Vikan - 09.03.1989, Síða 28
EYJÓLFUR í EPAL:
,,Stórt skref stigið
í hönnun og bólstrun"
kynntur
hönnun og bólstrun á íslandi,
en þegar um albólstrað hús-
gagn er að ræða, eins og hér,
þá skiptir miklu máli að flnna
góðan fagmann í verkið og
hann fúndum við í Kjartani
Einarssyni bólstrara. Við fram-
leiðum mest 10 sófa, en nú er
búið að gera þrjá og einn stól.
Þetta hefur vakið ótrúlega at-
hygli, þó er þetta ekki sófl sem
allir vilja eiga eða geta átt
vegna þess að hann þarf mikið
pláss.
Auk íslendinga hafa danskir
og ítalskir hönnuðir komið og
skoðað sófann og orðið alveg
undrandi að sjá svona nokkuð
hér, því ekki hefúr borið mikið
á íslenskri húsgagnahönnun
hingað til. En við vonum að
þarna hafi okkur tekist að
koma umfjöllun í gang, sem er
alltaf byrjunin."
Eins og fyrr segir málaði
myndlistarmaðurinn Tolli
listaverk á sófann. Það gerir
hann með tauþrykkslitum, en
úr þeim er hægt að ná öllum
litabrigðum eins og úr olíulit-
um. Húsgagnaáklæðið er úr
bómull og eftir að Tolli er bú-
inn að mála eru litirnir festir
þannig að sóflnn þolir alla
venjulega meðferð. Hvernig
ætli Tolla hafi þótt að mála
sófa? „Hann hafði á orði,“ segir
Eyjólfur, „að þarna hafi hann
málað „orginal sófaverk“.“D
Allsérstœður íslenskur sófi
TEXTI: BRYNDlS KRISTJÁNSDÓTTIR
MYNDIR: PÁLL KJARTANSSON
Það er áreiðanlega fátítt
að innanhússarkitekt-
ar og myndlistarmað-
ur leggist á eitt um að skapa
húsgagn. Þetta gerðist þó hér á
landi þegar innanhússarkitekt-
arnir Guðrún Margrét Ólafs-
dóttir, Oddgeir Þórðarson og
myndlistarmaðurinn Þorlákur
Kristinsson „Tolli“ gerðu sófa
saman.
Það var fyrir rúmu ári sem
arkitektarnir komu að máli við
Eyjólf í Epal með tilbúið
módel af sófa sem þau höfðu
unnið saman og lögðu hug-
myndina fyrir hann, þ.e.a.s.
hvort hann hefði áhuga á að
gera þannig sófa sem myndlist-
armaður síðan skreytti. En
hvers vegna komu þau til
Eyjólfs? „Ýmsir hönnuðir vita
að Epal hefur áhuga á nýjung-
um í hönnun og að það þarf
meira til en góða hönnun og
góðan fagmann til að gott hús-
gagn verði til — það þarf líka
einhvern til að borga brús-
ann,“ svarar Eyjólfur.
Eyjólfur sló sem sagt til, en
af því ýmislegt varð til að tefja
framkvæmdir þá kom sófinn
ekki frarn í dagsljósið fyrr en
nú fyrir skömmu. Sófinn er að
öllu leyti unninn á íslandi og af
íslendingum. „Ég tel að þarna
hafi verið stigið stórt skref í
„Orginal sófaverk" sagði Tolli um verkið, þegar hann var
búinn að myndskreyta sófann. Á myndinni eru ásamt honum
þau Guðrún Margrét Ólafsdóttir, Oddgeir Þórðarson og
Eyjólfúr Pálsson í Epal.
HÚ5MUIÍIR
28 VIKAN 5. TBL. 1989