skoðað sófann og orðið alveg undrandi að sjá svona nokkuð hér, því ekki hefúr borið mikið á íslenskri húsgagnahönnun hingað til. En við vonum að þarna hafi okkur tekist að koma umfjöllun í gang, sem er alltaf byrjunin." Eins og fyrr segir málaði myndlistarmaðurinn Tolli listaverk á sófann. Það gerir hann með tauþrykkslitum, en úr þeim er hægt að ná öllum litabrigðum eins og úr olíulit- um. Húsgagnaáklæðið er úr bómull og eftir að Tolli er bú- inn að mála eru litirnir festir þannig að sóflnn þolir alla venjulega meðferð. Hvernig ætli Tolla hafi þótt að mála sófa? „Hann hafði á orði,“ segir Eyjólfur, „að þarna hafi hann málað „orginal sófaverk“.“D Allsérstœður íslenskur sófi TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON Það er áreiðanlega fátítt að innanhússarkitekt- ar og myndlistarmað- ur leggist á eitt um að skapa húsgagn. Þetta gerðist þó hér á landi þegar innanhússarkitekt- arnir Guðrún Margrét Ólafs- dóttir, Oddgeir Þórðarson og myndlistarmaðurinn Þorlákur Kristinsson „Tolli“ gerðu sófa saman. Það var fyrir rúmu ári sem arkitektarnir komu að máli við Eyjólf í Epal með tilbúið módel af sófa sem þau höfðu unnið saman og lögðu hug- myndina fyrir hann, þ.e.a.s. hvort hann hefði áhuga á að gera þannig sófa sem myndlist- armaður síðan skreytti. En hvers vegna komu þau til Eyjólfs? „Ýmsir hönnuðir vita að Epal hefur áhuga á nýjung- um í hönnun og að það þarf meira til en góða hönnun og góðan fagmann til að gott hús- gagn verði til — það þarf líka einhvern til að borga brús- ann,“ svarar Eyjólfur. Eyjólfur sló sem sagt til, en af því ýmislegt varð til að tefja framkvæmdir þá kom sófinn ekki frarn í dagsljósið fyrr en nú fyrir skömmu. Sófinn er að öllu leyti unninn á íslandi og af íslendingum. „Ég tel að þarna hafi verið stigið stórt skref í „Orginal sófaverk" sagði Tolli um verkið, þegar hann var búinn að myndskreyta sófann. Á myndinni eru ásamt honum þau Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Oddgeir Þórðarson og Eyjólfúr Pálsson í Epal. HÚ5MUIÍIR 28 VIKAN 5. TBL. 1989
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.